Körfubolti

Anthony Davis valinn fyrstur í nýliðavali NBA

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Davis ásamt David Stern, einvaldi NBA-deildarinnar.
Davis ásamt David Stern, einvaldi NBA-deildarinnar. Nordicphotos/Getty
Kraftframherjinn Anthony Davis úr Kentucky-háskólanum var valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar sem hófst undir miðnætti.

Það kom fáum á óvart þegar val New Orleans Hornets, sem átti fyrsta valrétt, var tilkynnt. Davis fór á kostum í NCAA keppninni með skóla sínum í vetur. Hann skoraði 15,2 stig, tók 11,2 fráköst og varði 4,6 skot að meðaltali í leikjunum sex en Kentucky vann titilinn í áttunda skipti.

Davis þykir einstakur varnarmaður sem getur þó bætt sóknarleik sinn. Hann er kærkominn viðbót í lið New Orleans Hornets sem hefur glímt við erfiðleika innan sem utan vallar undanfarin ár.

Liðsfélagi Davis hjá Kentucky, Michael Kidd-Gilchrist, var annar í valinu. Hann mun leika með Charlotte Bobcats á næstu leiktíð. Kidd-Gilchrist er lítill framherji.

Washington Wizards, sem höfðu þriðja valrétt, völdu Bradley Beal bakvörð úr háskólanum í Flórída.

Hægt er að fylgjast með gangi mála í nýliðavalinu á heimasíðu NBA-deildarinnar með því að smella hér.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×