Körfubolti

Larry Bird hættir sem forseti Indiana Pacers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Larry Bird grínast með Magic.
Larry Bird grínast með Magic. Mynd/Nordic Photos/Getty
Larry Bird er ákveðinn að hætta sem forseti NBA-liðsins Indiana Pacers samkvæmt frétt í Indianapolis Star blaðinu. Samkvæmt heimildum blaðsins er Bird hundrað prósent öruggur á því að snúa ekki aftur til starfa.

Larry Bird mun hitta Herb Simon, eiganda Indiana Pacers, í dag og ganga frá starfslokum sínum en Bird hefur verið forseti Pacers-liðsins frá árinu 2003.

Bird var valinn framkvæmdastjóri ársins í NBA-deildinni á síðustu leiktíð og varð þá fyrsti maðurinn í sögu NBA til þess að vera kosinn besti leikmaður (1984-86), besti þjálfari (1998) og besti framkvæmdastjóri (2012).

Larry Bird sem er 55 ára hætti óvænt sem þjálfari Indiana Pacers árið 2000 eftir sitt þriðja ár með liðið en Indiana fór alla leið í lokaúrslitin á síðasta ári hans.

The Star hefur heimildir fyrir því að Bird hafi fengin eina milljón dollara í laun fyrir síðasta tímabil eða um 127 milljónir íslenskra króna.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×