Körfubolti

Miami Heat á eftir Steve Nash og Ray Allen fyrir næsta tímabil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve Nash.
Steve Nash. Mynd/Nordic Photos/Getty
NBA-meistarar Miami Heat eru strax byrjaðir að undirbúa liðssöfnun fyrir næsta tímabil og eins og áður leita Pat Riley og félagar að reynsluboltum sem eru tilbúnir að fórna "smá" pening fyrir möguleikann á því að verða meistari.

Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að leikstjórnandinn Steve Nash sé einn af þeim leikmönnum sem Miami ætlar að reyna að krækja í fyrir næstu leiktíð en hann er ekki sá eini sem er á listanum.

Aðrir sem Miami vill fá eru Chris Kaman, kraftframherji New Oerlens Hornets, Grant Hill framherji Phoenix Suns, Andre Miller leikstjórnandi Denver Nuggets og Boston Celtics mennirnir Ray Allen og Jermaine O'Neal.

Steve Nash er orðinn 38 ára gamall og var að klára sitt sextánda tímabil í deildinni. Hann er enn vel liðtækur enda með 12,5 stig og 10,7 stoðsendingar að meðaltali auk þess að hitta úr 53,2 prósent skota sinna. Nash hefur aldrei komist í úrslitaeinvígið um titilinn.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×