Körfubolti

Wade þarf að fara í hnéaðgerð - missir af Ólympíuleikunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dwyane Wade.
Dwyane Wade. Mynd/AP
Dwyane Wade verður ekki með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London því hann þarf að fara í aðgerð á vinstra hné. Wade hringdi í Mike Krzyzewski, þjálfara bandaríska landsliðsins í gær, og sagði honum fréttirnar.

Wade lék meiddur í úrslitakeppninni en náði samt að skora 22,6 stig í leik í lokaúrslitunum á móti Oklahoma City Thunder og hjálpa sínum mönnum að tryggja sér NBA-meistaratitilinn.

„Ég hef ákveðið að hlusta á læknana og fara í þessa aðferð. Ráðamenn í bandaríska landsliðinu sögðu mér að gera það sem væri best fyrir mig. Þeir vilja að ég ná fullri heilsu svo að ég geti haldið áfram að spila á hæsta stigi. Þeir töluðu líka um það ég mætti vera í kringum liðið því ég væri hluti af fjölskyldunni," sagði Dwyane Wade við Associated Press.

Dwyane Wade er bjartsýnn að geta náð öllu undirbúningstímabilinu með Miami Heat en fjarvera hans þýðir að 17 leikmenn munu keppa um 12 laus sæti í bandaríska landsliðinu fyrir leikana í London. Liðið byrjar að æfa í Las Vegas í næstu viku.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×