Körfubolti

Love hótar að fara frá Úlfunum

Kevin Love.
Kevin Love.
Bandaríska körfuboltalandsliðið á ÓL er afar vel mannað. Leikmenn liðsins hafa samtals unnið sjö meistaratitla og leikið yfir 700 leiki í úrslitakeppninni. Aðeins einn leikmaður liðsins hefur ekki spilað í úrslitakeppninni.

Það er hinn magnaði leikmaður Minnesota Timberwolves, Kevin Love. Hann er líka orðinn dauðþreyttur á að tapa leikjum og vill að Úlfarnir spýti enn frekar í lófana.

"Ég hef ekki mikla þolinmæði lengur. Allir í landsliðinu spila með góðum liðum með frábæra leikmenn í kringum sig. Það er erfitt að horfa upp þetta og vera sá eini sem hefur enga reynslu í úrslitakeppninni. Ef við komumst ekki í úrslitakeppnina í vetur þá veit ég ekki hvað gerist hjá mér," sagði Love.

Úlfarnir styrkust reyndar talsvert síðasta sumar er liðið fékk hina sterku nýliða Ricky Rubio og Derrick Williams. Liðið var á fínni siglingu en botninn datt úr leik þeirra er Rubio meiddist illa.

Minnesota hefur ekki komist í úrslitakeppnina í átta ár.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×