Stjörnukonur slógu KR út úr bikarnum í fyrsta sinn Stjarnan komst í kvöld í undanúrslit VISA-bikars kvenna eftir 3-0 sigur á KR á gervigrasinu í Garðabæ. Þetta er í fyrsta sinn sem Stjarnan vinnur KR í bikarkeppni kvenna. Íslenski boltinn 7. júlí 2009 21:12
Dagný og Kristín báðar með tvennu í öruggum Valssigri á Húsavík Dagný Brynjarsdóttir og Kristín ýr Bjarnadóttir skoruðu báðar tvö mörk í 4-0 sigri Vals á Völsungi á Húsavík í átta liða úrslitum VISA-bikars kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 7. júlí 2009 19:49
Valur og Stjarnan unnu - Breiðablik missteig sig Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld og þar héldu Valur og Stjarnan áfram góðu gengi sínu en Valur vann KR 4-1 á Vodafonevellinum og Stjarnan vann Aftureldingu/Fjölni 3-0 á Stjörnuvelli. Íslenski boltinn 3. júlí 2009 21:53
Heil umferð í kvennaboltanum í kvöld Spennan heldur áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar heil umferð verður spiluð og nokkrir athyglisverðir leikir. Erkifjendurnir Valur og KR mætast á Vodafonevellinum en gengi liðanna í sumar hefur verið afar ólíkt því Íslandsmeistarar Vals eru á toppi deildarinnar en Bikarmeistarar KR um miðja deild. Íslenski boltinn 3. júlí 2009 16:30
Íris Björk: Þurfum að vera þolinmóðar Íris Björk Eysteinsdóttir, annar tveggja þjálfara KR, var svekkt í leikslok eftir 1-4 tap gegn Stjörnunni á KR-vellinum í kvöld en ítrekaði þó að KR-ingar þurfi ekki að örvænta. Íslenski boltinn 30. júní 2009 23:30
Þorkell Máni: Bara eitt lið á vellinum í síðari hálfleik Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega í skýjunum eftir öruggan 1-4 sigur gegn KR á KR-velli í kvöld og hrósaði liði sínu fyrir góða frammistöðu, sér í lagi í síðari hálfleik. Íslenski boltinn 30. júní 2009 23:00
Umfjöllun: Stjörnustúlkur léku á alls oddi Stjarnan skaust upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með frábærum 1-4 sigri gegn KR á KR-vellinum. Stjörnustúlkur voru að spila einn sinn besta leik í sumar og sýndu og sönnuðu að þær ætla sér að vera með í spennandi toppbaráttu deildarinnar í sumar. Íslenski boltinn 30. júní 2009 22:30
Þrír leikir í Pepsi-deild kvenna í kvöld Stjörnustúlkur geta skotist upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld þegar þær heimsækja KR á KR-völlinn. Stjarnan vann fyrri leik liðanna í Garðabæ en Bikarmeisturum KR hefur gengið brösuglega framan af sumri. Íslenski boltinn 30. júní 2009 15:30
Freyr: Hefði getað endað hvernig sem er Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var ágætlega sáttur með að taka eitt stig gegn Breiðabliki í kvöld. Jafnteflið þýðir að liðin eru áfram jöfn að stigum á toppi deildarinnar en markamunur Vals er það hagstæður gagnvart Breiðabliki að hann jafnast nánast á við stig. Íslenski boltinn 29. júní 2009 23:30
Wake: Frábær auglýsing fyrir kvennaboltann Gary Wake, þjálfari Breiðabliks, var stoltur af stúlkunum sínum eftir 1-1 jafnteflið gegn Íslandsmeisturum Vals í kvöld. Hann hrósaði liði sínu fyrir frábæran leik, bæði í vörn og sókn. Íslenski boltinn 29. júní 2009 23:15
Umfjöllun: Jafntefli í toppslag Blika og Vals Breiðablik og Valur skildu jöfn, 1-1, í skemmtilegum og opnum toppbaráttuleik Pepsi-deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Breiðablik á 62. mínútu en Kristín Ýr Bjarndóttir jafnaði fyrir Val um fimm mínútum síðar og þar við sat. Íslenski boltinn 29. júní 2009 23:00
Stórleikur í Pepsi-deild kvenna í kvöld Toppsæti Pepsi-deildar kvenna er í húfi í kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals heimsækja Blikastúlkur á Kópavogsvöll en leikurinn hefst kl. 18. Íslenski boltinn 29. júní 2009 16:00
Völsungur og ÍBV í pottinum á mánudag Nú er komið í ljós hvaða lið leika í 8-liða úrslitum VISA-bikars kvenna eftir leiki dagsins. Fjórir leikir fóru fram í dag þar sem Fylkir, ÍBV, Völsungur og Stjarnan komust áfram. Fótbolti 27. júní 2009 16:42
Dragan: Frábær sigur fyrir Þór/KA Dragan Stojanovic þjálfari Þórs/KA var vitanlega í skýjunum með sögulegan 2-1 sigur liðs síns gegn KR í Pepsi-deild kvenna í kvöld en þetta var í fyrsta skiptið sem norðanstúlkur vinna KR í efstu deild kvenna. Íslenski boltinn 24. júní 2009 22:00
Þór/KA vann KR á Akureyri Lokaleikur níundu umferðar Pepsi-deildar kvenna í fótbolta lauk á Akureyri í kvöld þegar heimastúlkur í Þór/KA unnu góðan 2-1 sigur gegn KR en bein textalýsing frá leiknum var á heimasíðu Þórs. Íslenski boltinn 24. júní 2009 21:15
Rakel: Við erum á réttri leið Rakel Logadóttir átti fínan leik fyrir Val í 4-2 sigrinum gegn Aftureldingu/Fjölni og skoraði fyrstu tvö mörk leiksins á Vodafonevellinum í kvöld. Íslenski boltinn 23. júní 2009 23:30
Freyr: Einfaldlega lélegasti leikur okkar í sumar Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var lítt hrifinn af leik liðs síns eftir 4-2 sigurinn gegn Aftureldingu/Fjölni í kvöld en var vitanlega ánægður með stigin þrjú. Íslenski boltinn 23. júní 2009 23:00
Umfjöllun: Þrjú stig í hús hjá Íslandsmeisturum Vals Valur vann nokkuð öruggan 4-2 sigur gegn Aftureldingu/Fjölni í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Valsstúlkur komust í 4-0 og gáfu síðan eftir og nokkuð sprækt lið Aftureldingar/Fjölnis minnkaði muninn í 4-2 á lokakaflanum. Íslenski boltinn 23. júní 2009 22:30
Pepsi-deild kvenna: Valsstúlkur lögðu Aftureldingu/Fjölni Íslandsmeistarar Vals unnu Aftureldingu/Fjölni örugglega 4-2 á Vodafonevellinum í kvöld. Staðan var 2-0 í hálfleik en Rakel Logadóttir skoraði bæði mörkin. Íslenski boltinn 23. júní 2009 20:00
Sandra: Mjög gott að taka stig að Hlíðarenda Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í 2-2 jafnteflinu gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld og hélt Stjörnustúlkum inni í leiknum og löngum köflum með frábærum vörslum. Íslenski boltinn 8. júní 2009 22:47
Rakel: Hundsvekkt að við tókum ekki þrjú stig Rakel Logadóttir átti frábæran leik fyrir Val í kvöld og skoraði seinna mark Hlíðarendaliðsins. Hún var þó ekki nógu sátt með að fá bara eitt stig út úr leiknum. Íslenski boltinn 8. júní 2009 22:43
Umfjöllun: Jafntefli í toppslag Vals og Stjörnunnar Valur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafonevellinum í kvöld. Valsstúlkur fengu miklu fleiri marktækifæri í leiknum en Stjörnustúlkur börðust grimmilega og Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar fór hreinlega á kostum í markinu. Íslenski boltinn 8. júní 2009 19:56
Katrín Ómarsdóttir með KR í kvöld Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir leikur með KR í kvöld þegar Vesturbæjarfélagið mætir ÍR á ÍR-vellinum í Pepsi-deild kvenna. Íslenski boltinn 8. júní 2009 13:06
Toppslagir í Pepsi-deild kvenna í kvöld Heil umferð fer fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þar sem toppliðin tvö, Valur og Stjarnan, mætast á Vodafonevellinum. Þá mætast liðin í þriðja og fjórða sæti, Fylkir og Breiðablik, á Kópavogsvelli. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19.15. Íslenski boltinn 8. júní 2009 11:15
Freyr: Gott að komast á toppinn Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var hæstánægður með sigur síns liðs á Fylki í toppslag Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 3. júní 2009 21:19
Umfjöllun: Valur hirti toppsætið af Fylki Valur skellti sér á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með 3-2 sigri á Fylki í Árbænum. Það mátti reyndar litlu muna að heimamenn næðu að jafna metin eftir að hafa lent 3-0 undir. Íslenski boltinn 3. júní 2009 19:59
Fylkiskonur unnu sögulegan sigur í Frostaskjóli og fóru á toppinn Fylkiskonur unnu 1-0 sigur á KR á KR-vellinum í kvöld og tryggðu sér með því toppsætið í Pepsi-deild kvenna þar sem að Stjarnan tapaði óvænt í Grindavík. Íslenski boltinn 29. maí 2009 21:19
Fylkiskonur hafa aldrei unnið KR í efstu deild - breyta þær því í kvöld? Fylkir hefur byrjað mjög vel í Pepsi-deild kvenna en liðið hefur náð í 10 stig út úr fyrstu fjórum leikjum sínum og er í 2. sæti. Fylkir heimsækir KR í Frostaskjólið í kvöld og hefur þar tækifæri til þess að vinna sögulegan sigur. Íslenski boltinn 29. maí 2009 17:45
Fylkir hélt jöfnu gegn Þór/KA Tveir leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í gær en Fylkir er enn taplaust eftir fjórar umferðir, rétt eins og Stjarnan. Íslenski boltinn 23. maí 2009 20:46
Stjarnan enn með fullt hús stiga Stjarnan er enn með fjögurra stiga forystu á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 3-0 sigur á ÍR á heimavelli sínum í kvöld. Íslenski boltinn 22. maí 2009 21:34