Íslenski boltinn

Freyr: Einfaldlega lélegasti leikur okkar í sumar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson. Mynd/Valli

Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var lítt hrifinn af leik liðs síns eftir 4-2 sigurinn gegn Aftureldingu/Fjölni í kvöld en var vitanlega ánægður með stigin þrjú.

„Þetta var einfaldlega lélegasti leikurinn hjá okkur í sumar. Við tókum vissulega stigin þrjú en leikurinn var ekki góður af okkar hálfu. Við náðum ekki að fá neinn takt í sóknarleikinn okkar og eftir fjórða markið var bara eins og það hefði verið ýtt á stopp. Við hættum bara og það er Íslandsmeisturum ekki sæmandi finnst mér og kallar bara á vandræði í þessarri deild. Við þurfum að klára alla leiki af krafti og ég er svekktur með að við gerðum það ekki en hrikalega ánægður með stigin þrjú," segir Freyr.

Freyr sá engu að síður fulla ástæðu til þess að hrósa Aftureldingu/Fjölni fyrir góða mótspyrnu.

„Þær eru með þrusu gott lið og ég sagði það fyrir mót að þær ættu eftir að láta til sín taka í sumar. Þær reyna að spila góðan fótbolta og eru klárlega það lið, ásamt Breiðabliki, sem hefur komið á Vodafonevöllinn og spilað hve bestan fótbolta í sumar. Ég veit því að það á eftir að ganga vel hjá þeim í sumar," segir Freyr að lokum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×