Umfjöllun: Þrjú stig í hús hjá Íslandsmeisturum Vals Ómar Þorgeirsson skrifar 23. júní 2009 22:30 Valsstúlkurnar Dagný Brynjarsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Rakel Logadóttir á góðri stundu. Mynd/Stefán Valur vann nokkuð öruggan 4-2 sigur gegn Aftureldingu/Fjölni í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Valsstúlkur komust í 4-0 og gáfu síðan eftir og nokkuð sprækt lið Aftureldingar/Fjölnis minnkaði muninn í 4-2 á lokakaflanum. Íslandsmeistarar Vals sýndu mátt sinn í fyrri hálfleik á Vodafonevellinum í kvöld og sóknarþunginn var mikill, strax frá fyrstu mínútu. Framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir fékk kjörið færi til þess að koma Valsstúlkum yfir þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en skot hennar af stuttu færi fór hátt yfir markið. Það kom ekki af sök því í næstu sókn komst Valur yfir með marki frá Rakel Logadóttur eftir góðan undirbúning Dóru Maríu Lárusdóttur. Helsta ógnin hjá gestunum í fyrri hálfleik kom úr föstum leikatriðum en eftir klafs í teignum á 24. mínútu vildu leikmenn Aftureldingar/Fjölnis fá vítaspyrnu. Ingi Freyr Arnarsson dómari leiksins var hins vegar vel staðsettur og dæmdi ekki neitt. Kristin Ýr fékk aftur dauðafæri fyrir Val á 37. mínútu en náði ekki að færa sér það í nyt. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks náði Rakel svo að bæta við öðru marki Vals og sínu öðru marki í leiknum en Anna Garðarsdóttir átti skömmu áður sláarskot fyrir Valsstúlkur. Staðan í hálfleik var því 2-0 fyrir Val en gestirnir gátu prísað sig sælar með að munurinn væri ekki meiri. Valsstúlkur fengu draumabyrjun á seinni hálfleik þegar landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir skoraði með hnitmiðuðu skoti frá vítateigslínu eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Leikurinn datt örlítið niður eftir þriðja mark Valsstúlkna en á 65. mínútu tók Dóra María sig til og stakk sér lipurlega í gegnum vörn Aftureldingar/Fjölnis og skoraði fjórða markið. Glæsilegt einstaklingsframtak hjá Dóru Maríu sem átti mjög góðan leik í kvöld. Leikmenn Aftureldingar/Fjölnis náðu að byggja upp góða sókn á 67. mínútu og Sigríður Þóra Birgisdóttir kom boltanum í netið framhjá Maríu Björgu Ágústsdóttur í marki Vals. Staðan því orðin 4-1 en skömmu áður var Kristjana Ýr Þráinsdóttir nálægt því að opna markareikninginn fyrir Aftureldingu/Fjölni. Dóra María var nálægt því að bæta við fimmta markinu fyrir Val á 74. mínútu en Sonný Lára Þráinsdóttir sá við henni í marki Aftureldingar/Fjölnis. Dóra María átti svo glæsilega stungusendingu á varamanninn Andreu Ýr Gústavsdóttur á 81. mínútu en skot hennar fór í hliðarnetið á marki Aftureldingar/Fjölnis. Sóknaraðgerðir Vals á þessum tímapunkti í leiknum voru annars fremur bitlausar og algjörlega úr karakter hjá liðinu að gefa svona eftir. Gestirnir voru hins vegar ekki hættir og Sigríður Þóra var aftur á ferðinni í uppbótartíma og minnkaði muninn í 4-2 og þar við sat. Sigur Valsstúlkna var í raun aldrei í hættu eftir þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks en eftir að liðið komst í 4-0 þá tóku þær fótinn svo að segja af bensíngjöfinni. Gestirnir gengu á lagið og sýndu og sönnuðu að það þýðir ekkert að slaka á í eitt augnablik í Pepsi-deildinni. Úrslit kvöldsins og markaskorarar (Heimild: Fótbolti.net)ÍR 2-2 Fylkir 1-0 Bryndís ('3, víti) 2-0 Joana Rita Nunes Paváo ('64) 2-1 Anna Björg Björnsdóttir ('76) 2-2 Anna Björg Björnsdóttir ('84)GRV 0-7 Breiðablik 0-1 Fanndís Friðriksdóttir ('16) 0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('27) 0-3 Hekla Pálmadóttir ('24) 0-4 Anna Birna Þorvarðardóttir ('33) 0-5 Fanndís Friðriksdóttir (37) 0-6 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('44) 0-7 Ásta Einarsdóttir ('46)Valur 4-2 Afturelding/Fjölnir 1-0 Rakel Logadóttir ('17) 2-0 Rakel Logadóttir ('44) 3-0 Katrín Jónsdóttir ('47) 4-0 Dóra María Lárusdóttir ('65) 4-1 Sigríður Þóra Birgisdóttir ('67) 4-2 Sigríður Þóra Birgisdóttir ('92)Stjarnan 5 - 1 Keflavík 1-0 Björk Gunnarsdóttir (´2) 2-0 Björk Gunnarsdóttir (´41) 3-0 Björk Gunnarsdóttir (´66) 4-0 Karen Sturludóttir (´69) 5-0 Karen Sturludóttir (´84) 5-1 Agnes Helgadóttir (´90) Valur og Breiðablik eru efst og jöfn með 22 stig eftir níu leiki en Stjarnan fylgir fast á eftir með 20 stig í þriðja sætinu einnig eftir níu leiki. Níunda umferðin klárast með leik Þór/KA og KR á morgun. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Valur vann nokkuð öruggan 4-2 sigur gegn Aftureldingu/Fjölni í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Valsstúlkur komust í 4-0 og gáfu síðan eftir og nokkuð sprækt lið Aftureldingar/Fjölnis minnkaði muninn í 4-2 á lokakaflanum. Íslandsmeistarar Vals sýndu mátt sinn í fyrri hálfleik á Vodafonevellinum í kvöld og sóknarþunginn var mikill, strax frá fyrstu mínútu. Framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir fékk kjörið færi til þess að koma Valsstúlkum yfir þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en skot hennar af stuttu færi fór hátt yfir markið. Það kom ekki af sök því í næstu sókn komst Valur yfir með marki frá Rakel Logadóttur eftir góðan undirbúning Dóru Maríu Lárusdóttur. Helsta ógnin hjá gestunum í fyrri hálfleik kom úr föstum leikatriðum en eftir klafs í teignum á 24. mínútu vildu leikmenn Aftureldingar/Fjölnis fá vítaspyrnu. Ingi Freyr Arnarsson dómari leiksins var hins vegar vel staðsettur og dæmdi ekki neitt. Kristin Ýr fékk aftur dauðafæri fyrir Val á 37. mínútu en náði ekki að færa sér það í nyt. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks náði Rakel svo að bæta við öðru marki Vals og sínu öðru marki í leiknum en Anna Garðarsdóttir átti skömmu áður sláarskot fyrir Valsstúlkur. Staðan í hálfleik var því 2-0 fyrir Val en gestirnir gátu prísað sig sælar með að munurinn væri ekki meiri. Valsstúlkur fengu draumabyrjun á seinni hálfleik þegar landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir skoraði með hnitmiðuðu skoti frá vítateigslínu eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Leikurinn datt örlítið niður eftir þriðja mark Valsstúlkna en á 65. mínútu tók Dóra María sig til og stakk sér lipurlega í gegnum vörn Aftureldingar/Fjölnis og skoraði fjórða markið. Glæsilegt einstaklingsframtak hjá Dóru Maríu sem átti mjög góðan leik í kvöld. Leikmenn Aftureldingar/Fjölnis náðu að byggja upp góða sókn á 67. mínútu og Sigríður Þóra Birgisdóttir kom boltanum í netið framhjá Maríu Björgu Ágústsdóttur í marki Vals. Staðan því orðin 4-1 en skömmu áður var Kristjana Ýr Þráinsdóttir nálægt því að opna markareikninginn fyrir Aftureldingu/Fjölni. Dóra María var nálægt því að bæta við fimmta markinu fyrir Val á 74. mínútu en Sonný Lára Þráinsdóttir sá við henni í marki Aftureldingar/Fjölnis. Dóra María átti svo glæsilega stungusendingu á varamanninn Andreu Ýr Gústavsdóttur á 81. mínútu en skot hennar fór í hliðarnetið á marki Aftureldingar/Fjölnis. Sóknaraðgerðir Vals á þessum tímapunkti í leiknum voru annars fremur bitlausar og algjörlega úr karakter hjá liðinu að gefa svona eftir. Gestirnir voru hins vegar ekki hættir og Sigríður Þóra var aftur á ferðinni í uppbótartíma og minnkaði muninn í 4-2 og þar við sat. Sigur Valsstúlkna var í raun aldrei í hættu eftir þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks en eftir að liðið komst í 4-0 þá tóku þær fótinn svo að segja af bensíngjöfinni. Gestirnir gengu á lagið og sýndu og sönnuðu að það þýðir ekkert að slaka á í eitt augnablik í Pepsi-deildinni. Úrslit kvöldsins og markaskorarar (Heimild: Fótbolti.net)ÍR 2-2 Fylkir 1-0 Bryndís ('3, víti) 2-0 Joana Rita Nunes Paváo ('64) 2-1 Anna Björg Björnsdóttir ('76) 2-2 Anna Björg Björnsdóttir ('84)GRV 0-7 Breiðablik 0-1 Fanndís Friðriksdóttir ('16) 0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('27) 0-3 Hekla Pálmadóttir ('24) 0-4 Anna Birna Þorvarðardóttir ('33) 0-5 Fanndís Friðriksdóttir (37) 0-6 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('44) 0-7 Ásta Einarsdóttir ('46)Valur 4-2 Afturelding/Fjölnir 1-0 Rakel Logadóttir ('17) 2-0 Rakel Logadóttir ('44) 3-0 Katrín Jónsdóttir ('47) 4-0 Dóra María Lárusdóttir ('65) 4-1 Sigríður Þóra Birgisdóttir ('67) 4-2 Sigríður Þóra Birgisdóttir ('92)Stjarnan 5 - 1 Keflavík 1-0 Björk Gunnarsdóttir (´2) 2-0 Björk Gunnarsdóttir (´41) 3-0 Björk Gunnarsdóttir (´66) 4-0 Karen Sturludóttir (´69) 5-0 Karen Sturludóttir (´84) 5-1 Agnes Helgadóttir (´90) Valur og Breiðablik eru efst og jöfn með 22 stig eftir níu leiki en Stjarnan fylgir fast á eftir með 20 stig í þriðja sætinu einnig eftir níu leiki. Níunda umferðin klárast með leik Þór/KA og KR á morgun.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira