Umfjöllun: Jafntefli í toppslag Vals og Stjörnunnar Ómar Þorgeirsson skrifar 8. júní 2009 19:56 Kristín Ýr Bjarnadóttir í baráttu við leikmenn Stjörnunnar í kvöld. Mynd/Stefán Valur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafonevellinum í kvöld. Valsstúlkur fengu miklu fleiri marktækifæri í leiknum en Stjörnustúlkur börðust grimmilega og Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar fór hreinlega á kostum í markinu. Stjarnan komst yfir á 34. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins, en undirbúningur marksins var einkar glæsilegur. Stjörnustúlkan Björk Gunnarsdóttir lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og gaf svo á Soffíu Arnþrúði Gunnarsdóttur sem skoraði með skoti frá vítateignum sem hafði viðkomu í varnarmanni Vals. Staðan var 0-1 fyrir Stjörnuna á hálfleik. Valur byrjaði hins vegar með látum í seinni hálfleik og strax á 50. mínútu jafnaði Kristín Ýr Bjarnadóttir leikinn fyrir Val. Stuttu síðar tóku Valsstúlkur svo forystu í leiknum þegar Rakel Logadóttir skoraði með föstu skoti eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Mikil harka færðist í leikinn á lokakaflanum og fljúgandi tæklingar út um allan völl, enda toppsætið í húfi. Valsstúlkur fengu sem fyrr beittari færi en það voru Stjörnustúlkur sem skoruðu. Aðdragandi marksins var umdeildur en Sigurhjörtur Snorrason dómari leiksins dæmdi þá vítaspyrnu að því er virtist fyrir bakhrindingu á Aniku Laufeyju Baldursdóttur í vítateig Vals en mikil þvaga myndaðist í teignum og erfitt var að sjá hvað gerðist. Leikmenn Vals vildu hins vegar fá hendi dæmda á Aniku Laufeyju en hún handlék boltann greinilega eftir að meint brot hafði átt sér stað. Upphaflega dóminum var þó ekki haggað og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir brá sér á vítapunktinn en María Björg varði skot hennar. Ásgerður Stefanía hirti hins vegar frákastið og skoraði þá af miklu öryggi. Mark Ásgerðar Stefaníu reyndist lokamark leiksins og Stjörnustúlkur eðlilega sáttar í leikslok, með að hafa fengið stigið, en Valsstúlkur voru sárar og svekktar. Liðin eru nú efst og jöfn á toppi deildarinnar með sextán stig, ásamt Breiðabliki, en Valur er með besta markahlutfallið af liðunum þremur. Valur - Stjarnan 2-2 0-1 Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (34.) 1-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (50.) 2-1 Rakel Logadóttir (57.) 2-2 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (86.) Vodafonevöllurinn. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Sigurhjörtur Snorrason Skot (á mark):15-9 (6-4)Varin skot: Sandra 4 - María Björg 2Horn: 8-5Aukaspyrnur fengnar: 17-14Rangstöður: 8-0 Valur (4-4-2): María Björg Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Rakel Logadóttir Katrín Jónsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir (90., Andrea Ýr Gústavsdóttir) Kristín Ýr Bjarnadóttir (74., Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Stjarnan (4-5-1): Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (45., Helga Franklínsdóttir) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ÁSgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (82., Anika Laufey Baldursdóttir) Edda María Birgisdóttir Björk Gunnarsdóttir (73., Karen Sturludóttir) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Valur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafonevellinum í kvöld. Valsstúlkur fengu miklu fleiri marktækifæri í leiknum en Stjörnustúlkur börðust grimmilega og Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar fór hreinlega á kostum í markinu. Stjarnan komst yfir á 34. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins, en undirbúningur marksins var einkar glæsilegur. Stjörnustúlkan Björk Gunnarsdóttir lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og gaf svo á Soffíu Arnþrúði Gunnarsdóttur sem skoraði með skoti frá vítateignum sem hafði viðkomu í varnarmanni Vals. Staðan var 0-1 fyrir Stjörnuna á hálfleik. Valur byrjaði hins vegar með látum í seinni hálfleik og strax á 50. mínútu jafnaði Kristín Ýr Bjarnadóttir leikinn fyrir Val. Stuttu síðar tóku Valsstúlkur svo forystu í leiknum þegar Rakel Logadóttir skoraði með föstu skoti eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Mikil harka færðist í leikinn á lokakaflanum og fljúgandi tæklingar út um allan völl, enda toppsætið í húfi. Valsstúlkur fengu sem fyrr beittari færi en það voru Stjörnustúlkur sem skoruðu. Aðdragandi marksins var umdeildur en Sigurhjörtur Snorrason dómari leiksins dæmdi þá vítaspyrnu að því er virtist fyrir bakhrindingu á Aniku Laufeyju Baldursdóttur í vítateig Vals en mikil þvaga myndaðist í teignum og erfitt var að sjá hvað gerðist. Leikmenn Vals vildu hins vegar fá hendi dæmda á Aniku Laufeyju en hún handlék boltann greinilega eftir að meint brot hafði átt sér stað. Upphaflega dóminum var þó ekki haggað og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir brá sér á vítapunktinn en María Björg varði skot hennar. Ásgerður Stefanía hirti hins vegar frákastið og skoraði þá af miklu öryggi. Mark Ásgerðar Stefaníu reyndist lokamark leiksins og Stjörnustúlkur eðlilega sáttar í leikslok, með að hafa fengið stigið, en Valsstúlkur voru sárar og svekktar. Liðin eru nú efst og jöfn á toppi deildarinnar með sextán stig, ásamt Breiðabliki, en Valur er með besta markahlutfallið af liðunum þremur. Valur - Stjarnan 2-2 0-1 Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (34.) 1-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (50.) 2-1 Rakel Logadóttir (57.) 2-2 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (86.) Vodafonevöllurinn. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Sigurhjörtur Snorrason Skot (á mark):15-9 (6-4)Varin skot: Sandra 4 - María Björg 2Horn: 8-5Aukaspyrnur fengnar: 17-14Rangstöður: 8-0 Valur (4-4-2): María Björg Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Rakel Logadóttir Katrín Jónsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir (90., Andrea Ýr Gústavsdóttir) Kristín Ýr Bjarnadóttir (74., Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Stjarnan (4-5-1): Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (45., Helga Franklínsdóttir) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ÁSgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (82., Anika Laufey Baldursdóttir) Edda María Birgisdóttir Björk Gunnarsdóttir (73., Karen Sturludóttir)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira