Íslenski boltinn

Toppslagir í Pepsi-deild kvenna í kvöld

Ómar Þorgeirsson skrifar
Valur og Stjarnan mætast í kvöld.
Valur og Stjarnan mætast í kvöld.

Heil umferð fer fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þar sem toppliðin tvö, Valur og Stjarnan, mætast á Vodafonevellinum. Þá mætast liðin í þriðja og fjórða sæti, Fylkir og Breiðablik, á Kópavogsvelli. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19.15.

Mikil spenna ríkir fyrir leik Vals og Stjörnunnar á Vodafonevellinum í kvöld en hvort lið fyrir sig hefur aðeins tapað einum leik af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni. Valur tapaði fyrir Breiðablik en Stjarnan tapaði nokkuð óvænt fyrir nýliðum GRV.

Valur vann leik liðanna á Vodafonevellinum síðasta sumar 8-0 en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Stjörnustelpur hafa rækilega stimplað sig inn í deildina í sumar, til að mynda með sigrum gegn bæði Breiðablik og KR.

Leikir kvöldsins:

Valur-Stjarnan á vodafonevellinum

Breiðablik-Fylkir á Kópavogsvelli

ÍR-KR á ÍR-velli

Þór/KA-Keflavík á Akureyrarvelli

GRV-Afturelding/Fjölnir á Grindarvíkurvelli

 

 

 

 

 

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×