Danmörk

Fréttamynd

Danir framlengja samkomubann fram yfir páska

Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana.

Erlent
Fréttamynd

Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur

Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Danir kynna enn harðari aðgerðir

Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Sögulegt ávarp Danadrottningar

Afar óvenjulegt er að danskur þjóðhöfðingi ávarpi þjóðina á krísutímum. Mette Frederiksen forsætisráðherra sagði að hún myndi ekki eftir slíku á sinni ævi.

Erlent
Fréttamynd

Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví

Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Víða um heim hefur ferðatakmörkunum og samkomubönnum verið komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku

Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður.

Erlent
Fréttamynd

Danir loka landinu

Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Erlent