Færeyjar og Bandaríkin treysta vinasamstarfið Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2020 14:26 Fulltrúar Bandaríkjanna og Færeyja innsigla samstarfsyfirlýsinguna í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn. Michael J. Murphy, fremst til vinstri, og Jenis av Rana, til hægri, olnboga vináttubönd þjóðanna að lokinni undirritun. Sendiherrann Carla Sands klappar fyrir aftan til vinstri. Føroya landsstýri Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu, þá fyrstu þeirra á milli í sögunni, sem mótar ramma að auknu tvíhliða samstarfi landanna. Skjalið undirrituðu Jenis av Rana, utanríkis- og menningarmálaráðherra Færeyja, og Michael J. Murphy, staðgengill aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, við athöfn í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum á fimmtudag. Meðal viðstaddra var Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku. Hún hafði áður komið á fundi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með forystumönnum Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn í júli síðastliðið sumar. Sá fundur lagði grunninn að undirrituninni núna, sem og nýlegum samningum Bandaríkjanna og Grænlands. Athygli vekur að þessar undirritanir eru án beinnar aðildar stjórnvalda í Kaupmannahöfn, en formlega fer ríkisstjórn Danmerkur með utanríkismál Færeyja og Grænlands. Frá fundi Færeyinga og Bandaríkjamanna í Norðurlandahúsinu. Danski fáninn var ekki á borðinu, þótt Færeyjar séu hluti danska konungsríkisins.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Íslendingar hafa einnig orðið áþreifanlega varir við aukinn áhuga Bandaríkjamanna á smáþjóðum Norður-Atlantshafsins, sem raungerist brátt með milljarða hernaðarframkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Þá viðraði bandarískur aðmíráll á fundi með íslenskum fréttamönnum í Reykjavík fyrir hálfum mánuði hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og nýja flotastoð á Austfjörðum. „Færeyjar hafa lengi leitast við að þróa sterkari og markvissari samskipti við Bandaríkin. Þessi samstarfsyfirlýsing er því mikið skref fram á við. Það gefur okkur grundvöll til að vinna sameiginlega með Bandaríkjunum að virkara samstarfi á fjölmörgum sviðum, þar á meðal í viðskiptum, rannsóknum og menntun,“ sagði færeyski ráðherrann Jenis av Rana, í tilefni af undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar. Vel fór á með fulltrúum Bandaríkjastjórnar og landsstjórnar Færeyja.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku „Færeyjar eru hernaðarlega staðsettar þar sem Norður-Atlantshaf mætir norðurslóðum, á svæði þar sem alþjóðlegur áhugi heldur áfram að vaxa. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja náin og öflug samskipti við alla nágranna okkar í Norður-Atlantshafi og norðurslóðum. Þetta þýðir einnig að sterkt samstarf við Bandaríkin skiptir sköpum fyrir Færeyjar. Við deilum sameiginlegum lýðræðislegum gildum með Bandaríkjunum, byggð á réttarríki, málfrelsi og mannréttindum, og Bandaríkin eru lykilvörn öryggis á okkar svæði,“ sagði Jenis av Rana. Bandaríska sendinefndin notaði tækifærið í Færeyjaheimsókninni til að kynna sér færeyskt þjóðlíf. Nýtt hafrannsóknaskip Færeyinga var skoðað og fyrirtækið Bakkafrost heimsótt, en það er langstærsta fyrirtæki eyjanna og talið það áttunda stærsta á sviði fiskeldis í heiminum. Carla Sands sendiherra heimsótti fjölskyldu í Þórshöfn. Á æskuárum í Pennsylvaníu passaði hún húsmóðurina, sem síðar giftist Færeyingi.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Þá heimsótti sendiherrann Carla Sands færeyska fjölskyldu. Þar var hún að endurnýja kynni sín af húsmóðurinni á heimilinu, sem hún kynntist í æsku í Pennsylvaníu. „Þar passaði ég litla stelpu sem giftist Færeyingi og býr núna með yndislegri fjölskyldu sinni í Þórshöfn. Svo yndislegt að ná því,“ tísti Carla Sands, en hún hefur einnig lagt sig fram um persónuleg kynni í samskiptum við Grænlendinga. Þannig bauð hún Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í heimsókn til sín í sendiherrabústaðinn í Kaupmannahöfn. Bandaríkjamenn hafa ekki farið leynt með markmið sitt að styrkja áhrifamátt sinn á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum með því að treysta vinasamstarf við Færeyinga og Grænlendinga. Í grein fyrr á árinu skýrði Carla Sands aukinn áhuga Bandaríkjastjórnar á þessum heimshluta: Færeyjar Grænland Norðurslóðir NATO Varnarmál Bandaríkin Danmörk Tengdar fréttir Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14 Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. 3. nóvember 2020 19:21 Utanríkisráðherra segir Íslendinga ráða umfangi hernaðarstarfsemi í landinu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ekki hægt að taka afstöðu til hugmynda Roberts Burke aðmíráls um framtíðarskipan varnarmála Bandaríkjamanna á Íslandi þar sem þær hafi aldrei verið lagðar fyrir íslensk stjórnvöld. Hins vegar séu hernaðarumsvif að aukast í norður Evrópu almennt. 4. nóvember 2020 19:37 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Sjá meira
Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu, þá fyrstu þeirra á milli í sögunni, sem mótar ramma að auknu tvíhliða samstarfi landanna. Skjalið undirrituðu Jenis av Rana, utanríkis- og menningarmálaráðherra Færeyja, og Michael J. Murphy, staðgengill aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, við athöfn í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum á fimmtudag. Meðal viðstaddra var Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku. Hún hafði áður komið á fundi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með forystumönnum Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn í júli síðastliðið sumar. Sá fundur lagði grunninn að undirrituninni núna, sem og nýlegum samningum Bandaríkjanna og Grænlands. Athygli vekur að þessar undirritanir eru án beinnar aðildar stjórnvalda í Kaupmannahöfn, en formlega fer ríkisstjórn Danmerkur með utanríkismál Færeyja og Grænlands. Frá fundi Færeyinga og Bandaríkjamanna í Norðurlandahúsinu. Danski fáninn var ekki á borðinu, þótt Færeyjar séu hluti danska konungsríkisins.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Íslendingar hafa einnig orðið áþreifanlega varir við aukinn áhuga Bandaríkjamanna á smáþjóðum Norður-Atlantshafsins, sem raungerist brátt með milljarða hernaðarframkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Þá viðraði bandarískur aðmíráll á fundi með íslenskum fréttamönnum í Reykjavík fyrir hálfum mánuði hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og nýja flotastoð á Austfjörðum. „Færeyjar hafa lengi leitast við að þróa sterkari og markvissari samskipti við Bandaríkin. Þessi samstarfsyfirlýsing er því mikið skref fram á við. Það gefur okkur grundvöll til að vinna sameiginlega með Bandaríkjunum að virkara samstarfi á fjölmörgum sviðum, þar á meðal í viðskiptum, rannsóknum og menntun,“ sagði færeyski ráðherrann Jenis av Rana, í tilefni af undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar. Vel fór á með fulltrúum Bandaríkjastjórnar og landsstjórnar Færeyja.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku „Færeyjar eru hernaðarlega staðsettar þar sem Norður-Atlantshaf mætir norðurslóðum, á svæði þar sem alþjóðlegur áhugi heldur áfram að vaxa. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja náin og öflug samskipti við alla nágranna okkar í Norður-Atlantshafi og norðurslóðum. Þetta þýðir einnig að sterkt samstarf við Bandaríkin skiptir sköpum fyrir Færeyjar. Við deilum sameiginlegum lýðræðislegum gildum með Bandaríkjunum, byggð á réttarríki, málfrelsi og mannréttindum, og Bandaríkin eru lykilvörn öryggis á okkar svæði,“ sagði Jenis av Rana. Bandaríska sendinefndin notaði tækifærið í Færeyjaheimsókninni til að kynna sér færeyskt þjóðlíf. Nýtt hafrannsóknaskip Færeyinga var skoðað og fyrirtækið Bakkafrost heimsótt, en það er langstærsta fyrirtæki eyjanna og talið það áttunda stærsta á sviði fiskeldis í heiminum. Carla Sands sendiherra heimsótti fjölskyldu í Þórshöfn. Á æskuárum í Pennsylvaníu passaði hún húsmóðurina, sem síðar giftist Færeyingi.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Þá heimsótti sendiherrann Carla Sands færeyska fjölskyldu. Þar var hún að endurnýja kynni sín af húsmóðurinni á heimilinu, sem hún kynntist í æsku í Pennsylvaníu. „Þar passaði ég litla stelpu sem giftist Færeyingi og býr núna með yndislegri fjölskyldu sinni í Þórshöfn. Svo yndislegt að ná því,“ tísti Carla Sands, en hún hefur einnig lagt sig fram um persónuleg kynni í samskiptum við Grænlendinga. Þannig bauð hún Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í heimsókn til sín í sendiherrabústaðinn í Kaupmannahöfn. Bandaríkjamenn hafa ekki farið leynt með markmið sitt að styrkja áhrifamátt sinn á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum með því að treysta vinasamstarf við Færeyinga og Grænlendinga. Í grein fyrr á árinu skýrði Carla Sands aukinn áhuga Bandaríkjastjórnar á þessum heimshluta:
Færeyjar Grænland Norðurslóðir NATO Varnarmál Bandaríkin Danmörk Tengdar fréttir Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14 Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. 3. nóvember 2020 19:21 Utanríkisráðherra segir Íslendinga ráða umfangi hernaðarstarfsemi í landinu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ekki hægt að taka afstöðu til hugmynda Roberts Burke aðmíráls um framtíðarskipan varnarmála Bandaríkjamanna á Íslandi þar sem þær hafi aldrei verið lagðar fyrir íslensk stjórnvöld. Hins vegar séu hernaðarumsvif að aukast í norður Evrópu almennt. 4. nóvember 2020 19:37 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Sjá meira
Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14
Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06
Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. 3. nóvember 2020 19:21
Utanríkisráðherra segir Íslendinga ráða umfangi hernaðarstarfsemi í landinu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ekki hægt að taka afstöðu til hugmynda Roberts Burke aðmíráls um framtíðarskipan varnarmála Bandaríkjamanna á Íslandi þar sem þær hafi aldrei verið lagðar fyrir íslensk stjórnvöld. Hins vegar séu hernaðarumsvif að aukast í norður Evrópu almennt. 4. nóvember 2020 19:37