NATO

Fréttamynd

Skorar vestrið á hólm í 21. aldar ein­vígi

Valdimír Pútín, forseti Rússlands, skoraði í morgun Vesturlönd á hólm í Úkraínu. Pútín sagði að Vesturlönd ættu að koma öllum sínum bestu loftvarnarkerfum fyrir í Kænugarði og reyna að stöðva eldflaugaárás Rússa á borgina. Hann sagði vestræn loftvarnarkerfi ekki eiga séns á að stöðva nýlega eldflaug Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Segir Rússa undir­búa lang­varandi á­tök við NATO

Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð.

Erlent
Fréttamynd

Ó­gilda kosningar og endur­taka allt ferlið

Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það.

Erlent
Fréttamynd

Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum

Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump.

Erlent
Fréttamynd

Auka al­þjóða­sam­vinnu í ljósi vaxandi spennu

Aukin áhersla hefur verið lögð á þátttöku Íslands í alþjóðasamvinnu vegna mikilla breytinga og aukinnar spennu í sviði alþjóðasamskipta á undanförnum árum. Þátttaka Íslands í starfi Atlantshafsbandalagsins hefur verið aukin og hefur sérstök áhersla verið lögð á öryggi og varnir á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum, svo eitthvað sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Segir skemmdar­verk Rússa í Evrópu geta leitt til á­taka

Skemmdarverk útsendara Rússa í Evrópu gæti að endingu leitt til virkjunar fimmtu greinar stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins um sameiginlegar varnir aðildarríkja. Þetta sagði yfirmaður einnar leyniþjónustu Þýskalands á ráðstefnu í gær en Rússar hafa á undanförnum mánuðum og jafnvel árum verið sakaðir um skemmdarverk, banatilræði og annarskonar árásir í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur tilkynnt að Norðmenn ætli sér að auka fjárhagslegan stuðning við Úkraínumenn á næsta ári, eftir að hafa ákveðið að draga töluvert úr honum. Í heildina stendur til að veita Úkraínumönnum að minnsta kosti þrjátíu milljarða norskra króna á næsta ári, eftir viðræður við stjórnarandstöðuna.

Erlent
Fréttamynd

Úkraínuforseti hvetur Vestur­lönd til ein­beittari stuðnings

Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum

Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið.

Erlent
Fréttamynd

Lentu í dular­fullum síma­truflunum í Bratislava fyrir fimm árum

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Íslands­deild­ar NATO-þings­ins, segir sig og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, hafa lent í undarlegum símatruflunum þegar þau voru á fundi NATO-þingsins í Bratislava í Slóvakíu.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump

Þjóðarleiðtogar heimsins og aðrir leiðtogar eru byrjaðir að kasta kveðjum á Donald Trump og hrósa honum fyrir væntanlegan sigur hans í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal eru Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.

Erlent
Fréttamynd

Á annan milljarð í þjálfun, búnað og her­gögn fyrir Úkraínu

Einn og hálfur milljarður króna í aukinn stuðning við Úkraínu í fjáraukalögum á að mæta kostnaði við auknar skuldbindingar Íslands sem samið var um á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar. Stuðningurinn fer áfram í þjálfun, kaup á búnaði og hergögnum og framlögum í sjóði sem styðja varnir Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni fundar með for­seta Úkraínu í dag

Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu fundar með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á Þingvöllum síðdegis áður en hann á síðan sameiginlegan fund með forsætisráðherrum Norðurlandanna. Ályktun um að öryggis- og varnarmál verði formlega tekin upp í Helsinkisáttmála Norðurlandaráðs verður afgreidd á þingi þess í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast þess að Rússar sendi her­menn Kim heim

Utanríkisráðherra Suður-Kóreu kallaði sendiherra Rússlands þar í landi á teppið í morgun. Kim Hong Kyun krafðist þess við Georgy Zinoviev að hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir frá Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Vopnakaup eru land­ráð

Vopnakaup Alþingis og þátttaka í stríði úti í heimi stangast á við Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, Varnarmálalög nr. 34/2008 og Almenn hegningarlög nr. 19/1940 og brýtur beinlínis gegn þeim. Ísland er nú orðið beinn þátttakandi í stríði og þar með hernaðarskotmark. Með þessum ráðstöfunum sínum hafa íslenskir ráðamenn framið landráð.

Skoðun
Fréttamynd

Kim sagður ætla að senda tólf þúsund menn til Rúss­lands

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur ákveðið að senda fjögur stórfylki, eða um tólf þúsund hermenn, til aðstoðar Rússa við innrás þeirra í Úkraínu. Kim sendi hóp sérveitarmanna tli Rússlands í ágúst þar sem þeir fengu fölsk skilríki og hljóta þjálfun, áður en þeir verða sendir til Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta heim­sókn Rutte til Úkraínu

Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Rutte tekur við af Stol­ten­berg

Hinn norski Jens Stoltenberg mun láta af embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, NATO, í dag eftir tíu ár í embætti. Mark Rutte, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, tekur við stöðunni.

Erlent
Fréttamynd

Styðjum mann­réttindi - Lærum af sögunni

Árás Ísraels á Gaza hefur afhjúpað stjórnvöld Vesturlanda. Ljóst er að stuðningur þeirra við þjóðarmorðið á Gaza og á Vesturbakkanum á rætur sínar í fortíð nýlenduríkjanna, ríkjanna sem fóru um heiminn rænandi og ruplandi - og kúguðu þjóðir Afríku, Asíu og Suður Ameríku. Ísrael er afsprengi nýlenduveldanna, stofnað í krafti hugsjóna þeirra og hagsmuna.

Skoðun
Fréttamynd

Norður­lönd dýpka sam­vinnu í varnar­málum

Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norður­löndum

Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.

Innlent