Erlent

Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu

Samúel Karl Ólason skrifar
Marco Rubio og Donald Trump, utanríkisráðherra og forseti Bandaríkjanna. Rubio ætlar að lýsa því yfir við utanríkisráðherra annarra NATO ríkja að Bandaríkjamenn séu ósáttir við að Evrópa stefni á að draga úr kaupum sínum á hergögnum frá Bandaríkjunum.
Marco Rubio og Donald Trump, utanríkisráðherra og forseti Bandaríkjanna. Rubio ætlar að lýsa því yfir við utanríkisráðherra annarra NATO ríkja að Bandaríkjamenn séu ósáttir við að Evrópa stefni á að draga úr kaupum sínum á hergögnum frá Bandaríkjunum. AP

Bandarískir embættismenn og erindrekar hafa kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin.

Meðal markmiða þessara uppbyggingar er að gerbreyta öryggiskerfi Evrópu og reiða mun minna á Bandaríkin en áður hefur verið gert. Þetta er í kjölfar þess að Trump og embættismenn hans hafa sagt að Evrópa verði að bera meiri ábyrgð á eigin öryggi og í kjölfar þess að Trump-liðar hafa fært Bandaríkin mun nær Rússlandi og jafnvel talað máli Rússa.

Sjá einnig: Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun

Það að Trump stöðvaði flæði hergagna til Úkraínu um tíma og hætti að deila mikilvægum upplýsingum með Úkraínumönnum vakti einnig miklar áhyggjur ráðamanna í Evrópu um að Bandaríkjamenn gætu seinna meir gert það sama við þá.

Trump hefur einnig lýst því yfir að hann muni ekki endilega koma öðrum NATO-ríkjum til varnar, verði ráðist á þau. Hann hefur ítrekað verið harðorður í garð Evrópu um að ríki heimsálfunnar hafi leikið Bandaríkin grátt í gegnum árin.

Sjá einnig: Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa

Á undanförnum fimm árum hafa kaup Evrópu á hergögnum frá Bandaríkjunum aukist til muna. Heilt yfir hefur innflutningur Evrópu á hergögnum rúmlega tvöfaldast, sé hann borinn saman við fimm ár þar áður. Nærri því tveir þriðju þessara hergagna komu frá Bandaríkjunum.

Hergagnaiðnaður Evrópu mjög háður íhlutum sem framleiddir eru í Bandaríkjunum. Sum hergagnaframleiðsla í Bandaríkjunum er einnig háð íhlutum frá ríkjum í Evrópu en í mun minna mæli.

Nú hafa leiðtogar Evrópusambandsins sett reglur um að til að fá lán hjá sambandinu fyrir hergagnakaupum, verða 65 prósent þeirra hergagna að vera framleidd innan landamæra þess.

Ætlar að tala við aðra ráðherra

Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Evrópu og í Bandaríkjunum að Marco Rubio, utanríkisráðherra Trumps, hafi á fundi með utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna á dögunum lýst því yfir að Bandaríkjamenn myndu líta það neikvæðum augum að vera útilokaðir frá hergagnakaupum Evrópuríkja.

Aðrir erindrekar eru sagðir hafa komið svipuðum skilaboðum á framfæri víðar um Evrópu. Það er að Bandaríkjamenn séu ekki sáttir við að Evrópa ætli að draga úr hergagnakaupum sínum frá Bandaríkjunum.

Rubio ætlar að ræða þetta í heimsókn sinni til Brussel í vikunni, þar sem utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagins munu koma saman.

Sjá einnig: Húðskammaði ráða­menn í Evrópu

Reuters hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að Trump taki því fagnandi að ríki Evrópu ætli að auka útgjöld til varnarmála og taka meiri ábyrgð á eigin öryggi en varaði við því að útiloka bandarísk fyrirtæki frá uppbyggingunni.

Hann sagði að samvinna á sviðið hergagnaframleiðslu yfir Atlantshafið styrkti NATO.

Ríkisstjórn Trumps er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna og samhliða því afsala sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins. Það þykir til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamenn að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins.


Tengdar fréttir

Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau.

Danir kveðja konur í herinn

Danir munu byrja að kveðja konur í herinn næsta sumar. Konur sem verða átján ára eftir 1. júlí í sumar gætu því þurft að hefja ellefu mánaða herskyldu á næsta ári. Mun það eiga við konur sem verða átján ára eftir 1. júlí í sumar.

Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gas­leiðslurnar

Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu.

Mesta endur­nýjun vopna­búrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu

Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að hún ætlaði að taka þrjú hundruð milljarða sænskra að láni til þess að endurnýja vopnabúnað Svíþjóðar. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu frá tímum kalda stríðsins, að sögn Ulfs Kristersson, forsætisráðherra.

Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert samkomulag við ráðamenn í Rússlandi og Úkraínu um vopnahlé á Svartahafi. Einnig á samkomulagið að fela í sér að árásum á orkuinnviði í Úkraínu og í Rússlandi verði hætt og í staðinn ætla Bandaríkjamenn að hjálpa Rússum við að auka útflutning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×