Rússland

Fréttamynd

Skiptast á 300 föngum

Rússland og Úkraína skiptust nýlega á 300 föngum. Þessu greindi varnarmálaráðuneyti Rússlands frá í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin stóðu fyrir milligöngu samningsins á milli ríkjanna en Rússland lét af hendi 150 úkraínska fanga í skiptum fyrir frelsi jafn margra rússneskra fanga.

Erlent
Fréttamynd

Biðst af­sökunar á „hörmu­legu at­viki“

Vladímír Pútín hefur beðið Ilham Aliyev, forseta Azerbaísjan, afsökunar á „hörmulegu atviki“ sem varðar brotlendingu aserskrar farþegaflugvélar í Kasakstan. Pútín hefur þó ekki viðurkennt sekt Rússa í málinu.

Erlent
Fréttamynd

Rússar vara við því að hrapað sé að á­lyktunum áður en rann­sókn lýkur

Rússnesk yfirvöld vara við því að dregnar séu ályktanir um asersku farþegaflugvélina sem hrapaði í Kasakstan á jóladag. Í frétt BBC segir að einhverjir flugsérfræðingar hafi lagt til að flugvélin hafi verið skotin niður af rússneskum loftvörnum og í aserskum miðlum hefur verið sagt að rússneskt flugskeyti hafi skotið hana niður.

Erlent
Fréttamynd

Rússar fagna vel heppnaðri á­rás á orku­inn­viði Úkraínu

Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega.

Erlent
Fréttamynd

Skorar vestrið á hólm í 21. aldar ein­vígi

Valdimír Pútín, forseti Rússlands, skoraði í morgun Vesturlönd á hólm í Úkraínu. Pútín sagði að Vesturlönd ættu að koma öllum sínum bestu loftvarnarkerfum fyrir í Kænugarði og reyna að stöðva eldflaugaárás Rússa á borgina. Hann sagði vestræn loftvarnarkerfi ekki eiga séns á að stöðva nýlega eldflaug Rússa.

Erlent
Fréttamynd

„Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk

Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka.

Erlent
Fréttamynd

Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov

Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum.

Erlent
Fréttamynd

Út­sendarar SBU sagðir hafa ráðið her­foringjann af dögum

Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna.

Erlent
Fréttamynd

Upp­ljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden

Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) mun í dag játa fyrir dómi að hafa logið um Joe og Hunter Biden. Ásakanir lygna uppljóstrarans Alexanders Smirnov voru einn af burðarstólpum rannsóknar Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Bidens.

Erlent
Fréttamynd

Eru Rússar að hörfa frá Sýr­landi?

Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad.

Erlent
Fréttamynd

Segir Rússa undir­búa lang­varandi á­tök við NATO

Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð.

Erlent
Fréttamynd

Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flug­vélum DHL

Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu.

Erlent
Fréttamynd

Hand­tóku vopnaðan mála­liða­hóp í Rú­meníu

Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar.

Erlent
Fréttamynd

Sýr­lenska þjóðin á kross­götum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani?

Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um.

Erlent
Fréttamynd

Lík­legasta kanslara­efnið heim­sótti Kænugarð

Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, og líklegur eftirmaður Olafs Scholz sem kanslari Þýskalands, kom til Kænugarðs til þess að fullvissa úkraínska ráðamenn um áframhaldandi stuðning í morgun. Úkraínustríðið er efst á baugi í kosningabaráttunni í Þýskalandi.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lendingur hand­tekinn í Rúss­landi

Íslenskur ríkisborgari var handtekinn á leiðinni frá Rússlandi til Japans og í kjölfarið vísað úr landi. Hann er sagður hafa verið handtekinn fyrir að ferðast ólöglega með bát yfir landamæri Rússlands til Japans. 

Erlent
Fréttamynd

Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum

Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump.

Erlent