Erlent

Vissu að minkatilskipunin var ólögleg

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. EPA-EFE/Philip Davali

Að minnsta kosti viku áður en danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen tilkynnti um að allir minkar í landinu yrðu drepnir, vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru sem greindist i dýrunum, höfðu embættismenn komist að því að slík fyrirskipun væri ólögleg. 

Danska ríkisútvarpið greindi frá þessu. Styr stendur nú um Mogens Jensen landbúnaðarráðherra vegna málsins og óljóst er hvort hann muni halda áfram störfum.

„Í tvígang hefur ráðgerrann gengist við því að vita að ekki hafi mátt fyrirskipa dráp á öllum minkum. Nú segist hann ekki hafa þekkt þessar reglur. Það leikur enginn vafi á því að hann segir nú ósatt. Við höfum misst á honum alla trú og hann ætti, auðvitað, að segja af sér,“ sagði René Christensen, leiðtogi Danska þjóðarflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×