Fótbolti

Ráku stjóra Ragnars með sím­tali eftir tólf ár í starfi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ståle í leiknum gegn Manchester United í sumar.
Ståle í leiknum gegn Manchester United í sumar. vísir/getty

FCK rak í síðasta mánuði þjálfarann Ståle Solbakken úr starfi en Norðmaðurinn hafi samanlagt verið þjálfari liðsins í tólf ár.

Ståle tók fyrst við FCK og stýrði liðinu til ársins 2011 er hann fór á flokk. Hann snéri svo aftur árið 2014 og stýrði liðinu allt þangað til í síðasta mánuði.

Þá fékk Norðmaðurinn nefnilega uppsagnarbréf og hann var ekki kallaður á fund heldur fékk hann hringingu frá stjórnarformanni FCK, Bo Rygaard, sem rak hann.

Ekstra Bladet greinir frá þessu í dag og hefur þetta eftir heimildum sínum en Ståle var á þessum tíma í Noregi að heimsækja fjölskyldu sína.

Hvorki Ståle né Bo Rygaard hafa viljað tjáð sig um sögusagnirnar en Ståle hefur enn ekki tjáð sig um brottreksturinn.

FCK réð í hans Stan Jess Thorup en Ragnar Sigurðsson er á mála hjá FCK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×