Fótbolti

Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var svart ský yfir Carlo Ancelotti í gær þegar ljóst væri að Real Madrid væri að detta út á móti Arsenal í Meistaradeildinni.
Það var svart ský yfir Carlo Ancelotti í gær þegar ljóst væri að Real Madrid væri að detta út á móti Arsenal í Meistaradeildinni. Getty/Alberto Gardin

Carlo Ancelotti horfði upp á sína menn í Real Madrid detta út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi og nú lítur út fyrir að ítalski þjálfarinn á Santiago Bernabéu klári ekki þetta tímabili.

Sky Sports segir frá í dag að búist sé við því að Ancelotti stýri Real Madrid liðinu í síðasta sinn í bikarúrslitaleiknum á móti Barcelona 26. apríl en hætti svo með liðið.

Real Madrid ætti þá fimm deildarleiki eftir auk þess að liðið tekur þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða í sumar.

Real Madrid er úr leik í Meistaradeildinni en getur enn unnið deildina og spænska bikarinn. Þar keppir liðið við Barcelona á báðum vígstöðvum.

Ancelotti gæti síðan tekið við brasilíska landsliðinu í kjölfarið en hann hefur lengi verið orðaður við þá landsliðsþjálfarastöðu.

Það mátti líka heyra á Ancelotti eftir tapið á móti Arsenal í gær að hann ætti alveg eins von á því að klára ekki samning sinn sem er út næsta tímabil.

Það verður að teljast mjög sérstakt að Ancelotti klári ekki bara tímabilið en það gæti tengist því að hann ætlar sér að stýra brasilíska landsliðinu í næsta glugga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×