Íslenski boltinn

Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingurinn Bergþóra Sól Ásmundsdóttir lá þá eftir á vellinum en fékk dæmda á sig aukaspyrnu.
Víkingurinn Bergþóra Sól Ásmundsdóttir lá þá eftir á vellinum en fékk dæmda á sig aukaspyrnu. S2 Sport

Bestu mörkin fjölluðu um fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í gærkvöldi og þar á meðal var skoðað atvik úr leik Víkings og Þór/KA.

Víkingurinn Bergþóra Sól Ásmundsdóttir lá þá eftir á vellinum en fékk dæmda á sig aukaspyrnu.

Þór/KA vann leikinn 4-1 en staðan var 2-0 fyrir Þór/KA þegar atvikið varð inn í vítateig norðan kvenna.

Klippa: Bestu Mörkin: Vafaatriði í teig og Víkingsumræða

„Ég ætlaði að fá þig Þóra til að dæma þetta. Hér er dæmt á Víkinga,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna og sýndi atvikið þegar Bergþóra Sól fer upp í skallabolta en Jessica Berlin, markvörður Þór/KA, kemur aðvífandi.

„Mér finnst það skrýtið,“ sagði Þóra og fannst í fyrstu þetta gæti ekki verið aukaspyrna á Víkingsstelpuna. „Er það? Ég hefði haldið að þú hefði sagt annað,“ sagði Helena og var þá að meina að Þóra tæki upp hanskann fyrir markvörðinn enda markvörður sjálf.

„Mér finnst markvörðurinn bara vera að horfa á boltann,“ sagði Helena.

„Já og hún er ekkert komin með neitt tak á boltanum,“ sagði Þóra en hinn sérfræðingur þáttarins, Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sá þetta aðeins öðruvísi.

„Skallar hún ekki í hendurnar á henni. Mér sýnist hún vera að snerta boltann og hún skalli þá í hendurnar á henni,“ sagði Bára.

Það má sjá þetta atvik og umræðuna hér fyrir ofan. Þær ræða þær líka þessa slöku byrjun Víkingskvenna.

Helena Óladsdóttir, Þóra Björg Helgadóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir ræða atvikið í Bestu mörkunum.S2 Sport



Fleiri fréttir

Sjá meira


×