Fótbolti

Heims­meistarinn fyrr­verandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðli­lega

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gianluca Zambrotta og Francesco Totti fagna á HM 2006. Sá fyrrnefndi þarf að fara undir hnífinn sem fyrst.
Gianluca Zambrotta og Francesco Totti fagna á HM 2006. Sá fyrrnefndi þarf að fara undir hnífinn sem fyrst. EPA/RAINER JENSEN

Gianluca Zambrotta spilaði með stórliðum á borð við AC Milan, Barcelona og Juventu sá ferli sínum. Hann vann fjölda titla og stóð uppi sem heimsmeistari með Ítalíu árið 2006. Nú stefnir í að þessi 48 ára gamli fyrrverandi knattspyrnumaður þurfti gervihné til þess að geta gengið eðlilega.

Zambrotta var á sínum tíma talinn með bestu bakvörðum heims og spilaði meðal annars 98 A-landsleiki. Á annars glæstum ferli lenti hann ekki í neinum grafalvarlegum meiðslum en í dag er staðan önnur. Hann tjáði sig opinberlega um málið í hlaðvarpi á dögunum. Daily Mail greindi frá.

Hér má sjá hvernig fætur Zambrotta eru í dag.Andrea Diodato/Getty Images

Þannig er mál með vexti að Zambrotta er það hjólbeinóttur að læknarnir sem hann hefur talað við skilja í raun ekki hvernig hann getur gengið. Í hlaðvarpinu segir leikmaðurinn fyrrverandi að hann hafi þrívegis farið í aðgerð á hné og nú vanti allt trefjabrjósk í bæði hné hans. Það leiði til þess að fætur hans hafi orðið hjólbeinóttir.

„Ég er orðinn að tilraunadýri. Læknarnir horfa á mig og spyrja hvernig ég get gengið. Eftir nokkur ár þarf ég að nota gervilimi.“

Zambrotta viðurkennir að ástand hans hafi versnað þar sem hann hafi ekki brugðist nægilega fljótt við.

„Ég hefði ef til vill átt að byrja að vinna í þessu fyrr. Ég mun bráðlega fara í aðgerð á báðum hnjám. Læknarnir sem ég hef talað við skilja ekki hvernig ég get tekið þátt í hlutum eins og padel.“

Zambrotta er á leið undir hnífinn þar sem reynt verður að rétta fætur hans. Þó það gangi vel þá þarf hann samt sem áður að fá gervihné á næstu árum.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×