Atvinnulíf

Elskar kaffi að ítölskum sið og línu­lega dag­skrá

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kraftur stuðningsfélags, elskar línulega dagskrá RÚV sem hún segir frábæra leið til að sökkva sér í eitthvað sem hún hefði annars ekki horft á. Það sé eitthvað hlýlegt við að leyfa dagskránni að stjórna manni. 
Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kraftur stuðningsfélags, elskar línulega dagskrá RÚV sem hún segir frábæra leið til að sökkva sér í eitthvað sem hún hefði annars ekki horft á. Það sé eitthvað hlýlegt við að leyfa dagskránni að stjórna manni.  Vísir/Anton Brink

Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri stuðningsfélagsins Krafts, kemst ekki í gang fyrr en hún er búin með fyrsta kaffibollann á morgnana. Og fer þá líka alla leið; fær sér kaffi að ítölskum sið með flóaðri mjólk. Sólveig viðurkennir að elska línulega dagskrá á RÚV.

Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni.

Hvenær vaknar þú á morgnana?

„Ég vakna klukkan sjö og reyni helst að vera komin fram úr aðeins á undan börnunum.“

Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana?

Kaffi. Ég kemst hreinlega ekki í gang fyrr en eftir fyrsta kaffibolla. Að ítölskum sið er fyrsti bollinn með flóaðri mjólk. 

Svo þegar líður á morguninn fer ég í sterkari útgáfu, en bara til klukkan tvö til þess að trufla ekki svefninn.“

Hallærislegasta sjónvarpsefni sem þú hefur fylgst með?

„Kannski ekki hallærislegt en mögulega smá old school. Línuleg dagskrá á RÚV – ég elska hana. Það eru þessir random fræðsluþættir, bresku sakamálaþættirnir og bara sú tilfinning að vera ekki að velja heldur leyfa dagskránni að stýra manni. Þetta er bæði hlýlegt og oft bara frábær leið til að læra eitthvað sem ég hefði annars ekki sökkt mér í.“

Sólveig nýtir morgnana í nákvæmnisvinnu og þegar dagskráin er þétt reynir hún að raða fundum saman til að halda fókus. Sólveigu finnst mjög skemmtilegt í vinnunni en hefur undanfarið reynt að auka á jafnvægi með því að aðskilja betur vinnu og einkalíf.Vísir/Anton Brink

Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?

„Ég er nýtekin við sem framkvæmdastjóri Krafts og er að ná utan um öll þau flottu verkefni sem þar eru í gangi. Kraftur sinnir ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum – veitir jafningjastuðning, fræðslu, fjárhagsaðstoð og allskyns styrk á erfiðum tímum. Ég var sjálf félagi áður en ég hóf störf og þekki því málefnið af eigin raun. Nú er ég að kynnast öflugu fólki sem hefur haldið félaginu gangandi með hjarta og eldmóði – það er mjög hvetjandi.

Kraftur hefur vaxið og dafnað mikið síðastliðin ár og hefur sannað hversu mikilvægt er að styðja við bæði greinda og aðstandendur. Tilvist Krafts sem og annarra stuðningsfélaga sýnir það góða í samfélaginu okkar. Velvildin og stuðningurinn með því að styrkja og taka þátt gefur okkur öllum kraft. Þriðji geirinn er vettvangur sem fólk getur nýtt til þess að gefa af sér, sama í hvaða formi það er. Stuðningur og samstaða skipta máli í góðu samfélagi. Við lifum ekki í tómarúmi.

Annars er ég líka spennt fyrir því að fá smá páskafrí eftir annasamar vikur. Ég ætla að njóta með fjölskyldunni, elda góðan mat og vonandi ná smá garðvinnu ef veður leyfir.“

Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu?

„Ég vinn best á morgnana og reyni að nýta þann tíma í nákvæmnisvinnu. Þegar dagskráin er þétt með fundum og samskiptum, reyni ég að raða fundum saman til að halda fókus. 

Mér finnst mjög skemmtilegt í vinnunni og það er stór hluti af minni sjálfsmynd. 

Undanfarið hef ég þó líka lagt meira upp úr jafnvægi og trúi því að það skili sér í aukinni verðmætasköpun. 

Að nýta vinnutímann vel og að reyna að aðskilja vinnu og einkalíf stuðlar að sjálfbærni vinnustaðarins.“

Hvenær ferðu að sofa á kvöldin?

„Þessa dagana fer ég snemma að sofa. Helst fyrir tíu. Það er mikið að gerast í hausnum – nýjar hugmyndir, verkefni og ábyrgð – og svefninn verður bara dýrmætari með árunum.“


Tengdar fréttir

Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri

Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri indó, viðurkennir að hann getur uppátækjasamur grallari þegar hann á lausa stund. Ekki síst í vinnunni þar sem honum finnst greinilega gaman að stríða samstarfsfólki sínu.

Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind

Guðrún Auður Böðvarsdóttir, markaðsstjóri S.Helgason steinsmiðju og framkvæmdastjóri SÓL restaurant, finnst hún flottust þegar hún vaknar klukkan fimm og nær að gera fullt af hlutum áður en hún vekur krakkana í skólann. Oftar en ekki endar hún þó á að snúsa og fer í sín morgunverk eftir að krakkarnir eru vöknuð.

„Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir lagið Blindsker alltaf koma sér í ákveðinn gír. Enda búinn að syngja með laginu frá því að hann var unglingur. Bogi átti mjög svo stuttan feril sem hljómsveitargaur og viðurkennir að hann væri alveg til í að vera betri söngvari.

„Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“

Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur jarðvarma hjá Landsvirkjun og stjórnarkona í UAK, á það til að gleyma sér í prjónaskap, bakstri, föndri eða öðru á kvöldin og þá helst korter í tólf. Alma er B-týpa í húð og hár: Finnst skóli og vinna byrja alltof snemma.

Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna

Kjartan Andrésson, framkvæmdastjóri Hvalsnes og kaupumeignir.is, viðurkennir að hann væri alveg til í að kúra aðeins lengur í rúminu á morgnana. Og sömuleiðis væri hann líklegur til að fara seinna að sofa á kvöldin ef ekki væri fyrir kærustuna sem er grjóthörð í því að vekja hann snemma og reka hann fyrr upp í rúm á kvöldin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×