„Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. mars 2025 10:02 Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur í jarðvarma hjá Landsvirkjun og stjórnarkona í UAK, keypti sér dagljósarlampa til að ná betur að vakna á morgnana. Hún segir lampann eiga stóran hluta í meistaragráðunni en almennt snúsar hún einu sinni til tvisvar og reiknar út hversu lengi hún getur legið í rúminu. Vísir/Hulda Margrét Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur jarðvarma hjá Landsvirkjun og stjórnarkona í UAK, á það til að gleyma sér í prjónaskap, bakstri, föndri eða öðru á kvöldin og þá helst korter í tólf. Alma er B-týpa í húð og hár: Finnst skóli og vinna byrja alltof snemma. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Frá því ég var lítil hefur mér alltaf þótt skólinn, og nú vinnan, byrja alltof snemma .. foreldrar mínir geta staðfest það! Þau eiga hrós skilið fyrir að vekja mig jafn oft og þau gerðu á yngri árunum. Svo stærsta áskorun hvers dags er klárlega að vakna og byrja daginn - allt eftir það er dans á rósum. Ég vakna yfirleitt um svona sjö til níu leytið, eftir því hvernig dagurinn lítur út.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mig dreymir um að verða einn daginn týpan sem vaknar fyrir allar aldir en ég hef játað mig sigraða og er farin að njóta þess að kúra aðeins lengur á morgnana. Ég snooza því vekjaraklukkuna einu sinni .. eða tvisvar .. reikna svo hvað ég þarf langan tíma til að græja mig fyrir daginn til að mæta á réttum tíma og fer ekki á fætur mínútu fyrr. Fullkomin leið til að byrja daginn á rólegu nótunum, eða þannig, en það skiptir mig miklu máli að eiga rólega kvöldstund fyrir svefninn þess í stað. Ég keypti mér reyndar geggjaðan dagljósalampa þegar ég byrjaði í verkfræðináminu. Hann á klárlega stóran hlut í meistaragráðunni - öðruvísi hefði ég eflaust alltaf misst af fyrsta fyrirlestri dagsins. Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu á einni nóttu en sú von er aðeins farin að dvína, þó ég noti hann enn vongóð alla daga.“ Ef þú værir hetja í teiknimynd, hver værir þú þá? „Fyrsta sem mér dettur í hug er Gló magnaða (e. Kim possible), kann enn textann við intro-ið sem Birgitta Haukdal söng. Gló er svo venjuleg að mörgu leyti en ætlar samt að bjarga heiminum. Algjör stelpuhetja sem er vinur vina sinna og hikar ekki við að takast á við áskoranir og hjálpa fólkinu í kringum sig.“ Alma notar Planner Teams til að halda utan um verkefnin sín og Calender og Notes í símanum sínum. Alma fær oft bestu hugmyndirnar sínar þegar hún er komin í ró á kvöldin. En þá á hún það til að gleyma sér alveg í einhverju skemmtilegu, þótt klukkan sé rétt að verða miðnætti.Vísir/Hulda Margrét Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er í mörgum spennandi þróunarverkefnum fyrir jarðvarmavinnslu okkar hjá Landsvirkjun. Mjög skemmtilegt að taka þátt í vegferð fyrirtækisins sem er leiðandi í loftslags- og umhverfismálum. Samhliða vinnu gegni ég stjórnarsetu í félagi Ungra athafnakvenna. UAK stendur fyrir árlegri ráðstefnu sinni í dag sem ber heitið Innri áttavitinn - Leiðin liggur til allra átta. Þemað í ár undirstrikar mikilvægi þess að þora að treysta okkur sjálfum og hafa sjálfstraustið til að fara okkar eigin leiðir. Við hvetjum gesti til að staldra við, hlusta á innsæið og skoða þau gildi sem móta stefnu þeirra í lífinu.“ Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið var að skrá mig í félagið og stækka tengslanetið til allra átta. Mér þykir mjög vænt um UAK og allr þær mögnuðu konur sem ég hef kynnst í gegnum félagið. Konur eru konum bestar eru svo sannarlega orð að sönnu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég nota mest Planner í Teams til að halda utan um verkefnin mín. En í daglega lífinu er ég mikill aðdáandi Calendar og Notes í símanum, og skrifa bókstaflega allt þangað inn til að fá góða yfirsýn yfir það sem er framundan og to do listana.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Heiðarlegt svar? Mjög misjafnt, en yfirleitt of seint. Ég elska kósýkvöldin mín heima og vil helst ekki sofna fyrir miðnætti. Eftir vinnu finnst mér frábært að njóta heima á Kársnesinu - hvort sem það er göngutúr meðfram sjónum, æfing í GoMove eða sund í Kópavogslaug sem er í miklu uppáhaldi. Kársnesið minnir mig alltaf smá á Akureyri, heimabæinn minn. Svo á ég það til að gleyma mér í prjónaskap, bakstri, föndurverkefni eða öðru skemmtilegu á kvöldin og þá helst korter í miðnætti. Bestu hugmyndirnar fæðast einfaldlega þegar ég er komin í góða ró eftir daginn. En þegar fer að líða á kvöldið læðist alltaf smá samviskubit að mér og minnir mig á að það væri nú skynsamlegt að skríða undir sæng og fara að sofa enda góður nætursvefn lykillinn að góðri heilsu.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Kjartan Andrésson, framkvæmdastjóri Hvalsnes og kaupumeignir.is, viðurkennir að hann væri alveg til í að kúra aðeins lengur í rúminu á morgnana. Og sömuleiðis væri hann líklegur til að fara seinna að sofa á kvöldin ef ekki væri fyrir kærustuna sem er grjóthörð í því að vekja hann snemma og reka hann fyrr upp í rúm á kvöldin. 15. mars 2025 10:04 Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Alma Ýr Ingólfsdóttir, sem er menntaður lögfræðingur og starfar sem formaður ÖBÍ réttindasamtakanna, finnst gaman að hlæja og hlær mikið. Síðasta hláturskast sé þó ekki hægt að opinbera, það gæti einfaldlega vegið að mannorði hennar. 8. mars 2025 10:02 Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri Overcast, vaknar oft á undan vekjaraklukkunni og finnst þá gott að byrja daginn á því að grípa í bók. Enda sjúkur í að lesa og á oft erfitt með að stoppa sig í lestrinum á kvöldin. 1. mars 2025 10:02 Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Með svefnstyggan eiginmann læðist Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, fram úr tvisvar í viku fyrir ræktina en gæðastundin sem hún sá fyrir sér að yrði síðan með dótturinni í bílnum alla morgna, hefur hún lært að snúist meira um aukasvefn fyrir menntaskólanemann. 22. febrúar 2025 10:02 Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup og körfuboltadómari, segir stundum erfitt að ná sér niður í svefninn eftir að hafa verið að dæma leiki. Um þessar mundir sé hann líka að sofna óvenju seint sem hann segir skýrast af unglingastælum í sér. 15. febrúar 2025 10:01 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Viðskipti innlent Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Viðskipti innlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Neytendur Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Frá því ég var lítil hefur mér alltaf þótt skólinn, og nú vinnan, byrja alltof snemma .. foreldrar mínir geta staðfest það! Þau eiga hrós skilið fyrir að vekja mig jafn oft og þau gerðu á yngri árunum. Svo stærsta áskorun hvers dags er klárlega að vakna og byrja daginn - allt eftir það er dans á rósum. Ég vakna yfirleitt um svona sjö til níu leytið, eftir því hvernig dagurinn lítur út.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mig dreymir um að verða einn daginn týpan sem vaknar fyrir allar aldir en ég hef játað mig sigraða og er farin að njóta þess að kúra aðeins lengur á morgnana. Ég snooza því vekjaraklukkuna einu sinni .. eða tvisvar .. reikna svo hvað ég þarf langan tíma til að græja mig fyrir daginn til að mæta á réttum tíma og fer ekki á fætur mínútu fyrr. Fullkomin leið til að byrja daginn á rólegu nótunum, eða þannig, en það skiptir mig miklu máli að eiga rólega kvöldstund fyrir svefninn þess í stað. Ég keypti mér reyndar geggjaðan dagljósalampa þegar ég byrjaði í verkfræðináminu. Hann á klárlega stóran hlut í meistaragráðunni - öðruvísi hefði ég eflaust alltaf misst af fyrsta fyrirlestri dagsins. Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu á einni nóttu en sú von er aðeins farin að dvína, þó ég noti hann enn vongóð alla daga.“ Ef þú værir hetja í teiknimynd, hver værir þú þá? „Fyrsta sem mér dettur í hug er Gló magnaða (e. Kim possible), kann enn textann við intro-ið sem Birgitta Haukdal söng. Gló er svo venjuleg að mörgu leyti en ætlar samt að bjarga heiminum. Algjör stelpuhetja sem er vinur vina sinna og hikar ekki við að takast á við áskoranir og hjálpa fólkinu í kringum sig.“ Alma notar Planner Teams til að halda utan um verkefnin sín og Calender og Notes í símanum sínum. Alma fær oft bestu hugmyndirnar sínar þegar hún er komin í ró á kvöldin. En þá á hún það til að gleyma sér alveg í einhverju skemmtilegu, þótt klukkan sé rétt að verða miðnætti.Vísir/Hulda Margrét Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er í mörgum spennandi þróunarverkefnum fyrir jarðvarmavinnslu okkar hjá Landsvirkjun. Mjög skemmtilegt að taka þátt í vegferð fyrirtækisins sem er leiðandi í loftslags- og umhverfismálum. Samhliða vinnu gegni ég stjórnarsetu í félagi Ungra athafnakvenna. UAK stendur fyrir árlegri ráðstefnu sinni í dag sem ber heitið Innri áttavitinn - Leiðin liggur til allra átta. Þemað í ár undirstrikar mikilvægi þess að þora að treysta okkur sjálfum og hafa sjálfstraustið til að fara okkar eigin leiðir. Við hvetjum gesti til að staldra við, hlusta á innsæið og skoða þau gildi sem móta stefnu þeirra í lífinu.“ Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið var að skrá mig í félagið og stækka tengslanetið til allra átta. Mér þykir mjög vænt um UAK og allr þær mögnuðu konur sem ég hef kynnst í gegnum félagið. Konur eru konum bestar eru svo sannarlega orð að sönnu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég nota mest Planner í Teams til að halda utan um verkefnin mín. En í daglega lífinu er ég mikill aðdáandi Calendar og Notes í símanum, og skrifa bókstaflega allt þangað inn til að fá góða yfirsýn yfir það sem er framundan og to do listana.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Heiðarlegt svar? Mjög misjafnt, en yfirleitt of seint. Ég elska kósýkvöldin mín heima og vil helst ekki sofna fyrir miðnætti. Eftir vinnu finnst mér frábært að njóta heima á Kársnesinu - hvort sem það er göngutúr meðfram sjónum, æfing í GoMove eða sund í Kópavogslaug sem er í miklu uppáhaldi. Kársnesið minnir mig alltaf smá á Akureyri, heimabæinn minn. Svo á ég það til að gleyma mér í prjónaskap, bakstri, föndurverkefni eða öðru skemmtilegu á kvöldin og þá helst korter í miðnætti. Bestu hugmyndirnar fæðast einfaldlega þegar ég er komin í góða ró eftir daginn. En þegar fer að líða á kvöldið læðist alltaf smá samviskubit að mér og minnir mig á að það væri nú skynsamlegt að skríða undir sæng og fara að sofa enda góður nætursvefn lykillinn að góðri heilsu.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Kjartan Andrésson, framkvæmdastjóri Hvalsnes og kaupumeignir.is, viðurkennir að hann væri alveg til í að kúra aðeins lengur í rúminu á morgnana. Og sömuleiðis væri hann líklegur til að fara seinna að sofa á kvöldin ef ekki væri fyrir kærustuna sem er grjóthörð í því að vekja hann snemma og reka hann fyrr upp í rúm á kvöldin. 15. mars 2025 10:04 Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Alma Ýr Ingólfsdóttir, sem er menntaður lögfræðingur og starfar sem formaður ÖBÍ réttindasamtakanna, finnst gaman að hlæja og hlær mikið. Síðasta hláturskast sé þó ekki hægt að opinbera, það gæti einfaldlega vegið að mannorði hennar. 8. mars 2025 10:02 Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri Overcast, vaknar oft á undan vekjaraklukkunni og finnst þá gott að byrja daginn á því að grípa í bók. Enda sjúkur í að lesa og á oft erfitt með að stoppa sig í lestrinum á kvöldin. 1. mars 2025 10:02 Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Með svefnstyggan eiginmann læðist Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, fram úr tvisvar í viku fyrir ræktina en gæðastundin sem hún sá fyrir sér að yrði síðan með dótturinni í bílnum alla morgna, hefur hún lært að snúist meira um aukasvefn fyrir menntaskólanemann. 22. febrúar 2025 10:02 Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup og körfuboltadómari, segir stundum erfitt að ná sér niður í svefninn eftir að hafa verið að dæma leiki. Um þessar mundir sé hann líka að sofna óvenju seint sem hann segir skýrast af unglingastælum í sér. 15. febrúar 2025 10:01 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Viðskipti innlent Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Viðskipti innlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Neytendur Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Sjá meira
Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Kjartan Andrésson, framkvæmdastjóri Hvalsnes og kaupumeignir.is, viðurkennir að hann væri alveg til í að kúra aðeins lengur í rúminu á morgnana. Og sömuleiðis væri hann líklegur til að fara seinna að sofa á kvöldin ef ekki væri fyrir kærustuna sem er grjóthörð í því að vekja hann snemma og reka hann fyrr upp í rúm á kvöldin. 15. mars 2025 10:04
Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Alma Ýr Ingólfsdóttir, sem er menntaður lögfræðingur og starfar sem formaður ÖBÍ réttindasamtakanna, finnst gaman að hlæja og hlær mikið. Síðasta hláturskast sé þó ekki hægt að opinbera, það gæti einfaldlega vegið að mannorði hennar. 8. mars 2025 10:02
Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri Overcast, vaknar oft á undan vekjaraklukkunni og finnst þá gott að byrja daginn á því að grípa í bók. Enda sjúkur í að lesa og á oft erfitt með að stoppa sig í lestrinum á kvöldin. 1. mars 2025 10:02
Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Með svefnstyggan eiginmann læðist Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, fram úr tvisvar í viku fyrir ræktina en gæðastundin sem hún sá fyrir sér að yrði síðan með dótturinni í bílnum alla morgna, hefur hún lært að snúist meira um aukasvefn fyrir menntaskólanemann. 22. febrúar 2025 10:02
Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup og körfuboltadómari, segir stundum erfitt að ná sér niður í svefninn eftir að hafa verið að dæma leiki. Um þessar mundir sé hann líka að sofna óvenju seint sem hann segir skýrast af unglingastælum í sér. 15. febrúar 2025 10:01