Landsvirkjun

Fréttamynd

Styðja sér­lög um Hvammsvirkjun

Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert sam­ráð – ekkert traust

Samtök stórfyrirtækja, fara daglega í fjölmiðla með sína svarthvítu mynd um að samfélagið fari á neyðarstig, fái fjárfestar ekki fullt svigrúm til auðlindanýtingar án endurgjalds og helst með ríkisstyrkjum. Þeim er ekki trúað. Og þótt samtök náttúruverndar bendi á móti á hættur og staðreyndir er þeim ekki heldur trúað. 

Skoðun
Fréttamynd

Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur

Þann 15. janúar síðastliðinn komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að leyfi sem gefið hafði verið út fyrir Hvammsvirkjun væri ólöglegt. Í dómnum var vísað í 18 gr. laga um stjórn vatnamála (36/2011), sem ýmsir hafa síðan tjáð sig um og sagt vera mistök. Mér virðist þessi grein reyndar vera nokkuð skynsamleg og líka mikilvæg.

Skoðun
Fréttamynd

Undrast sinnu­leysi for­vera sinna og vill laga­breytingar

Ekki er unnt að reisa vatnsaflsvirkjanir og óvissa ríkir um viðamiklar innviðaframkvæmdir. Þetta er mat Umhverfisstofnunar eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt. Stjórnvöld voru á fimm ára tímabili upplýst í þrígang í minnisblöðum að eyða þyrfti óvissunni. Umhverfisráðherra undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er mjög slæmt fyrir sam­fé­lagið í heild sinni“

Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag að héraðsdómur hafi ógilt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ef niðurstaðan standi beri stjórnvöld mikla ábyrgð og verði að breyta lögum. Á sama tíma sé verið að einfalda regluverk í Evrópu til að koma grænni orkuöflun af stað.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra segir dóm um Hvammsvirkjun á­hyggju­efni

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir starfsfólk ráðuneytisins rýna dóm héraðsdóms frá því fyrr í dag þar sem starfsleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Dómurinn sé um 109 blaðsíður og hann geti því ekki verið með miklar yfirlýsingar fyrr en hann er búinn að lesa betur yfir hann. Hann segir líklegt að málinu verði áfrýjað.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að bregðast hratt við vanda í orku­málum

Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir brýnt að ný ríkisstjórn hefjist strax handa við að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Orkumarkaðurinn einkennist af óöryggi þar sem skorti  leikreglur og fyrirsjáanleika. Það þurfi að skýra hver beri ábyrgð á að orkuöryggi.

Innlent
Fréttamynd

Raf­orku­notkun gagna­vera minnkað mikið

Landsvirkjun hefur dregið verulega úr sölu til gagnavera vegna þröngrar stöðu í raforkukerfinu en sala fyrirtækisins til gagnavera nemur nú aðeins þriðjungi af því sem hún var árið 2022.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­orka til gagna­vera snar­minnkað

Gagnaver notuðu sextíu prósent minni raforku á þessu ári en í fyrra. Landsvirkjun hefur dregið úr sölu til gagnavera vegna þröngrar stöðu í raforkukerfinu en notkunin hefur einnig dregist saman þar sem rafmyntagröftur er á hraðri útleið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að sinna orku­þörf al­mennings

Við erum í vanda á orkumarkaði og sumir láta eins og sá vandi komi öllum að óvörum. Við hjá Landsvirkjun höfum þó ítrekað varað við því árum saman að við yrðum að tryggja orku fyrir ört vaxandi samfélag okkar, ef ekki ætti illa að fara. Reyndar hefur Landvirkjun átt góða bandamenn í þessari baráttu í Landsneti, Orkustofnun og Samorku, sem öll sáu að sá dagur myndi renna upp að orkuvinnslugetan héldi ekki í við eftirspurnina.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi al­mennings?

Síðastliðin ár hefur raforkuöryggi verið mikið í umræðunni. Lág lónstaða, umframeftirspurn og hækkandi verð á heildsölumarkaði gefa skýr merki um að það sé raforkuskortur. Kallað hefur verið eftir því að hér þurfi að virkja meira til að tryggja raforkuöryggi til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Engar for­sendur fyrir því að raf­orku­verð til heimila „stökk­breytist“ næstu tvö árin

Sölufyrirtæki með raforku hafa nú þegar keypt að stórum hluta allrar þeirrar orku sem þarf til að mæta eftirspurn almennra notenda til næstu tveggja ára og miðað við meðalverðið í þeim viðskiptum eru engar forsendur fyrir því, að mati Landsvirkjunar, að raforkuverð eigi eftir að „stökkbreytast“ á því tímabili. Sérfræðingar orkufyrirtækisins vekja athygli á því að rafmyntagröftur er á „hraðri útleið“ á Íslandi og vegna þessa hefur raforkunotkun gagnavera minnkað um meira en helming á skömmum tíma.

Innherji
Fréttamynd

Orkan og álið

Liðna helgi var umfjöllun á Sprengisandi um hækkað raforkuverð, raforkuskort og forgangsorku til almennings. Í framhaldi af þeirri umfjöllun er rétt að eftirfarandi komi fram.

Skoðun
Fréttamynd

Orku­skipti fyrir betri heim

Orkuskiptin gegna lykilhlutverki við að uppfylla skuldbindingar okkar Íslendinga um samdrátt í losun. Stjórnvöld þurfa að halda vel á spilum á næstu árum svo hægt verði að afla nægilegrar orku til orkuskipta og draga um leið úr losun.

Skoðun
Fréttamynd

Ærin verk­efni næstu ár

Landsvirkjun hefur nú hafist handa við gerð Hvammsvirkjunar í Þjórsá og byggingu vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. Miklar framkvæmdir verða í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi næstu árin og íbúar nágrannasveitarfélaga þeirra verða einnig varir við ýmsar framkvæmdir og flutninga.

Skoðun