Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. apríl 2025 07:02 Í kerfi Opus Futura er fólk alltaf undir nafnleynd, kynlaus og aldurslaus þar til það samþykkir að koma til greina í starf sem kerfið sjálft hefur parað það best við. Helga Jóhanna Odssdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Opus Futura segir að hjá Opus Futura geti allir fengið tækifæri til sín án þess að þurfa að sækja um störf. Vísir/Anton Brink Í dag gengur allt út á að „matcha“ við einhvern; Að parast. En nú er þessi pörunaraðferð orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum líka. Því með kerfi nýsköpunarfyrirtækisins Opus Futura gerist nákvæmlega það sama: Ef einstaklingur í atvinnuleit parast vel við vinnuveitanda sem er að leita að starfsfólki, smella hlutirnir þannig saman að úr verður hið eftirsótta „match.“ „Áskorun fyrirtækja er að hæfum umsækjendum fer fækkandi og að erfitt getur reynst að fá besta fólkið til að sækja um. Það má meðal annars rekja til minnkandi trausts fólks á ráðningaferlinu og meðferð gagna. Við leggjum áherslu á að allir á vinnumarkaði, hvort sem þeir eru í virkri atvinnuleit eða ekki, geti fengið tækifærin til sín án þess að þurfa að sækja um störf.,“ segir Helga Jóhanna Oddsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Opus Futura. Sömu tækifæri fyrir Jón og séra Jón Í stuttu máli má lýsa nálgun Opus Futura þannig að kerfið sér um að para einstaklinga og vinnuveitendur saman og býður síðan þeim sem parast best að taka ákvörðun um það, hvort viðkomandi vilji samþykkja pörunina. Á vefsíðunni segir: Með því að skrá þig á Opus Futura kemurðu sjálfkrafa til greina í öll laus störf sem skilgreind verða í lausninni. Ekkert umsóknarferli, kynningarbréf eða óvissa um hver er að skoða gögnin þín. Á Opus Futura ertu alltaf undir nafnleynd, kynlaus og aldurslaus þar til þú samþykkir að koma til greina í starf sem þú parast við. Að sama skapi fá vinnuveitendur upplýsingar um hverjir passa strax við tiltekið starf og þurfa því ekki að eyða tíma í að flokka tugi umsókna, sem ekki uppfylla skilyrði. Þar skipti mestu að horft sé til eiginleika hvers og eins, frekar en kyn, aldur eða menntun. „Það hvernig þú tileinkar þér hluti, hvort þú komir þeim í framkvæmd, getir hvatt aðra til góðra verka og fleira; þetta eru allt eiginleikar sem hafa mikið forspárgildi og segja miklu meira um það hvort þú passir við það sem vinnuveitandinn er að leita að,“ segir Helga og bætir við: Mér finnst við reyndar löngu eiga verið kominn á þann stað að það eigi ekki að skipta máli af hvaða kyni eða kynslóð þú ert. Fá störf í dag krefjast yfirburðar líkamskrafta eins og áður og í dag er hægt að aðlaga öll störf rétta einstaklingnum. Rétt pörun byggir á kröfum starfsins um til dæmis færni, reynslu og tungumálakunnáttu og ef hún næst, skipta þessir þættir engu máli.“ Opus Futura teymið fv.: Helga Jóhanna, Maneenuch Tangsamritkul, Einar Héðinsson, Einar Örn Ólafsson, Baldvin Dagur Rúnarsson, Helga Bestla Baldursdóttir. Á myndina vantar Aró Berg Jónasar.Visir/Anton Brink Ráðningar þróast eins og annað Opus Futura ætlar sér stóra hluti. Enda nýsköpunarfyrirtæki, stofnað árið 2022 og á hraðri uppleið inn á íslenska vinnumarkaðinn. Helga segir þó mikla grósku í þessum málum hérlendis og erlendis. En engar lausnir nálgist ráðningaferlið með sama hætti og Opus Futura. Kerfi Opus Futura getur hins vegar tengst öðrum lausnum, til dæmis mannauðskerfum þegar einstaklingur hefur verið ráðinn í starf. Sjálf telst Helga hokin af reynslu þegar kemur að mannauðsmálum. Starfaði til dæmis sem fræðslu- og mannauðsstjóri í fjármálageiranum fljótlega eftir útskrift, sem mannauðsstjóri Reykjanesbæjar og hjá Opnun kerfum þar sem hún stýrði rekstrarsviði með mannauðs-, gæða- og markaðsmálum. Frá árinu 2012 sinnti Helga svo ráðgjöf á sviði rekstrar og mannauðsmála. Helga þekkir líka af eigin raun, hvernig ráðningabransinn tekur breytingum eins og allt annað. „Fyrsta vinnan mín eftir nám var hjá ráðningarþjónustunni Ráðgarði sem þá var og hét,“ segir Helga og hlær; forvera Capacent og síðar VinnVinn. „Stærsta byltingin sem var í gangi á þeim tíma var að hægt væri að auglýsa störf í lit í blöðunum,“ segir Helga og nú er varla hægt annað en að skella upp úr. Helga er alin upp í Keflavík og af þeirri kynslóð sem byrjaði ung að vinna. „Pabbi var útgerðarmaður og skipstjóri þannig að ég fór ung að vinna í fiski og á sjó. Er mikil pabbastelpa og á bara bræður og syni. Var þó í bland viðkvæmt blóm og ætlaði að verða hjúkka. Á endanum tók ég þó viðskiptafræðina með áherslu á starfsmannamál eins og mannauðsmálin kölluðust þá.“ Sem nýsköpunarfyrirtæki hefur Opus Futura þegar hlotið fyrstu styrkina sína. Hlaut fyrst styrkinn Fræ og síðan Sprota. „Og það segir líka svolítið mikið að fyrrverandi yfirmennirnir okkar fjárfestu í okkur,“ segir Helga og brosir. Því innanborðs eru fjárfestarnir nokkrir, þar á meðal fyrrum yfirmenn hennar og Einars Arnar Ólafssonar meðstofnanda hennar. Fyrirhuguð er lota í fjármögnun. Sem Helga segir mikið lærdómsferli. „Við erum háð fjármögnun og styrkjum á meðan við erum í þróunarfasanum en það að leita af fjármögnun er mjög lærdómsríkt ferli. Við fórum í okkar fyrstu lotu í fyrra, þegar vaxtaumhverfið var mjög erfitt og margir af stærri sprotunum voru sjálfir í fjármögnun. Við vorum því eins og lítið krækiber mitt í þessu öllu saman en gekk vel og erum ótrúlega heppin með fjárfesta.“ Er markmiðið að sækja á erlenda markaði? „Já, við höfum alltaf séð fyrir okkur að fyrirtækið sé skalanlegt og geti starfað á öllum mörkuðum. Erum að horfa til Norðurlandanna fyrst til að byrja með og þaðan víðar til Evrópu.“ Helga segir karakterinn og eiginleika okkar sem einstaklinga segja miklu meira um það hvort við pössum í eitthvað starf eða ekki, í samanburði við ýmiss önnur atriði; svo sem menntun, kyn, aldur eða þjóðerni. Þá skipti máli að fólk viti hverjir sjá upplýsingar um það og/eða að fólk fái fyrst allra að sjá niðurstöður úr persónuleikaprófi. Vísir/Anton Brink Rétta pörunin Helga segir of mikla sóun í gangi þegar kemur að ráðningamálum. Á því séu svo sem líka einfaldar skýringar. Helga nefnir dæmi. „Ég hef ekki tölu á því hvað ég hef skrifað margar ferilskrár eða kynningarbréf fyrir fólk. En þegar svo er, hver er það þá í raun sem er að endurspeglast í gögnunum?“ spyr Helga og bætir við: Svo ekki sé talað um þegar mannauðsfólk fellur í þá freistni að fletta viðkomandi upp á Facebook og sjá hverjir eru mögulegir sameiginlegir vinir.“ Helga segir þessa nálgun þó á engan hátt auka líkurnar á að réttur einstaklingur sé ráðinn til starfa. Þótt margt fólk sé öflugt í að byggja upp ákveðna ásýnd eða vörumerki. Til dæmis á LinkedIn. „En þú getur verið frábær í markaðsmálum og að halda úti ímynd. Sem þarf alls ekki að þýða að þú sért frábær liðsmaður fyrir fyrirtækið sem er að auglýsa starfið.“ Aftur leiðist því talið að þeim eiginleikum sem hvert og eitt okkar býr yfir, en til að draga þessi karaktereinkenni fram, tekur fólk persónuleikapróf þegar það skráir sig til leiks hjá Opus Futura. Nálgunin þar er þó einnig öðruvísi en gengur og gerist. „Því hjá okkur fær einstaklingurinn að sjá niðurstöðurnar fyrstur allra. Sem er ólíkt því sem gildir annars staðar, þar sem annað fólk sér niðurstöðurnar fyrst. Í sumum tilfellum er það jafnvel þannig að umsækjendur fá ekki einu sinni að sjá niðurstöðurnar. Sem þýðir að sá sem tók prófið, hefur ekki hugmynd um við hvað verið er að styðjast við þegar mat á hæfni fer fram.“ Þá segir Helga að ráðningaferlið eins og það hefur verið, oft leiða til þess að fólk og fyrirtæki parist ekki rétt saman. „Mannauðurinn er takmörkuð auðlind og þess vegna er svo mikilvægt að vinna betur að því að finna bestu pörunina. Því þannig náum við að tryggja atriði eins og lægri starfsmannaveltu, meiri helgun fólks í starfi og aukna starfsmannaánægju. Til þess að þetta náist þurfum við að kafa dýpra en við höfum gert áður og leiðin til þess að gera það, er að setja einstaklinginn sjálfan framar í ferlið miðað við hvernig staðið er að ráðningum í dag.“ Starfsframi Nýsköpun Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel,“ segir Margrét Guðmundsdóttir stjórnarkona og fyrrum forstjóri í samtali um hvernig íslenskt atvinnulíf getur nýtt sér betur reynslu þeirra sem eldri eru. Og vilja miðla þeirri reynslu til annarra. 14. nóvember 2024 07:03 Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. 5. júlí 2023 07:01 Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? 16. desember 2020 07:01 Eiga ekki bara að vera Íslendingar í betur launuðu störfunum „Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. 13. mars 2024 07:01 „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Sjá meira
Því með kerfi nýsköpunarfyrirtækisins Opus Futura gerist nákvæmlega það sama: Ef einstaklingur í atvinnuleit parast vel við vinnuveitanda sem er að leita að starfsfólki, smella hlutirnir þannig saman að úr verður hið eftirsótta „match.“ „Áskorun fyrirtækja er að hæfum umsækjendum fer fækkandi og að erfitt getur reynst að fá besta fólkið til að sækja um. Það má meðal annars rekja til minnkandi trausts fólks á ráðningaferlinu og meðferð gagna. Við leggjum áherslu á að allir á vinnumarkaði, hvort sem þeir eru í virkri atvinnuleit eða ekki, geti fengið tækifærin til sín án þess að þurfa að sækja um störf.,“ segir Helga Jóhanna Oddsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Opus Futura. Sömu tækifæri fyrir Jón og séra Jón Í stuttu máli má lýsa nálgun Opus Futura þannig að kerfið sér um að para einstaklinga og vinnuveitendur saman og býður síðan þeim sem parast best að taka ákvörðun um það, hvort viðkomandi vilji samþykkja pörunina. Á vefsíðunni segir: Með því að skrá þig á Opus Futura kemurðu sjálfkrafa til greina í öll laus störf sem skilgreind verða í lausninni. Ekkert umsóknarferli, kynningarbréf eða óvissa um hver er að skoða gögnin þín. Á Opus Futura ertu alltaf undir nafnleynd, kynlaus og aldurslaus þar til þú samþykkir að koma til greina í starf sem þú parast við. Að sama skapi fá vinnuveitendur upplýsingar um hverjir passa strax við tiltekið starf og þurfa því ekki að eyða tíma í að flokka tugi umsókna, sem ekki uppfylla skilyrði. Þar skipti mestu að horft sé til eiginleika hvers og eins, frekar en kyn, aldur eða menntun. „Það hvernig þú tileinkar þér hluti, hvort þú komir þeim í framkvæmd, getir hvatt aðra til góðra verka og fleira; þetta eru allt eiginleikar sem hafa mikið forspárgildi og segja miklu meira um það hvort þú passir við það sem vinnuveitandinn er að leita að,“ segir Helga og bætir við: Mér finnst við reyndar löngu eiga verið kominn á þann stað að það eigi ekki að skipta máli af hvaða kyni eða kynslóð þú ert. Fá störf í dag krefjast yfirburðar líkamskrafta eins og áður og í dag er hægt að aðlaga öll störf rétta einstaklingnum. Rétt pörun byggir á kröfum starfsins um til dæmis færni, reynslu og tungumálakunnáttu og ef hún næst, skipta þessir þættir engu máli.“ Opus Futura teymið fv.: Helga Jóhanna, Maneenuch Tangsamritkul, Einar Héðinsson, Einar Örn Ólafsson, Baldvin Dagur Rúnarsson, Helga Bestla Baldursdóttir. Á myndina vantar Aró Berg Jónasar.Visir/Anton Brink Ráðningar þróast eins og annað Opus Futura ætlar sér stóra hluti. Enda nýsköpunarfyrirtæki, stofnað árið 2022 og á hraðri uppleið inn á íslenska vinnumarkaðinn. Helga segir þó mikla grósku í þessum málum hérlendis og erlendis. En engar lausnir nálgist ráðningaferlið með sama hætti og Opus Futura. Kerfi Opus Futura getur hins vegar tengst öðrum lausnum, til dæmis mannauðskerfum þegar einstaklingur hefur verið ráðinn í starf. Sjálf telst Helga hokin af reynslu þegar kemur að mannauðsmálum. Starfaði til dæmis sem fræðslu- og mannauðsstjóri í fjármálageiranum fljótlega eftir útskrift, sem mannauðsstjóri Reykjanesbæjar og hjá Opnun kerfum þar sem hún stýrði rekstrarsviði með mannauðs-, gæða- og markaðsmálum. Frá árinu 2012 sinnti Helga svo ráðgjöf á sviði rekstrar og mannauðsmála. Helga þekkir líka af eigin raun, hvernig ráðningabransinn tekur breytingum eins og allt annað. „Fyrsta vinnan mín eftir nám var hjá ráðningarþjónustunni Ráðgarði sem þá var og hét,“ segir Helga og hlær; forvera Capacent og síðar VinnVinn. „Stærsta byltingin sem var í gangi á þeim tíma var að hægt væri að auglýsa störf í lit í blöðunum,“ segir Helga og nú er varla hægt annað en að skella upp úr. Helga er alin upp í Keflavík og af þeirri kynslóð sem byrjaði ung að vinna. „Pabbi var útgerðarmaður og skipstjóri þannig að ég fór ung að vinna í fiski og á sjó. Er mikil pabbastelpa og á bara bræður og syni. Var þó í bland viðkvæmt blóm og ætlaði að verða hjúkka. Á endanum tók ég þó viðskiptafræðina með áherslu á starfsmannamál eins og mannauðsmálin kölluðust þá.“ Sem nýsköpunarfyrirtæki hefur Opus Futura þegar hlotið fyrstu styrkina sína. Hlaut fyrst styrkinn Fræ og síðan Sprota. „Og það segir líka svolítið mikið að fyrrverandi yfirmennirnir okkar fjárfestu í okkur,“ segir Helga og brosir. Því innanborðs eru fjárfestarnir nokkrir, þar á meðal fyrrum yfirmenn hennar og Einars Arnar Ólafssonar meðstofnanda hennar. Fyrirhuguð er lota í fjármögnun. Sem Helga segir mikið lærdómsferli. „Við erum háð fjármögnun og styrkjum á meðan við erum í þróunarfasanum en það að leita af fjármögnun er mjög lærdómsríkt ferli. Við fórum í okkar fyrstu lotu í fyrra, þegar vaxtaumhverfið var mjög erfitt og margir af stærri sprotunum voru sjálfir í fjármögnun. Við vorum því eins og lítið krækiber mitt í þessu öllu saman en gekk vel og erum ótrúlega heppin með fjárfesta.“ Er markmiðið að sækja á erlenda markaði? „Já, við höfum alltaf séð fyrir okkur að fyrirtækið sé skalanlegt og geti starfað á öllum mörkuðum. Erum að horfa til Norðurlandanna fyrst til að byrja með og þaðan víðar til Evrópu.“ Helga segir karakterinn og eiginleika okkar sem einstaklinga segja miklu meira um það hvort við pössum í eitthvað starf eða ekki, í samanburði við ýmiss önnur atriði; svo sem menntun, kyn, aldur eða þjóðerni. Þá skipti máli að fólk viti hverjir sjá upplýsingar um það og/eða að fólk fái fyrst allra að sjá niðurstöður úr persónuleikaprófi. Vísir/Anton Brink Rétta pörunin Helga segir of mikla sóun í gangi þegar kemur að ráðningamálum. Á því séu svo sem líka einfaldar skýringar. Helga nefnir dæmi. „Ég hef ekki tölu á því hvað ég hef skrifað margar ferilskrár eða kynningarbréf fyrir fólk. En þegar svo er, hver er það þá í raun sem er að endurspeglast í gögnunum?“ spyr Helga og bætir við: Svo ekki sé talað um þegar mannauðsfólk fellur í þá freistni að fletta viðkomandi upp á Facebook og sjá hverjir eru mögulegir sameiginlegir vinir.“ Helga segir þessa nálgun þó á engan hátt auka líkurnar á að réttur einstaklingur sé ráðinn til starfa. Þótt margt fólk sé öflugt í að byggja upp ákveðna ásýnd eða vörumerki. Til dæmis á LinkedIn. „En þú getur verið frábær í markaðsmálum og að halda úti ímynd. Sem þarf alls ekki að þýða að þú sért frábær liðsmaður fyrir fyrirtækið sem er að auglýsa starfið.“ Aftur leiðist því talið að þeim eiginleikum sem hvert og eitt okkar býr yfir, en til að draga þessi karaktereinkenni fram, tekur fólk persónuleikapróf þegar það skráir sig til leiks hjá Opus Futura. Nálgunin þar er þó einnig öðruvísi en gengur og gerist. „Því hjá okkur fær einstaklingurinn að sjá niðurstöðurnar fyrstur allra. Sem er ólíkt því sem gildir annars staðar, þar sem annað fólk sér niðurstöðurnar fyrst. Í sumum tilfellum er það jafnvel þannig að umsækjendur fá ekki einu sinni að sjá niðurstöðurnar. Sem þýðir að sá sem tók prófið, hefur ekki hugmynd um við hvað verið er að styðjast við þegar mat á hæfni fer fram.“ Þá segir Helga að ráðningaferlið eins og það hefur verið, oft leiða til þess að fólk og fyrirtæki parist ekki rétt saman. „Mannauðurinn er takmörkuð auðlind og þess vegna er svo mikilvægt að vinna betur að því að finna bestu pörunina. Því þannig náum við að tryggja atriði eins og lægri starfsmannaveltu, meiri helgun fólks í starfi og aukna starfsmannaánægju. Til þess að þetta náist þurfum við að kafa dýpra en við höfum gert áður og leiðin til þess að gera það, er að setja einstaklinginn sjálfan framar í ferlið miðað við hvernig staðið er að ráðningum í dag.“
Starfsframi Nýsköpun Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel,“ segir Margrét Guðmundsdóttir stjórnarkona og fyrrum forstjóri í samtali um hvernig íslenskt atvinnulíf getur nýtt sér betur reynslu þeirra sem eldri eru. Og vilja miðla þeirri reynslu til annarra. 14. nóvember 2024 07:03 Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. 5. júlí 2023 07:01 Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? 16. desember 2020 07:01 Eiga ekki bara að vera Íslendingar í betur launuðu störfunum „Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. 13. mars 2024 07:01 „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Sjá meira
„Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel,“ segir Margrét Guðmundsdóttir stjórnarkona og fyrrum forstjóri í samtali um hvernig íslenskt atvinnulíf getur nýtt sér betur reynslu þeirra sem eldri eru. Og vilja miðla þeirri reynslu til annarra. 14. nóvember 2024 07:03
Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. 5. júlí 2023 07:01
Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? 16. desember 2020 07:01
Eiga ekki bara að vera Íslendingar í betur launuðu störfunum „Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. 13. mars 2024 07:01
„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01