Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2025 11:12 Empire State byggingin er vinsæll viðkomustaður ferðamanna í New York. Getty/Drew Angerer Evrópskum ferðamönnum hefur snarfækkað í Bandaríkjunum frá því Donald Trump tók við embætti forseta. Fækkunin er hvað mest þegar kemur að ferðamönnum frá Íslandi en ástæðan er að miklum hluta rakin til umdeildra aðgerða og ummæla Trumps, sem sagðar eru ógna arðbærum flugleiðum. Ferðaþjónustuiðnaður Bandaríkjanna samsvarar um 2,5 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hagsmunasamtök hafa varað við því að eftirspurn eftir gistingu og flugferðum yfir Atlantshafið hafi minnkað mjög. Í mars fækkaði evrópskum ferðamönnum sem gistu að minnsta kosti eina nótt í Bandaríkjunum um sautján prósent, borið saman við mars í fyrra. Ferðamönnum frá mörgum ríkjum fækkaði um meira en tuttugu prósent en samkvæmt gögnum sem blaðamenn Financial Times skrifuðu um var fækkunin mest þegar kemur að ferðamönnum frá Íslandi og Danmörku. Þó er tekið fram í greininni að páskar voru í mars í fyrra og það gæti útskýrt að hluta til hve mikil fækkunin er. Einn þeirra blaðamanna sem skrifaði grein FT talaði um það á X að mistök hefðu verið gerð varðandi línurit Íslands. Samdrátturinn hefði verið svo mikill að hann hefði ekki passað í upprunalega línuritið sem fylgdi fréttinni. Just realised the Iceland data got cut off in the original image because the decline was too steep to fit 🤦♂️ pic.twitter.com/eetVRy8EoF— John Burn-Murdoch (@jburnmurdoch) April 11, 2025 Sérfræðingur sem FT ræddi við segir þó ljóst á öllum gögnum að ferðamönnum hafi fækkað verulega, hvort sem þeir komi með flugvélum frá Evrópu eða yfir landamæri Bandaríkjanna og Kanada. „Það er augljóst að eitthvað er að gerast og það eru viðbrögð við Trump,“ sagði forsvarsmaður hagsmunasamtaka ferðaþjónustuaðila við blaðamenn FT. Sjá einnig: Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Einn viðmælandi FT frá Bretlandi sagði að á einungis tveimur mánuðum hefði Trump valdið Bandaríkjunum gífurlegum ímyndarskaða. Mögulega gæti það tekið margar kynslóðir að bæta þennan skaða. Fregnir af slæmri meðferð ferðalanga við komuna til Bandaríkjanna hafa einnig dregið úr vilja fólks til að ferðast þangað. Sjá einnig: Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Wall Street Journal sagði frá því á dögunum að forsvarsmenn flugfélaga í Kanada væru að leita annarra áfangastaða eftir mikinn samdrátt í eftirspurn eftir flugferðum til Bandaríkjanna. Í staðinn sé byrjað að bjóða upp á fleiri ferðir til Evrópu. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira
Ferðaþjónustuiðnaður Bandaríkjanna samsvarar um 2,5 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hagsmunasamtök hafa varað við því að eftirspurn eftir gistingu og flugferðum yfir Atlantshafið hafi minnkað mjög. Í mars fækkaði evrópskum ferðamönnum sem gistu að minnsta kosti eina nótt í Bandaríkjunum um sautján prósent, borið saman við mars í fyrra. Ferðamönnum frá mörgum ríkjum fækkaði um meira en tuttugu prósent en samkvæmt gögnum sem blaðamenn Financial Times skrifuðu um var fækkunin mest þegar kemur að ferðamönnum frá Íslandi og Danmörku. Þó er tekið fram í greininni að páskar voru í mars í fyrra og það gæti útskýrt að hluta til hve mikil fækkunin er. Einn þeirra blaðamanna sem skrifaði grein FT talaði um það á X að mistök hefðu verið gerð varðandi línurit Íslands. Samdrátturinn hefði verið svo mikill að hann hefði ekki passað í upprunalega línuritið sem fylgdi fréttinni. Just realised the Iceland data got cut off in the original image because the decline was too steep to fit 🤦♂️ pic.twitter.com/eetVRy8EoF— John Burn-Murdoch (@jburnmurdoch) April 11, 2025 Sérfræðingur sem FT ræddi við segir þó ljóst á öllum gögnum að ferðamönnum hafi fækkað verulega, hvort sem þeir komi með flugvélum frá Evrópu eða yfir landamæri Bandaríkjanna og Kanada. „Það er augljóst að eitthvað er að gerast og það eru viðbrögð við Trump,“ sagði forsvarsmaður hagsmunasamtaka ferðaþjónustuaðila við blaðamenn FT. Sjá einnig: Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Einn viðmælandi FT frá Bretlandi sagði að á einungis tveimur mánuðum hefði Trump valdið Bandaríkjunum gífurlegum ímyndarskaða. Mögulega gæti það tekið margar kynslóðir að bæta þennan skaða. Fregnir af slæmri meðferð ferðalanga við komuna til Bandaríkjanna hafa einnig dregið úr vilja fólks til að ferðast þangað. Sjá einnig: Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Wall Street Journal sagði frá því á dögunum að forsvarsmenn flugfélaga í Kanada væru að leita annarra áfangastaða eftir mikinn samdrátt í eftirspurn eftir flugferðum til Bandaríkjanna. Í staðinn sé byrjað að bjóða upp á fleiri ferðir til Evrópu.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira