Erlent

Fimm ára stúlka lést í bílslysi: Ökumaðurinn flúði vettvang

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Lögreglan í Kaupmannahöfn leitar ökumannsins víðsvegar um borgina en hann flúði hlaupandi af vettvangi.
Lögreglan í Kaupmannahöfn leitar ökumannsins víðsvegar um borgina en hann flúði hlaupandi af vettvangi. Getty

Lögreglan í Kaupmannahöfn lýsir eftir ökumanni bifreiðar sem varð fimm ára stúlku að bana í alvarlegu umferðarslysi síðdegis í dag. Ekið var á stúlkuna og móður hennar þar sem mæðgurnar voru á gangi við Peter Bangs-veg í Frederiksberg um klukkan fjögur að staðartíma í dag.

Ökumaðurinn stakk af af vettvangi og er hans nú leitað en hann mun vera um 21 árs gamall, með dökkt hár, um 180 sentimetrar á hæð, klæddur í svört föt. „Ökumaðurinn hljóp af vettvangi og við leggjum kraft í leitina að honum,“ segir Kristian Rohdin lögregluvarðstjóri í samtali við TV 2. Ökumannsins sé nú leitað á stórhöfuðborgarsvæði Kaupmannahafnar. Vitni eru hvött til að hafa samband við lögreglu.

Að svo stöddu kvaðst lögregla ekki geta veitt frekari upplýsingar um líðan móðurinnar en hún gat að sögn lögreglu tjáð sig á slysstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×