Erlent

Ekkert neyðar­frum­varp um minkana

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kórónuveirusmit hafa komið upp í minkabúum víða um Danmörku. Vísindamenn hafa áhyggjur af stökkbreytingu veirunnar í minkum.
Kórónuveirusmit hafa komið upp í minkabúum víða um Danmörku. Vísindamenn hafa áhyggjur af stökkbreytingu veirunnar í minkum. Ole Jensen/Getty

Ríkisstjórn Danmerkur hætti í dag við að leggja fram neyðarfrumvarp, sem fengi skjótari meðferð á þingi, um að drepa alla minka í landinu eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveiru greindist í dýrunum. 

Til þess þurfti stuðning þriggja af hverjum fjórum þingmönnum og það fékkst ekki. Því þarf málið að fara í hefðbundið ferli innan þingsins. 

Stjórnarandstöðuleiðtogar hafa lýst efasemdum um að nauðsynlegt sé að drepa alla minka vegna málsins og þar með útrýma heilli atvinnugrein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×