Erlent

Frederik­sen og tólf ráð­herrar til við­bótar í sótt­kví

Atli Ísleifsson skrifar
Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur. EPA

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, er komin í sóttkví og mun fara í skimun. Þetta gerir forsætisráðherrann eftir að staðfest var að dómsmálaráðherrann Nick Hækkerup, sem hún var í samskiptum við síðasta föstudag, greindist smitaður af kórónuveirunni.

Frederiksen segist ekki vera með nein einkenni Covid-19 og hún muni eftir fremsta megni áfram sinna störfum sínum, með fleiri fjarfundum að heiman.

Sem stendur eru þrettán danskir ráðherrar af tuttugu í sóttkví.

Fjöldi smita hafa komið upp í danska þinginu, þar á meðal Søren Pape Poulsen, leiðtogi Íhaldsflokksins.

God formiddag her fra Marienborg. Smitten har spredt sig til både Folketinget og regeringen. Jeg er isoleret og bliver testet. Har dog ikke symptomer på sygdom. Pas godt på hinanden.

Posted by Mette Frederiksen on Wednesday, 4 November 2020

Fréttir bárust af því í gær að atkvæðagreiðslum í danska þinginu hafi verið frestað vegna smita. Sömu sögu var að segja af fyrirspurnatíma forsætisráðherrans sem var á dagskrá.

Smitum hefur fjölgað í Danmörku síðustu dagana, en í gær var greint frá því að 1.353 hafi greinst smitaðir á mánudag og fjórir til viðbótar látist af völdum Covid-19.


Tengdar fréttir

Annar met­dagur í Dan­mörku

Alls greindist 1.191 með kórónuveiruna í Danmörku í gær og er um að ræða mesta fjöldann í landinu á einum og sama deginum frá upphafi faraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×