NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Iverson tapaði í endurkomuleiknum

Allen Iverson snéri aftur í NBA-boltann í nótt er hann lék á ný með Philadelphia Sixers. Liðið mætti hans gamla félagi, Denver, og varð að sætta sig við tap. Góðu tíðindin fyrir Sixers voru þau að uppselt var í fyrsta skipti á leik hjá liðinu í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Fær líflátshótanir frá mafíunni

Fyrrum NBA-dómarinn Tim Donaghy reynir það sem hann getur til þess að bjarga glötuðu orðspori sínu. Hann heldur því nú fram að hann hafi ekki reynt að hagræða úrslitum leikja þó svo það þýddi að hann tapaði peningum og fengi mafíuna upp á móti sér.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Níu sigrar hjá Lakers í röð

Los Angeles Lakers er á mikilli siglingu í NBA-deildinni. Liðið rúllaði yfir Phoenix í nótt og vann um leið sinn níunda leik í röð. Lakers varð aðeins þriðja liðið í vetur sem tekst að halda Suns undir 100 stigum.

Körfubolti
Fréttamynd

Oden meiddist illa á hné - tímabilið er búið hjá honum

Greg Oden, miðherji Portland Trail Blazers í NBA-deildinni, meiddist illa á hné í sigri liðsins á Houston Rockets í nótt. Oden lenti í samstuði við Aaron Brooks hjá Houston og meiddist illa á vinstri hnéskel. Leikurinn var stopp í sjö mínútur á meðan var hlúð að Oden. Oden fór strax í myndatöku og þarf að fara í aðgerð.

Körfubolti
Fréttamynd

Carmelo Anthony með 34 stig í sigri Denver á San Antonio

Carmelo Anthony skoraði 22 af 34 stigum sínum í seinni hálfleik í 106-99 sigri Denver Nuggets á San Anotnio Spurs í NBA-deildinni í nótt. Þetta var þriðji sigur Denver-liðsins í röð en Spurs var með forustuna nær allan tímann fram að lokaleikhlutanum. Chauncey Billups bætti við 18 stigum fyrir Denver en Tony Parker skoraði 27 stig og Tim Duncan var með 26 stig hjá Spurs.

Körfubolti
Fréttamynd

Dansarnir hans LeBrons fóru í taugarnar á leikmanni Chicago

LeBron James dansaði ekki bara framhjá leikmönnum Chiacgo Bulls í 101-87 sigri Cleveland í beinni á Stöð 2 Sport í fyrrinótt heldur fagnaði hann ítrekað góðum sóknum liðsins í seinni hálfleik með því að setja á svið smá danssýningu að hætti hip-hop dansara.

Körfubolti
Fréttamynd

Loksins sigur hjá New Jersey Nets

New Jersey Nets vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í nótt og það í nítjándu tilraun. Liðið vann þá 97-91 heimasigur á Charlotte Bobcats. Nets-liðið var þegar búið að setja met yfir verstu byrjun í sögu NBA-deildarinnar með því að tap 18 fyrstu leikjum sínum. Þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Kiki Vandeweghe.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston vann sjötta sigurinn í röð í NBA-deildinni í nótt

Boston Celtics er komið á mikla siglingu í NBA-deildinni en liðið vann sinn sjötta sigur í röð í nótt með því að vinna 90-83 útisigur á San Antonio Spurs. Kevin Garnett var með 20 stig og Ray Allen bætti við 15 stigum en þetta var áttundi sigur Boston-liðsins í níu útileikjum á tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland vann Phoenix örugglega með 17 stigum

LeBron James gældi við þrefalda tvennu og Shaquille O’Neal skoraði tólf stig á móti sínum gömlu félögum í öruggum 107-90 sigri Cleveland Cavaliers á Phoenix Suns sem tapaði sínum öðrum leik í röð á ferð sinni um austurströndina.

Körfubolti
Fréttamynd

New Jersey tapaði átjánda leiknum og setti vafasamt met

New Jersey Nets setti nýtt met yfir verstu byrjun í sögu NBA-deildarinnar þegar liðið tapaði sínum átjánda leik á tímabilinu í nótt. New Jersey tapaði þá 101-117 fyrir Dallas Mavericks sem þýðir að ekkert lið hefur byrjað tímabilið jafn illa.

Körfubolti
Fréttamynd

Artest fékk sér koníak í hálfleik

Ron Artest er ekki hættur að ganga fram af fólki en hann hefur nú viðurkennt að hafa neytt áfengis í miðjum leik á meðan hann spilaði með Chicago Bulls en það var á árunum 1999-2002.

Körfubolti
Fréttamynd

Kiki Vandeweghe verður þjálfari New Jersey

Gamla kempan og starfandi framkvæmdastjóri New Jersey Nets, Kiki Vandeweghe, mun taka að sér þjálfun lélegasta liðs NBA-deildarinnar í dag en Nets ráku Lawrence Frank skömmu áður en liðið tapaði sínum sautjánda leik í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Terry tryggði Dallas sigur - Ellis með 45 stig

Jason Terry tryggði Dallas Mavericks 104-102 sigur á Philadelphia 76ers með því að skora sigurkörfuna 1,4 sekúndum fyrir leikslok. Dirk Nowitzki skoraði 28 stig og Jason Kidd var með 22 stig og 11 stoðsendingar en Dallas var nærri því búið að missa niður 17 stiga forskot í leiknum. Willie Green skroaði 23 stig fyrir Philadelphia.

Körfubolti
Fréttamynd

New Jersey Nets jafnaði metið yfir verstu byrjun liðs í NBA

New Jersey Nets tapaði í nótt sínum 17. leik í röð í NBA-deildinni þegar liðið sótti meistarana í Los Angeles Lakers heim. Nets varð þar með þriðja liðiðí sögu deildarinnar til að tapa 17 fyrstu leikjum sínum á tímabilinu en hin tvö voru Miami Heat (1988-89) og Los Angeles Clippers (1999).

Körfubolti