Körfubolti

NBA: San Antonio og Utah þurfa aðeins einn sigur til viðbótar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Deron Williams.
Deron Williams. Getty Images
San Antonio Spurs og Utah Utah Jazz þurfa aðeins einn sigur til viðbótar í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta til að komast í undanúrslitin eftir sigra í leikjum sínum í nótt.

San Antonio lagði Dallas Mavericks 92-89 og er þar með 3-1 yfir í einvígi félaganna í Vesturdeildinni. George Hill var fremstur meðal jafningja hjá Spurs með 29 stig en Manu Ginobili 17. Tim Duncan skoraði aðeins fjögur stig á 34 afmælisdag sinn.

Stórlaxarnir hjá Spurs héldu sig því til hlés á löngum köflum en til að mynda skoruðu Hill, Richard Jefferson, Antonio McDyess og DeJuan Blair 22 af 29 stigum Spurs í þriðja leikhluta. Dallas skoraði ekki utan af velli síðustu 8 mínúturnar.

Utah lagði Denver 117-106 þar sem Carlos Boozer fór á kostum. Hann skoraði 31 stig fyrir Utan en Deron Williams átti einnig góðan leik. Hann skoraði 24 stig og gaf 13 stoðsendingar. Carmelo Anthony skoraði 39 stig fyrir Denver.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×