Körfubolti

NBA: Dallas og Denver unnu

Elvar Geir Magnússon skrifar

Eins og oft áður var nóg um að vera nýliðna nótt í NBA-deildinni. Dallas Mavericks og Denver Nuggets berjast um annað sætið í Vesturdeildinni og unnu bæði sigra í nótt.

Dallas hefur verið á fínu skriði og er með sætið í sínum höndum. Liðið vann LA Clippers á útivelli og virðist ætla að landa öðru sætinu.

Oklahoma City tapaði fyrir Portland og er ljóst að liðið mætir meisturum LA Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Toronto Raptors á enn veika von um að komast í úrslitakeppnina eftir sigur á Detroit. Liðið þarf þó að vinna New York og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Chicago Bulls er líklegt til að komast áfram.

Kevin Martin skoraði 39 stig fyrir Houston sem vann Sacramento en hér að neðan má sjá öll úrslit næturinnar:

San Antonio - Minnesota 133-111

Denver - Memphis 123-101

Portland - Oklahoma 103-95

Sacramento - Houston 107-117

LA Clippers - Dallas 94-117

New York - Washington 114-103

Milwaukee - Atlanta 96-104

Indiana - Orlando 98-118

Philadelphia - Miami 105-107

Detroit - Toronto 97-111

New Jersey - Charlotte 95-105



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×