Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Árni Jóhannsson skrifar 1. mars 2025 22:11 Borche þurfti stundum að biðla til dómara leiksins. Vísir/Anton Brink Borche Ilievski var ánægður með sína menn þrátt fyrir 90-87 tap gegn Val í 19. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Hann var hinsvegar ekki alveg viss með dómara leiksins í lok hans. Þjálfari ÍR, Borche Ilievski, var spurður að því eftir leikinn hvort hann hafi getað beðið um eitthvað meira frá sínum mönnum. „Ég meina við stóðum okkur vel í kvöld og það eina sem vantaði var að vinna leikinn. Ég er ánægður með það hvernig við komum inn í leikinn og hvernig þeir spiluðu mesta allan leikinn. Að sjálfsögðu þá eru mistök hér og þar sem eru hluti af leiknum. Ég er ekki viss um að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér þegar þeir slepptu því að flauta þegar Jakob Falko var snertur í lokasóknunum okkar. Ég er ekki viss hvort þetta hafi verið villur eða ekki en á hinum endanum var flautað á svipaða hluti. Ég set spurningamerki við þetta en svona er þetta. Við getum ekki kvartað, dómararnir sjá það sem þeir sjá og flauta á það sem þeir sjá. Ég er bara sorgmæddur yfir því að ná ekki í sigurinn.“ Það hlýtur samt að vera eitthvað sem Borche getur tekið jákvætt út úr leiknum í kvöld þrátt fyrir tap? „Ég er hrifinn af andanum og hvernig við spiluðum í 40 mínútur. Að endingu voru þeir kannski heppnari þegar boltinn barst til Kára þegar hann tók forystuna fyrir þá og við fengum tækifæri til að jafna í lokin en það fór ekki ofan í. Svona er það. Það er margt jákvætt og þetta er stíllinn okkar. Svona þurfum við að spila. Við náðum ekki að klára leikinn gegn Njarðvík og ekki þennan heldur og ég er dálítið vonsvikinn með það. Við þurfum að gera örlítið betur og leggja meira á okkur fyrir næsta leik.“ Talandi um að ná ekki að loka leikjum. Hefur Borche einhverjar áhyggjur af því að ÍR nái ekki að loka þessum leikjum? „Ég hef ekki áhyggjur. Ef Jakob Falko hefði fengið villurnar í lokin þá hefðum við lokað þessu. Það varð ekki og þannig er það. Við höldum bara áfram.“ Bónus-deild karla ÍR Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Valur lagði ÍR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaandartökunum. Staðan 90-87 þegar upp var staðið og Valsmenn eru enn á sigurbraut. 1. mars 2025 18:46 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Þjálfari ÍR, Borche Ilievski, var spurður að því eftir leikinn hvort hann hafi getað beðið um eitthvað meira frá sínum mönnum. „Ég meina við stóðum okkur vel í kvöld og það eina sem vantaði var að vinna leikinn. Ég er ánægður með það hvernig við komum inn í leikinn og hvernig þeir spiluðu mesta allan leikinn. Að sjálfsögðu þá eru mistök hér og þar sem eru hluti af leiknum. Ég er ekki viss um að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér þegar þeir slepptu því að flauta þegar Jakob Falko var snertur í lokasóknunum okkar. Ég er ekki viss hvort þetta hafi verið villur eða ekki en á hinum endanum var flautað á svipaða hluti. Ég set spurningamerki við þetta en svona er þetta. Við getum ekki kvartað, dómararnir sjá það sem þeir sjá og flauta á það sem þeir sjá. Ég er bara sorgmæddur yfir því að ná ekki í sigurinn.“ Það hlýtur samt að vera eitthvað sem Borche getur tekið jákvætt út úr leiknum í kvöld þrátt fyrir tap? „Ég er hrifinn af andanum og hvernig við spiluðum í 40 mínútur. Að endingu voru þeir kannski heppnari þegar boltinn barst til Kára þegar hann tók forystuna fyrir þá og við fengum tækifæri til að jafna í lokin en það fór ekki ofan í. Svona er það. Það er margt jákvætt og þetta er stíllinn okkar. Svona þurfum við að spila. Við náðum ekki að klára leikinn gegn Njarðvík og ekki þennan heldur og ég er dálítið vonsvikinn með það. Við þurfum að gera örlítið betur og leggja meira á okkur fyrir næsta leik.“ Talandi um að ná ekki að loka leikjum. Hefur Borche einhverjar áhyggjur af því að ÍR nái ekki að loka þessum leikjum? „Ég hef ekki áhyggjur. Ef Jakob Falko hefði fengið villurnar í lokin þá hefðum við lokað þessu. Það varð ekki og þannig er það. Við höldum bara áfram.“
Bónus-deild karla ÍR Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Valur lagði ÍR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaandartökunum. Staðan 90-87 þegar upp var staðið og Valsmenn eru enn á sigurbraut. 1. mars 2025 18:46 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Valur lagði ÍR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaandartökunum. Staðan 90-87 þegar upp var staðið og Valsmenn eru enn á sigurbraut. 1. mars 2025 18:46