Körfubolti

NBA: Cleveland og Miami unnu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Shaquille O'Neal og LeBron James í leiknum í kvöld.
Shaquille O'Neal og LeBron James í leiknum í kvöld. Mynd/AP

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta fyrr í kvöld en tveir til viðbótar eru á dagskrá í nótt.

Cleveland er komið aftur á beinu brautina í rimmu sinni gegn Chicago. LeBron James og félagar unnu öruggan sigur á Chicago í kvöld, 121-98, og tóku þar með forystuna í einvíginu, 3-1.

Cleveland getur nú tryggt sér sæti í undanúrslitum Austurstrandarinnar með sigri á heimavelli í næsta leik.

James fór mikinn í leiknum í kvöld og náði ótrúlegri þrefaldri tvennu. Hann skoraði 37 stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Antawn Jamison kom næstur með 24 stig og Mo Williams var með nítján.

Hjá Chicago voru Joakim Noah og Derrick Rose stigahæstir með 21 stig hvor. Noah tók alls 20 fráköst í leiknum.

Dwyane Wade fór einnig á kostum þegar að Miami kom í veg fyrir að Boston næði að „sópa" liðinu úr úrslitakeppninni með sigri í dag, 101-92. Wade skoraði 46 stig fyrir Miami í leiknum.

Boston er þó enn með forystuna í einvíginu, 3-1, og getur klárað seríuna á heimavelli í næsta leik.

Quentin Richardson skoraði 20 stig og Michael Beasley fimmtán. Hjá Boston var Rajon Rondo stigahæstur með 23 stig. Kevin Garnett var með átján og Paul Pierce sextán.

Í nótt fara fram tveir leikir sem fyrr segir. San Antonio tekur á móti Dallas en þar hefur San Antonio forystuna, 2-1. Utah mætir Denver á heimavelli og getur með sigri komist í 3-1.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×