Þriðja tap Cleveland í röð - lengsta taphrinan í tvö ár Það gengur ekkert hjá Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta þessa daganna en liðið tapaði þriðja leik sínum í röð í kvöld þegar liðið lá 101-95 fyrir Orlando Magic. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem LeBron James og félagar tapa þremur leikjum í röð. Körfubolti 21. febrúar 2010 21:24
NBA: Áttundi sigurleikurinn í röð hjá Oklahoma City Thunder Oklahoma City Thunder er á svakalegri siglingu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt unnu Kevin Durant og félagar sinn áttunda leik í röð og spilltu um leið frumsýningunni Tracy McGrady í Madison Square Garden. Körfubolti 21. febrúar 2010 11:00
NBA: Skelfileg frumraun hjá Jamison og Cleveland tapaði aftur Cleveland Cavaliers tapaði sínum öðrum leik í röð í nótt þegar liðið lá 93-110 á útivelli á móti Charlotte Bobcats. Antawn Jamison lék sinn fyrsta leik með toppliði NBA-deildarinnar en átti skelfilegan dag, klikkaði á öllum tólf skotum sínu, var blokkaður fimm sinnum og skaut tveimur loftboltum. Körfubolti 20. febrúar 2010 11:00
NBA: Toppliðin töpuðu bæði - Denver endaði sigurgöngu Cleveland Carmelo Anthony og félagar í Denver Nuggets enduðu þrettán leikja sigurgöngu Cleveland Cavaliers með 118-116 sigri í frábærum framlengdum leik liðanna í Cleveland í nótt en Cleveland er með besta árangur allra liða í NBA-deildinni í körfubolta. Topplið Vesturdeildarinnar, Los Angeles Lakers, tapaði einnig þegar Boston vann 87-86 sigur í Staples Center. Körfubolti 19. febrúar 2010 09:00
NBA-skipti: Antawn Jamison fór til Cleveland en ekki Stoudemire Cleveland Cavaliers fékk í nótt Antawn Jamison frá Washington Wizards þegar þrjú NBA-lið skiptu á milli sín leikmönnum. Drew Gooden fer til Los Angeles Clippers og Zydrunas Ilgauskas fer til Washington Wizards auk valréttar og réttinum fyrir Emir Preldzic. Cleveland fékk einnig Sebastian Telfair frá Clippers í þessum skiptum. Körfubolti 18. febrúar 2010 10:00
NBA: Dwight Howard í miklum ham með Orlando í nótt Dwight Howard var í miklum ham í nótt þegar Orlando Magic vann 116-91 sigur á Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta. Howard var með 33 stig, 17 fráköst og 7 varin skot í leiknum og Orlando vann sinn ellefta sigur í síðustu fjórtán leikjum. Vince Carter var með 20 stig fyrir Orlando en Richard Hamilton skoraði 36 stig fyrir Detroit. Körfubolti 18. febrúar 2010 09:00
NBA: Lakers vann fjórða leikinn í röð án Kobe Bryant Það fór ekki svo að Kobe Bryant snéri aftur í lið Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það kom ekki að sök því liðið vann sinn fjórða leik í röð án stórstjörnunnar sinnar. Körfubolti 17. febrúar 2010 09:00
Camby allt annað en sáttur með að vera skipt til Portland NBA-liðin Los Angeles Clippers og Portland Trail Blazers hafa komið sér saman um að skipta á leikmönnum. Marcus Camby fer Portland í staðinn fyrir framherjann Travis Outlaw og bakvörðinn Steve Blake. Körfubolti 16. febrúar 2010 23:30
Kobe Bryant með Lakers í nótt og í beinni á NBATV Kobe Bryant æfði með Los Angeles Lakers í gær og verður samkvæmt heimildum Los Angeles Times með Lakers-liðinu á móti Golden State Warriors. Kobe missti af síðustu þremur leikjum sem og stjörnuleiknum vegna ökklameiðsla. Körfubolti 16. febrúar 2010 15:30
Shaq ánægður í Cleveland: Skemmtilegsta liðið sem ég hef verið í Shaquille O’Neal er að finna sig vel í skugga LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta. Miðherjinn með stóra skrokkinn og stóra brosið gæti verið á leiðinni að vinna NBA-titilinn með sínu þriðja liði ef Cleveland heldur áfram að spila jafnvel og liðið hefur gert að undanförnu. Körfubolti 16. febrúar 2010 09:30
ESPN: Tim Duncan og Jason Kidd fengu falleinkunn fyrir Stjörnuleikinn Reynsluboltarnir Tim Duncan og Jason Kidd fengu F í einkunn frá ESPN fyrir frammistöðu sína í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í nótt. Þeir léku báðir með Vesturdeildinni sem tapaði 139-141 fyrir Austurdeildinni. Körfubolti 15. febrúar 2010 14:30
Austrið vann nauman sigur og Dwyane Wade var valinn bestur Lið Austurdeildarinnar vann 141-139 sigur á Vesturdeildinni í spennandi og skemmtilegum Stjörnuleik NBA-deildarinnar í Dallas í nótt en þetta var fyrsti körfuboltaleikur sögunnar sem fær meira en hundrað þúsund áhorfendur. Körfubolti 15. febrúar 2010 09:00
Cleveland á eftir Stoudemire Cleveland Cavaliers er á meðal þeirra félaga sem reyna að fá stjörnuleikmanninn Amare Stoudemire í sínar raðir þessa dagana. Körfubolti 14. febrúar 2010 12:00
Önnur þáttaröð af áskorendakeppni Shaquille O'Neal Sjónvarpsstöðin ABC hefur ákveðið að gera aðra þátttaröð með körfuboltamanninum Shaquille O'Neal en þættirnir sem heita "Shaq Vs." sýna NBA-tröllið skora á fræga íþróttamenn í þeirra íþróttagrein. Körfubolti 12. febrúar 2010 21:45
Formaður og framkvæmdastjóri KKÍ verða á stjörnuleiknum Íslendingar munu eiga í það minnsta þrjá fulltrúa á stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fram fer í Dallas á sunnudag. Körfubolti 12. febrúar 2010 17:15
Kobe og Iverson ekki með í stjörnuleiknum Kobe Bryant og Allen Iverson hafa báðir dregið sig úr stjörnuleik NBA sem fram fer um helgina en báðir voru þeir kosnir í byrjunarlið leiksins. Körfubolti 12. febrúar 2010 12:45
NBA: Þrettán sigrar í röð hjá Cleveland LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers eru heitasta liðið í NBA-deildinni í dag. Liðið vann í nótt sinn þrettánda leik í röð. Körfubolti 12. febrúar 2010 09:00
NBA: Lakers sjóðheitt án Kobe LA Lakers virðist kunna ágætlega að spila án Kobe Bryant því liðið vann í nótt sinn þriðja leik í röð án stjörnunnar sinnar. Að þessu sinni gegn heitasta liði Vesturdeildarinnar, Utah Jazz. Körfubolti 11. febrúar 2010 09:00
NBA: Denver fór illa með Dallas Það var mikið um að vera í NBA-deildinni í nótt en þá voru alls spilaðir 11 leikir. Dallas fór af Vesturströndinni í heimsókn til Denver. Körfubolti 10. febrúar 2010 09:00
NBA: Lakers lagði Spurs án Kobe Gregg Popovich, þjálfari Spurs, sagði fyrir leikinn gegn Lakers í nótt að sigur myndi ekki hafa mikla þýðingu þar sem Lakers-liðið væri vængbrotið. Að sama skapi sagði hann að það yrði hrikalegt að tapa leiknum. Körfubolti 9. febrúar 2010 09:00
Orlando vann enn einn sigurinn á Boston Orlando Magic gerði sér lítið fyrir í nótt og vann sinn þriðja leik gegn Boston í vetur. Það gerði liðið þó svo Boston væri í fyrsta sinn í vetur með alla sína menn heila heilsu. Körfubolti 8. febrúar 2010 09:30
NBA-deildin: James óstöðvandi í ellefta sigurleik Cavs í röð Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar stórleikur LeBron James í 113-106 sigri Cleveland Cavaliers gegn New Yok Knicks en Cleveland hefur nú unnið ellefu leiki í röð. Körfubolti 7. febrúar 2010 10:00
NBA-deildin: Billups hafði betur gegn Bryant Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar 113-126 sigur Denver Nuggets á La Lakers í Staples Center en staðan var 64-59 heimamönnum í Lakers í vil í hálfleik. Körfubolti 6. febrúar 2010 11:00
Dunleavy hættur sem þjálfari LA Clippers Körfuboltaþjálfarinn Mike Dunleavy hefur ákveðið að víkja sem þjálfari NBA-deildarliðsins LA Clippers en ESPN greindi frá þessu í gærkvöldi. Körfubolti 5. febrúar 2010 12:30
NBA-deildin: Cleveland vann sinn tíunda leik í röð Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem Cleveland vann 102-86 sigur gegn Miami og Portland vann 96-93 sigur gegn San Antonio. Körfubolti 5. febrúar 2010 10:00
NBA-deildin: Jackson sigursælasti þjálfari í sögu Lakers Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar að Phil Jackson stýrði LA Lakers til 99-97 sigurs gegn Charlotte Bobcats í Staples Center en þetta var 534. sigur Lakers undir stjórn Jackson og er hann nú orðinn sigursælasti þjálfari í sögu félagsins. Körfubolti 4. febrúar 2010 10:00
NBA-deildin: Níundi sigurleikur Cleveland í röð Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem hæst bar 105-89 sigur Cleveland Cavaliers gegn LA Lakers-bönunum í Memphis Grizzlies en þetta var níundi sigurleikur Cleveland í röð. Körfubolti 3. febrúar 2010 10:00
Arenas vill endurbyggja traustið við unglingana í Washington Byssubrandurinn Gilbert Arenas, leikmaður Washington Wizards í NBA-deildinni, skrifaði sögu sem birt var á vefútgáfu Washington Post í morgun. Körfubolti 2. febrúar 2010 23:30
Bryant: West hefur kennt mér ótrúlega mikið NBA stórstjarnan Kobe Bryant náði þeim merka áfanga í nótt að verða stigahæsti leikmaður í sögu LA Lakers þegar hann skoraði 44 stig í 95-93 tapi Lakers gegn Memphis Grizzlies. Körfubolti 2. febrúar 2010 17:00
NBA-deildin: Bryant orðinn stigahæstur í sögu Lakers Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þar bar hæst að Memphis Grizzlies vann óvæntan 95-93 sigur á LA Lakers þrátt fyrir að Kobe Bryant hafi leikið á alls oddi og skorað 44 stig. Körfubolti 2. febrúar 2010 10:00