NBA: Tímamótaleikur hjá Shaq Leikmenn Cleveland Cavaliers hefndu í nótt fyrir tapið í annarri umferð gegn Toronto Raptors. Á þeim tíma var Cleveland-liðið enn að komast í gang en það var ekki mikill vandræðagangur á liðinu í gær. Körfubolti 20. janúar 2010 09:00
NBA: Lakers lagði Orlando Liðin sem spiluðu til úrslita í NBA-deildinni í fyrra, LA Lakers og Orlando Magic, mættust í nótt og niðurstaðan varð sú sama - Lakers vann. Körfubolti 19. janúar 2010 09:00
NBA: Toronto skellti Dallas Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Toronto lagði Dallas og Denver vann góðan sigur á Utah Jazz. Körfubolti 18. janúar 2010 09:00
LeBron James enn á ný frábær í fjórða leikhluta í sigri Cleveland LeBron James skoraði 13 af 32 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Cleveland Cavaliers vann nauman 102-101 sigur á Los Angeles Clippers á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Baron Davis gat tryggt Clippers sigurinn í lokinn en lokaskotið klikkaði. Körfubolti 17. janúar 2010 11:00
Lakers endurheimti Gasol og náði góðri hefnd gegn Clippers Kobe Bryant skoraði 30 stig í 40 stiga sigri Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers, 126-86, í NBA-deildinni í nótt. Clippers vann leik liðanna í dögunum en Lakers hefndi með því að vinna stærsta sigur sinn á Clippers síðan í litla liðið í Los Angeles flutti í Staples Center 1994. Körfubolti 16. janúar 2010 10:45
Arenas játar sekt sína Körfuboltakappinn Gilbert Arenas hjá Washington Wizards játaði sekt sína fyrir framan dómara í dag. Hann er sakaður um að hafa borið skotvopn án þess að hafa tilskilin leyfi. Byssuna var hann með í búningsklefa Wizards. Reyndar var hann með fjórar byssur í skápnum sínum. Körfubolti 15. janúar 2010 23:45
Nýliði hjá Utah tryggði liðinu sigur á Cleveland í nótt Nýliðinn Sundiata Gaines tryggði Utah Jazz 97-96 sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en leikið var á Salt Lake City. Gaines skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti um leið og klukkan rann út en þetta var fyrsta þriggja stiga karfan hans á NBA-ferlinum. Körfubolti 15. janúar 2010 09:00
Arenas gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi Lögreglan í Washington er búin að kæra Gilbert Arenas, leikmann Washington Wizards, vegna byssuatviksins sem átti sér stað í búningsklefa Wizards og hefur mikið verið fjallað um. Körfubolti 14. janúar 2010 23:15
Kobe bara með 10 stig en skoraði samt mikilvægustu körfuna Kobe Bryant skoraði úrslitakörfu Los Angeles Lakers á móti Dallas Mavericks í 100-95 sigri meistaranna í NBA-deildinni í nótt. Kobe skoraði körfuna 28 sekúndum fyrir leikslok. Körfubolti 14. janúar 2010 09:00
Tim Duncan flottur i stórsigri San Antonio á meisturum Lakers Tim Duncan skoraði 25 stig og tók 13 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 20 stiga sigur á meisturum Los Angeles Lakers, 105-85, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 13. janúar 2010 09:00
Endar Chris Bosh tímabilið í búningi Lakers? Samingur Chris Bosh við Toronto Raptors rennur út í sumar og er hann einn af feitustu bitunum á markaðnum í NBA-deildinni en bæði LeBron James og Dwyane Wade eru einnig með lausa samninga í sumar. Bosh hefur gefið það út að hann ætli ekki að vera áfram hjá Toronto. Körfubolti 12. janúar 2010 11:30
Boston tapaði í þriðja sinn fyrir Atlanta á tímabilinu Boston Celtics gengur afar illa með Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta í vetur því liðið tapaði í þriðja sinn fyrir Hawks í nótt. Boston hefur aðeins tapað samtals tíu leikjum á tímabilinu og því hafa 3 af 10 töpum liðsins komið á móti Atlanta. Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni nótt. Körfubolti 12. janúar 2010 09:00
LeBron var með 41 stig fyrir Cleveland og Lakers endaði taphrinuna LeBron James var með 41 stig í 106-94 sigri Cleveland Cavaliers á Portland TrailBlazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og meistararnir í Los Angeles Lakers náðu að enda tveggja leikja taphrinu sína með 95-77 sigri á Milwaukee Bucks. Körfubolti 11. janúar 2010 09:00
NBA í nótt: Enn tapar Detroit Detroit tapaði í nótt sínum tólfta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið tapaði fyrir Philadelphia, 104-94. Körfubolti 10. janúar 2010 11:00
NBA í nótt: Boston og Lakers töpuðu NBA í nótt: Boston og Lakers töpuðuBoston og LA Lakers töpuðu bæði sínum leikjum er tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 9. janúar 2010 11:00
NBA bað Getty að fjarlægja mynd af Arenas Myndin af Gilbert Arenas þar sem hann þykist skjóta félaga sína með puttunum fór mikið fyrir brjóstið á forráðamönnum NBA-deildarinnar. Körfubolti 8. janúar 2010 22:15
NBA í nótt: New York á flugi New York vann í nótt góðan sigur á Charlotte á heimavelli, 97-93, og stefnir nú á að komast í úrslitakeppnina. Körfubolti 8. janúar 2010 09:00
Byssubrandurinn Arenas settur í ótímabundið keppnisbann Gilbert Arenas var nánast búinn að gera allt til þess að fara í keppnisbann nema hreinlega biðja um að vera settur í bann. Körfubolti 7. janúar 2010 17:15
NBA í nótt: Clippers vann Lakers Það gerist ekki oft að Clippers beri sigurorð af Lakers í baráttu Los Angeles-liðanna í NBA-deildinni í körfubolta en sú varð niðurstaðan í leik liðanna í nótt. Körfubolti 7. janúar 2010 09:00
NBA í nótt: Arenas góður í sigri Washington Gilbert Arenas átti góðan leik þegar að Washington vann góðan sigur á Philadelphia, 104-97, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 6. janúar 2010 09:00
NBA í nótt: Miami vann Atlanta Miami vann í nótt sigur á Atlanta, 92-75, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu liðsins. Körfubolti 5. janúar 2010 09:00
NBA í nótt: Bosh setti stigamet er Toronto vann San Antonio Chris Bosh varð í nótt stigahæsti leikmaður Toronto Raptors í sögu félagsins er hann skoraði 22 stig í sigri liðsins á San Antonio í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 4. janúar 2010 09:00
Dómgreindarleysi að koma með byssur í búningsklefann Umdeildasti leikmaðurinn í NBA-boltanum í dag, Gilbert Arenas hjá Washington Wizards, segir það hafa verið dómgreindarleysi af sinni hálfu að koma með byssur í búningsklefann. Körfubolti 3. janúar 2010 21:30
NBA: Fjórir sigrar í röð hjá Bulls Vinny Del Negro virðist vera á góðri leið með að bjarga þjálfarastarfi sínu hjá Chicago Bulls en Bulls vann í nótt góðan sigur á Orlando Magic. Þetta var fjórði sigur Chicago í röð. Körfubolti 3. janúar 2010 11:08
Byssuslagur í búningsklefa Washington Lögregluyfirvöld rannsaka þessa dagana hreint út sagt ótrúlega uppákomu í búningsklefa NBA-liðsins Washington Wizards. Leikmenn liðsins, Gilbert Arenas og Javaris Crittenton, miðuðu þá byssum á hvorn annan er þeir rifust um spilaskuld Arenas sem hann var óviljugur að greiða. Körfubolti 2. janúar 2010 13:45
NBA: Kobe tryggði Lakers sigur með ótrúlegri flautukörfu Kobe Bryant skoraði enn eina flautukörfuna í nótt. Að þessu sinni gegn Sacramento þegar 0,1 sekúnda var eftir af leiknum. Karfan tryggði Lakers eins stigs sigur. Körfubolti 2. janúar 2010 11:08
Vinsældir Iverson og McGrady að koma þeim í Stjörnuleikinn Allen Iverson og Tracy McGrady hafa ekki spilað eins og stjörnuleikmenn í NBA-deildinni á síðustu mánuðum en það gæti samt farið svo að þeir verði báðir kosnir í byrjunarliðið í Stjörnuleiknum sem fer fram í Dallas 14. febrúar næstkomandi. Körfubolti 1. janúar 2010 18:45
Níunda tapið í röð hjá liði Detroit Pistons Detroit Pistons tapaði sínum níunda leik í röð í NBA-deildinni í nótt þegar liðið tapaði 87-98 á heimavelli fyrir Chicago Bulls. San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð og Houston Rockets vann Dallas Mavericks í Texas-slagnum. Körfubolti 1. janúar 2010 12:00
NBA: Sigrar hjá Lakers og Cleveland Síðasta vika hefur verið erfið hjá Lakers. Fyrir leikinn gegn Golden State í nótt hafði liðið tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum, liðið var án Ron Artest og ekki að spila vel. Körfubolti 30. desember 2009 09:00
NBA: Phoenix skellti Lakers Phoenix Suns vann einn sinn stærsta sigur í vetur í nótt er liðið rúllaði yfir meistara LA Lakers. Liðið er nú 20-12 eftir líklega erfiðasta leikjaplan allra liða það sem af er vetri. Körfubolti 29. desember 2009 09:09