NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Þriðja tap Cleveland í röð - lengsta taphrinan í tvö ár

Það gengur ekkert hjá Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta þessa daganna en liðið tapaði þriðja leik sínum í röð í kvöld þegar liðið lá 101-95 fyrir Orlando Magic. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem LeBron James og félagar tapa þremur leikjum í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Skelfileg frumraun hjá Jamison og Cleveland tapaði aftur

Cleveland Cavaliers tapaði sínum öðrum leik í röð í nótt þegar liðið lá 93-110 á útivelli á móti Charlotte Bobcats. Antawn Jamison lék sinn fyrsta leik með toppliði NBA-deildarinnar en átti skelfilegan dag, klikkaði á öllum tólf skotum sínu, var blokkaður fimm sinnum og skaut tveimur loftboltum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Toppliðin töpuðu bæði - Denver endaði sigurgöngu Cleveland

Carmelo Anthony og félagar í Denver Nuggets enduðu þrettán leikja sigurgöngu Cleveland Cavaliers með 118-116 sigri í frábærum framlengdum leik liðanna í Cleveland í nótt en Cleveland er með besta árangur allra liða í NBA-deildinni í körfubolta. Topplið Vesturdeildarinnar, Los Angeles Lakers, tapaði einnig þegar Boston vann 87-86 sigur í Staples Center.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA-skipti: Antawn Jamison fór til Cleveland en ekki Stoudemire

Cleveland Cavaliers fékk í nótt Antawn Jamison frá Washington Wizards þegar þrjú NBA-lið skiptu á milli sín leikmönnum. Drew Gooden fer til Los Angeles Clippers og Zydrunas Ilgauskas fer til Washington Wizards auk valréttar og réttinum fyrir Emir Preldzic. Cleveland fékk einnig Sebastian Telfair frá Clippers í þessum skiptum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Dwight Howard í miklum ham með Orlando í nótt

Dwight Howard var í miklum ham í nótt þegar Orlando Magic vann 116-91 sigur á Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta. Howard var með 33 stig, 17 fráköst og 7 varin skot í leiknum og Orlando vann sinn ellefta sigur í síðustu fjórtán leikjum. Vince Carter var með 20 stig fyrir Orlando en Richard Hamilton skoraði 36 stig fyrir Detroit.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq ánægður í Cleveland: Skemmtilegsta liðið sem ég hef verið í

Shaquille O’Neal er að finna sig vel í skugga LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta. Miðherjinn með stóra skrokkinn og stóra brosið gæti verið á leiðinni að vinna NBA-titilinn með sínu þriðja liði ef Cleveland heldur áfram að spila jafnvel og liðið hefur gert að undanförnu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers sjóðheitt án Kobe

LA Lakers virðist kunna ágætlega að spila án Kobe Bryant því liðið vann í nótt sinn þriðja leik í röð án stjörnunnar sinnar. Að þessu sinni gegn heitasta liði Vesturdeildarinnar, Utah Jazz.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers lagði Spurs án Kobe

Gregg Popovich, þjálfari Spurs, sagði fyrir leikinn gegn Lakers í nótt að sigur myndi ekki hafa mikla þýðingu þar sem Lakers-liðið væri vængbrotið. Að sama skapi sagði hann að það yrði hrikalegt að tapa leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Orlando vann enn einn sigurinn á Boston

Orlando Magic gerði sér lítið fyrir í nótt og vann sinn þriðja leik gegn Boston í vetur. Það gerði liðið þó svo Boston væri í fyrsta sinn í vetur með alla sína menn heila heilsu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA-deildin: Jackson sigursælasti þjálfari í sögu Lakers

Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar að Phil Jackson stýrði LA Lakers til 99-97 sigurs gegn Charlotte Bobcats í Staples Center en þetta var 534. sigur Lakers undir stjórn Jackson og er hann nú orðinn sigursælasti þjálfari í sögu félagsins.

Körfubolti