Körfubolti

Michael Jordan orðinn eigandi Charlotte Bobcats

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nýr eigandi Charlotte Bobcats.
Nýr eigandi Charlotte Bobcats.

Michael Jordan, besti körfuboltamaður allra tíma, er orðinn aðaleigandi Charlotte Bobcats í NBA-deildinni. Hann hefur keypt Bobcats af Bob Johnson sem hefur tapað miklu á félaginu.

Ársmiðasala hefur gengið illa hjá liðinu og sama má segja um leit að styrktaraðilum. Jordan átti fyrir lítinn hlut í félaginu en fékk með sér hóp fjárfesta til að eignast meirihluta í því.

Jordan er 47 ára og hefur verið með puttana í ýmsum málum félagsins undanfarin ár. Hann segir í yfirlýsingu hlakka til að koma félaginu meðal þeirra bestu en hann heldur blaðamannafund síðar í dag.

Bobcats hefur unnið 34 leiki í vetur en tapað 32 og á möguleika að komast í átta liða úrslit í Austurdeildinni í fyrsta sinn í sögunni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×