Körfubolti

Ron Artest ætlar að búa til raunveruleikaþátt um sjálfan sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ron Artest, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni.
Ron Artest, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Mynd/AP
Ron Artest, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, er búinn að ákveða að skella sér á fullu í sjónvarpið og setja á laggirnar nýjan sjónvarpsþátt um sjálfan sig.

Þáttinn ætlar Ron að kalla „They Call Me Crazy" eða „Þeir halda að ég sé klikkaður" en hann á reyndar enn eftir að finna sjónvarpsstöð sem vill senda hann út.

Ron Artest ætlar sér að nota þáttinn til að gera upp gamla og erfiða tíma og reyna að bæta fyrir allt sem hann hefur gert rangt í viðburðarríku lífi sínu en eins ætlar hann að reyna að nota þáttinn til að kynna óþekkta tónlistarmenn en hann rekur hip-hop útgáfufyrirtæki með körfuboltanum.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að fá tækifæri til að bjóða fólki inn í minn heim þar sem það getur kynnst mínum innri manni. Það eru nefnilega fleiri hliðar á Ron Artest en menn sjá inn á körfuboltavellinum," sagði Ron Artest í fréttatilkynningu um þáttinn sinn.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×