Ryanair til í að kaupa afpantaðar Boeing þotur Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair segist vera reiðubúið til þess að kaupa Boeing farþegaþotur af gerðinni Max 10 sem afpantaðar hafa verið af bandarískum flugfélögum, á réttu verði. Viðskipti erlent 29. janúar 2024 11:15
Funheitar og fágaðar flugkonur Flugmannastarfið var lengi álitið karlastarf hér á landi eða til ársins 1984 þegar fyrsta konan, Sigríður Einarsdóttir, hóf atvinnuflugmannsferil sinn hjá Flugleiðum. Mikil fjölgun hefur orðið af kvenkyns flugmönnum hér á landi síðastliðin ár og er hlutfall kvenna í stéttinni með því hæsta í heiminum. Lífið 26. janúar 2024 10:12
Ekki fallist á að fordómar gegn múslimum hafi verið ástæðan Lögreglustjórinn á Suðurnesjum braut ekki lög með því að endurnýja ekki ráðningu manns í starf landamæravarðar á Keflavíkurflugvelli sem taldi sig vera mismunað vegna trúar sinnar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar jafnréttismála. Innlent 26. janúar 2024 08:57
Telja brotið á mannréttindum flugfólks ADHD samtökin telja ljóst að brotið sé með margvíslegum hætti á ýmsum grundvallarréttindum fólks sem starfar við flug á Íslandi með innleiðingu skimana flugáhafna vegna notkunar geðvirkra efna á borð við lyfja við ADHD. Samtökin kalla eftir skýringum frá Samgöngustofu, Isavia, íslensku flugfélögunum og fleirum. Innlent 25. janúar 2024 10:50
Rask á flugi í fyrramálið vegna veðurs Flugi Play til Frankfurt í fyrramálið hefur verið aflýst vegna óveðurs en gul viðvörun tekur gildi í nótt. Þá hefur bæði brottförum til Evrópu og komum frá Bandaríkjunum verið seinkað. Innlent 24. janúar 2024 17:57
Framhjól Boeing 757 féll af flugvélinni Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak. Erlent 24. janúar 2024 14:47
Óánægður með viðbragðsleysi vegna lögbrota flugfélaganna Tíu flugfélög afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til lands frá Schengen-löndum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir listana mikilvæga fyrir lögregluna en dæmi eru um að erlendir brotamenn komist hingað til lands með þessum hætti. Innlent 24. janúar 2024 12:07
Dæmi um að flugfélög afhendi ekki farþegalista Tíu flugfélög skila ekki farþegalistum til yfirvalda sem hefur þau áhrif að lögbundin greining á farþegaupplýsingum getur ekki farið fram. Innlent 24. janúar 2024 06:54
Leigja tvær nýjar Airbus-þotur Icelandair og CDB Aviation hafa undirritað samninga um langtímaleigu á tveimur nýjum Airbus A321LR-þotum til afhendingar á seinni hluta árs 2025. Viðskipti innlent 22. janúar 2024 17:49
Halla lítur í kringum sig Halla María Svansdóttir, veitingakona í Grindavík sem rekið hefur veitingastaðinn hjá Höllu í heimabæ sínum, segir tíma til kominn að vera raunsæ og hugsa um sjálfan sig. Hún leitar að atvinnuhúsnæði til leigu í eitt til tvö ár. Viðskipti innlent 19. janúar 2024 13:55
Edda Björk komin til Íslands: „Ofboðslega þakklát fyrir allt fólkið mitt“ Edda Björk Arnardóttir er komin til Íslands. Eddu var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og flaug til Íslands samdægurs. Hún lenti seinnipartinn á Keflavíkurflugvelli og er nú á heimleið. Innlent 18. janúar 2024 17:46
Farþegar bíða í vélunum meðan unnið er að afísingu Fólk á leið til og úr landi má búast við seinkunum á flugi í dag. Töluverðar seinkanir urðu á flugi í morgun frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðvesturhluta landsins til hádegis og mikil snjókoma. Innlent 18. janúar 2024 11:00
Rauðar tölur eftir hikst í kjaraviðræðum Gengi langflestra félaga í Kauphöllinni lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins. Telja má líklegt að tíðindum af erfiðleikum í kjaraviðræðum sé um að kenna. Viðskipti innlent 18. janúar 2024 10:27
Fresta gjaldtökunni umdeildu Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári. Neytendur 17. janúar 2024 10:44
Ásdís og Snorri nýir forstöðumenn hjá Icelandair Icelandair hefur ráðið þau Ásdísi Sveinsdóttur og Snorra Tómasson í störf forstöðumanna á Tekju-, þjónustu- og markaðssviði félagsins. Viðskipti innlent 17. janúar 2024 10:40
Play flýgur til Króatíu Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til strandborgarinnar Split í Króatíu. Fyrsta flug Play til Split verður 28. maí en til stendur að fljúga þangað einu sinni í viku á þriðjudögum yfir sumarmánuðina. Viðskipti innlent 17. janúar 2024 10:06
Ætla ekki að bjóða upp á útsýnisflug yfir gosið Forsvarsmenn þyrlufyrirtækisins HeliAir Iceland hafa ákveðið að bjóða ekki upp á útsýnisflug á meðan óvissan er mikil varðandi hús og eignir fólks í Grindavík eftir að eldgos hófst í morgun. Hugur fyrirtækisins er hjá Grindvíkingum. Viðskipti innlent 14. janúar 2024 22:02
Flugvél rann til á Keflavíkurflugvelli Flugvél EasyJet sem lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir skemmstu frá London rann til á akbraut. Innlent 14. janúar 2024 12:57
Hefur ekki áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar Eldgosið norðan Grindavíkur, sem hófst skömmu fyrir klukkan átta í morgun, hefur ekki haft áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar eða áætlun innanlandsflugs. Innlent 14. janúar 2024 09:45
Fluglitakóðinn appelsínugulur Fluglitakóðinn fyrir Reykjanes hefur verið hækkaður og en hann nú appelsínugulur. Innlent 14. janúar 2024 06:48
Hætt við lendingu vegna þokunnar Þétt þoka liggur yfir Reykjavík og á hún að hanga fram í nótt að sögn Þorsteins V. Jónssonar veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Hún hefur orðið til þess að ekki var hægt að lenda flugvél á Reykjavíkurflugvelli í dag. Innlent 13. janúar 2024 15:07
Norski herinn sinnir loftrýmisgæslu næstu vikurnar Flugsveit frá norska flughernum er væntanleg til landsins á mánudaginn til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland næstu vikurnar. Innlent 12. janúar 2024 12:43
Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. Innlent 11. janúar 2024 23:00
Fluglitakóði færður á gulan lit Vegna jökulhlaups og aukinnar skjálftavirkni í Grímsvötnum verður fluglitakóði fyrir eldstöðina færður á gulan lit, í samræmi við það að eldstöðin sýni merki um virkni umfram venjulegt ástand. Innlent 11. janúar 2024 13:34
Fær geymsluna á bílnum og þrifin endurgreidd að fullu Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur komist að því að fyrirtæki sem sér um geymslu og þrif bifreiða á meðan fólk ferðast þarf að endurgreiða manni 38.900 krónur og greiða 35 þúsund krónur í málskostnaðargjald. Neytendur 11. janúar 2024 08:00
Leigubílstjórar fá ekki árskort og kostnaður gæti margfaldast Isavia hefur gert breytingar á gjaldheimtu á leigubílastæðinu við Leifsstöð. Stakt gjald fyrir innakstur á stæðið helst óbreytt en árskort standa ekki lengur til boða. Ljóst er að kostnaður leigubílstjóra sem vinna mikið við að aka fólki til og frá Keflavíkurflugvelli gæti margfaldast. Viðskipti innlent 10. janúar 2024 11:02
Lausir skrúfboltar í vélum Boeing Skrúfboltar sem herða þurfti betur hafa fundist við skoðun á Boeing 737 Max 9 flugvélum. Flugfélagið United Airlines greinir frá þessu. Erlent 8. janúar 2024 22:38
Mátti reka ólétta konu Fyrirtæki, sem meðal annars rekur verslun í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum fyrrverandi starfsmanns, sem var rekin þegar hún var barnshafandi. Innlent 8. janúar 2024 17:01
Bob fann þilið sem losnaði af Boeing-vélinni Kennari að nafni Bob fann íhlutinn sem losnaði af Boeing 737 Max 9 vélinni sem þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak þegar gat myndaðist á skrokk vélarinnar. Erlent 8. janúar 2024 07:02
Vatns- og matarskortur í skjálausri ferð heim frá Kanarí Icelandair hefur borist nokkrar kvartanir frá farþegum sem voru um borð í flugi heim til Íslands frá Gran Canaria síðastliðinn mánudag. Veitingar um borð í vélinni voru nær uppurnar, ekkert vatn var á krönum og engin afþreying í boði í fluginu, sem endaði á því að vera sjö klukkustundir vegna seinkanna. Innlent 8. janúar 2024 07:01