Innlent

Lentu í Minneapolis vegna bilunar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Vélin á að lenda innan skamms á Keflavíkurflugvelli. Fréttin er úr safni.
Vélin á að lenda innan skamms á Keflavíkurflugvelli. Fréttin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Melding um smávægilega bilun kom upp í flugvél Icelandair á leið frá Denver í Bandaríkjunum til Keflavíkur i nótt. Í samræmi við verklag og öryggisstaðla var ákveðið að lenda í Minneapolis og láta flugvirkja skoða vélina áður en haldið væri áfram yfir hafið.

Farþegi í vélinni segir slökkvilið hafa verið til reiðu á flugvellinum við lendingu. Farþegar hafi svo beðið við gott yfirlæti í vélinni á meðan hún var skoðuð. Um um tveimur tímum síðar var þeim tilkynnt að um bilun í ljósabúnaði vélarinnar hafi verið að ræða.

„Vélin var skoðuð á meðan farþegar voru um borð og lagði svo aftur af stað til Keflavíkur þar sem áætluð lending er klukkan 10:25, um fjórum klukkutímum á eftir áætlun,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair í svari til fréttastofu um málið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×