Innherji

Play sér ekki til­efni til að breyta af­komu­spánni þrátt fyrir aukna sam­keppni

Hörður Ægisson skrifar
Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play, og einn stærsti einstaki hlutahafi þess. Íslensku flugfélögin eiga erfitt uppdráttar á hlutabréfamarkaði um þessar mundir.
Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play, og einn stærsti einstaki hlutahafi þess. Íslensku flugfélögin eiga erfitt uppdráttar á hlutabréfamarkaði um þessar mundir. Vísir/Einar

Mikil samkeppni er frá alþjóðlegum flugfélögum í flugi yfir Atlantshafið í sumar með tilheyrandi þrýstingi til lækkunar á flugfargjöldum, að sögn forstjóra Play, en vegna ýmissa aðgerða sem hefur verið ráðist í til að mæta krefjandi rekstrarumhverfi telur félagið ekki tilefni til að fylgja í fótspor Icelandair og breyta afkomuspá sinni fyrir þetta ár. Hlutabréfaverð Play hefur fallið skarpt síðustu tvo viðskiptadaga og er tæplega fimmtíu prósentum lægra miðað við útboðsgengið í nýlega afstaðinni hlutafjáraukningu.


Tengdar fréttir

Mælir með kaupum í Play og telur út­boðs­gengið „vel undir“ sann­gjörnu virði

Virðismatsgengi Play, sem vinnur núna að því að klára að lágmarki fjögurra milljarða króna hlutafjáraukningu, er rúmlega tvöfalt hærra en útboðsgengið, samkvæmt nýrri hlutabréfagreiningu. Talið er að Play muni skila lítillegum rekstrarhagnaði á þessu ári og það náist jafnvægi milli einingatekna- og kostnaðar í rekstri flugfélagsins.

„Hvar er Gor­don Gekk­o?“ er spurt í hag­stæð­u verð­mat­i fyr­ir Icel­and­a­ir

Spákaupmenn virðast hafa yfirgefið Icelandair. Gengi flugfélagsins hefur helmingast á nokkrum mánuðum, óháð undirliggjandi verðmætum, segir í hlutabréfagreiningu en Icelandair er þar verðmetið langt yfir markaðsvirði. Íslenskur hlutabréfamarkaður er óskilvirkur um þessar mundir sem endurspeglist best með fasteignafélögin þar sem markaðsverð er langt undir varlega metnu bókfærðu virði. Fjárfestar virðast verðleggja þau „norður og niður“ rétt eins og Icelandair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×