Golf

Brjálaður út í British Airways fyrir að skilja kylfurnar sínar eftir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ian Poulter mun væntanlega ekki bóka flug hjá British Airways á næstunni.
Ian Poulter mun væntanlega ekki bóka flug hjá British Airways á næstunni. getty/Asanka Ratnayake

Enski kylfingurinn Ian Poulter var brjálaður út í flugfélagið British Airways eftir að kylfurnar hans urðu eftir á Heathrow flugvellinum.

Poulter flaug til Houston í Bandaríkjunum þar sem hann keppir á móti á LIV-mótaröðinni. Kylfurnar hans komust hins vegar ekki á áfangastað, þrátt fyrir að Poulter hafi séð þær fara á færibandið á flugvellinum.

Poulter hafði lítinn húmor fyrir þessu og lét British Airways heyra það á samfélagsmiðlum. Hann sagði að flugfélagið gæti ekki á nokkurn hátt afsakað þetta og það væri af og frá að kylfupokinn hafi verið of þungur.

Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Poulter hraut maðurinn fyrir framan hann í flugvélinni hátt og snjallt, kylfingnum til mikils ama.

Mótið í Houston er fyrsta mótið á LIV-mótaröðinni í ár sem er haldið í Bandaríkjunum. Eftir þrjár vikur verður svo annað mót í Nashville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×