Golf

Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Luis Ballester er einn af nýliðunum á Masters í ár.
José Luis Ballester er einn af nýliðunum á Masters í ár. getty/David Cannon

Spænski áhugakylfingurinn José Luis Ballester gat hreinlega ekki haldið lengur í sér á Masters-mótinu í gær. Hann fór því til hliðar og létti á sér á hinum sögufræga Augusta velli.

Ballester var nýbúinn að klára 12. holuna þegar hann fann að hann gat ekki haldið lengur í sér. Meðan félagi hans, Justin Thomas, var enn á 12. holunni brá Ballester sér til hliðar og meig.

„Ég varð bara að pissa,“ sagði Ballester sem gleymdi því hvar klósettin voru. „Ég vissi ekki hvert ég átti að fara og fyrst JT var í einhverjum vandræðum hugsaði ég: Ég fer bara hérna við ána og líklega mun fólk ekki sjá mig.“

Svo reyndist ekki vera því áhorfendur á Augusta tóku eftir Ballester og klöppuðu fyrir honum.

Ballester lék fyrsta hringinn á Masters á fjórum höggum yfir pari. Hann er í 73. sæti mótsins.

Keppni á Masters heldur áfram í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×