Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. apríl 2025 07:50 Markaðir í Asíu fundu rækilega fyrir tollum Trump og féllu bréf víða. Getty Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Markaðsvirði tæknirisanna sjö lækkaði um 760 milljarða dala og gull náði nýjum hæðum meðan olíuverð lækkaði um þrjú prósent. Evrópskum mörkuðum er spáð sambærilegum lækkunum. Tæknigeirinn fann rækilega fyrir aðgerðum Trump sem setti þrjátíu prósent tolla á bæði Kína og Tævan. Álögur á kínverskan innflutning til Bandaríkjanna eru því orðnar 54 prósent. Þá setti Trump 46 prósent toll á Víetnam, 26 prósent á Indland, 25 prósent á Suður-Kóreu, 24 prósent á Japan og tíu prósent á Ástralíu. „Virkt skatthlutfall Bandaríkjanna á allan innflutning virðist vera það hæsta í meira en öld,“ sagði Ben Wiltshire, viðskiptasérfræðingur hjá fjárfestingarbankanum Citigroup. Peningurinn losaður og settur í gull Framvirk viðskipti með bréf Nasdaq féllu um fjögur prósent og markaðsvirði tæknirisanna (Apple, Microsoft, Amazon, Alphabet, Meta, Nvidia, og Tesla) sjö lækkaði um 760 milljarða dala (um 99 þúsund milljarða króna). Hlutabréf í Apple lækkuðu um tæplega sjö prósent en gullkálfur fyrirtækisins, iPhone-síminn, er framleiddur í Kína. Framvirk viðskipti með S&P 500 féllu um 3,3 prósent, FTSE um 1,8 prósent, meðan framvirk viðskipti í bréfum evrópskra fyrirtækja féllu um nærri tvö prósent. Verð á gulli hækkaði á sama tíma skarpt og er í sögulegum hæðum en olía lækkaði um meira en þrjú prósent. Nikkei-vísitalan féll um 3,9 prósent og hefur ekki verið lægri í átta mánuði. Bréf í nánast öllum 225 fyrirtækjunum féllu. Kospi-vísitalan í Suður-Kóreu féll um tvö prósent, VanEck Víetnam ETF-vísitalan féll um meira en átta prósent og áströlsk bréf féllu um tvö prósent. Vænta efnahagslegrar lægðar Bandaríkjadalur styrkti sig gegn flestum asískum myntum nema japanska jeninu. Búist er við að tollahækkunum Bandaríkjanna verði svarað í sömu mynt sem gæti leitt til mikilla verðhækkana. „Tollskrártaxtarnir sem voru afhjúpaðir í morgun eru mun hærri en vænst var til. Ef það verður ekki samið skjótlega um lækkun þeirra munu væntingar eftir bandarískri efnahagslægð aukast gífurlega,“ sagði Tony Sycamore, greinandi hjá IG. Útlitið hjá evrópskum mörkuðum er heldur ekki gott og féll kauphöll Lundúna þegar hún opnaði í morgun. FTSE 100-vísitalan féll um rúmlega 1,4 prósent. Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Kína Víetnam Japan Apple Amazon Tesla Meta Microsoft Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Tæknigeirinn fann rækilega fyrir aðgerðum Trump sem setti þrjátíu prósent tolla á bæði Kína og Tævan. Álögur á kínverskan innflutning til Bandaríkjanna eru því orðnar 54 prósent. Þá setti Trump 46 prósent toll á Víetnam, 26 prósent á Indland, 25 prósent á Suður-Kóreu, 24 prósent á Japan og tíu prósent á Ástralíu. „Virkt skatthlutfall Bandaríkjanna á allan innflutning virðist vera það hæsta í meira en öld,“ sagði Ben Wiltshire, viðskiptasérfræðingur hjá fjárfestingarbankanum Citigroup. Peningurinn losaður og settur í gull Framvirk viðskipti með bréf Nasdaq féllu um fjögur prósent og markaðsvirði tæknirisanna (Apple, Microsoft, Amazon, Alphabet, Meta, Nvidia, og Tesla) sjö lækkaði um 760 milljarða dala (um 99 þúsund milljarða króna). Hlutabréf í Apple lækkuðu um tæplega sjö prósent en gullkálfur fyrirtækisins, iPhone-síminn, er framleiddur í Kína. Framvirk viðskipti með S&P 500 féllu um 3,3 prósent, FTSE um 1,8 prósent, meðan framvirk viðskipti í bréfum evrópskra fyrirtækja féllu um nærri tvö prósent. Verð á gulli hækkaði á sama tíma skarpt og er í sögulegum hæðum en olía lækkaði um meira en þrjú prósent. Nikkei-vísitalan féll um 3,9 prósent og hefur ekki verið lægri í átta mánuði. Bréf í nánast öllum 225 fyrirtækjunum féllu. Kospi-vísitalan í Suður-Kóreu féll um tvö prósent, VanEck Víetnam ETF-vísitalan féll um meira en átta prósent og áströlsk bréf féllu um tvö prósent. Vænta efnahagslegrar lægðar Bandaríkjadalur styrkti sig gegn flestum asískum myntum nema japanska jeninu. Búist er við að tollahækkunum Bandaríkjanna verði svarað í sömu mynt sem gæti leitt til mikilla verðhækkana. „Tollskrártaxtarnir sem voru afhjúpaðir í morgun eru mun hærri en vænst var til. Ef það verður ekki samið skjótlega um lækkun þeirra munu væntingar eftir bandarískri efnahagslægð aukast gífurlega,“ sagði Tony Sycamore, greinandi hjá IG. Útlitið hjá evrópskum mörkuðum er heldur ekki gott og féll kauphöll Lundúna þegar hún opnaði í morgun. FTSE 100-vísitalan féll um rúmlega 1,4 prósent.
Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Kína Víetnam Japan Apple Amazon Tesla Meta Microsoft Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira