Innlent

Icelandia kol­efnis­jafnar akstur flug­rútunnar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Kristinn Hafliðason framkvæmdastjóri VAXA Technologies, og Björn Ragnarsson forstjóri Icelandia
Kristinn Hafliðason framkvæmdastjóri VAXA Technologies, og Björn Ragnarsson forstjóri Icelandia Icelandia

Kynnisferðir, sem starfa undir nafninu Icelandia, munu hér eftir kolefnisjafna allan sinn akstur í samstarfi við VAXA Technologies. Um er að ræða akstur bæði flugrútunnar og dagsferða Reykjavík Excursions.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandia. Þar segir að samstarf Kynnisferða og VAXA Technologies setji nýjan staðal fyrir vistvæna ferðaupplifun á Íslandi. Stefnt sé að því að nýta sérþekkingu VAXA til að lágmarka umhverfisfótspor Kynnisferða og veita gestum áfram framúrskarandi ferðaupplifun.

Akstur flugrútunnar verður kolefnisjafnaðurIcelandia

„Sem ábyrgt og leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki leggjum við okkur fram við að vernda óspillta náttúrufegurð Íslands og draga úr áhrifum okkar á umhverfið,“ segir Björn Ragnarsson, forstjóri Icelandia. „Með samstarfi við VAXA Technologies erum við stolt af því að vera frumkvöðull kolefnishlutlauss flugvallaaksturs og dagsferða. Það er ótrúlega gaman og jafnframt mikilvægt að geta veitt ferðamönnum sjálfbæra þjónustu til að skoða og upplifa okkar stórkostlegu náttúru“.

„Áhersla Icelandia á sjálfbærni er frábært fordæmi fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Kristinn Hafliðason, framkvæmdastjóri VAXA Technologies. „Með þátttöku í VAXA ACTION - Impact Nutrition Program til að jafna kolefnislosun sýnir Icelandia skuldbindingu sína í umhverfisábyrgð og er leiðandi aðili í því að skapa sjálfbærari framtíð ferðaþjónustu á Íslandi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×