Lög og regla

Fréttamynd

Fangageymslur fylltust á Selfossi

Allar fangageymslur lögreglunnar á Selfossi fylltust í nótt. Þar gista nú sex karlar á milli tvítugs og þrítugs, allir handteknir í tengslum við fíkniefnaneyslu. Sá fyrsti var handtekinn undir stýri í nótt, undir áhrifum fíkniefna. Lögregla fann kannabisefni á manninum og var hann lagður til svefns í fangaklefa.

Innlent
Fréttamynd

Héraðsdómur klofnaði í málinu

Rúnar Ben Maitsland var dæmdur í fimm ára fangelsi í dag fyrir innflutning á fíkniefnum. Tvíburabróðir hans, Davíð Ben Maitsland, var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Héraðsdómur Reykjavíkur klofnaði í niðurstöðu sinni en einn af þremur dómurum vildi sýkna bræðurna. 

Innlent
Fréttamynd

Mikið um stúta við stýri

Fimm ölvaðir ökumenn voru stöðvaðir í Reykjavík í nótt sem er óvenju mikið í miðri viku. Enginn var þó ofurölvi og allir sinntu stöðvunarmerkjum lögreglu. Þá var einn tekinn ölvaður í Hafnarfirði, annar í Kópavogi og sá þriðji við Kjarnaskóg á Akureyri eftir að hafa ekið þar út af.

Innlent
Fréttamynd

Vítisenglar stöðvaðir í Leifsstöð?

Átta menn sem taldir eru tengjast vélhjólasamtökunum Vítisenglum voru stöðvaðir í Leifsstöð nú síðdegis. Mennirnir komu með flugi frá Kaupmannahöfn og er jafnvel von á fleiri meintum meðlimum samtakanna til landsins. RÚV greindi frá þessu.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán vélhjólamenn stöðvaðir

Þrettán danskir vélhjólamenn eru í umsjá lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þessa stundina og svo getur farið að fleiri bætist í hópinn. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, komu níu mannanna með Iceland Express frá Kaupmannahöfn og fjórir aðrir bættust við með vél Icelandair.

Innlent
Fréttamynd

Maitsland-bræður dæmdir í fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Rúnar Ben Maitsland í fimm ára fangelsi og tvíburabróður hans, Davíð Ben Maitsland, í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að smygla tuttugu og sjö kílóum af hassi til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Furðu lostnir bræður áfrýja

Tvíburabræðurnir Rúnar Ben og Davíð Ben Maitsland voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi, fyrir stórfelldan innflutning á hassi. Einn af þremur dómurum í málinu skilaði séráliti, en hann vildi sýkna bræðurna. Þeir ætla báðir að áfrýja dómnum.

Innlent
Fréttamynd

Fullur á stolnum bíl

Menn sem unnu við kvikmyndatöku á Klapparstíg í gærmorgun áttu fótum sínum fjör að launa þegar drukkinn maður stal bíl þeirra og ók næstum á þá þegar þeir reyndu að stöðva hann. Skömmu síðar hóf lögreglan eftirför og náði að stöðva bílþjófinn, sem skemmdi bílinn sem hann ók auk tveggja lögreglubíla.

Innlent
Fréttamynd

5 mánaða fangelsi fyrir fjársvik

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun liðlega tvítugan karlmann í fimm mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Maðurinn var sakfelldur fyrir að svíkja út bensín fyrir tæpar 400 þúsund krónur á bensínstöðvum í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglubílar skemmdust í eftirför

Kvikmyndatökumenn sem voru að störfum á Klapparstíg klukkan hálfsjö í morgun áttu fótum fjör að launa þegar ölvaður bílþjófur gerði sig líklegan til að aka á þá, á þeirra eigin bíl, þegar þeir ætluðu að stöðva hann. Tveir lögreglubílar skemmdust í eftirför sem hófst í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Stálu tveimur tonnum af kjöti

Tveimur tonnum af nýsjálensku nautakjöti og 30 til 40 kílóum af kanadískum humri hefur verið stolið úr vörugeymslu í Kópavogi að undanförnu. Tilkynnt var um þjófnaðinn í fyrradag en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær kjötinu var stolið.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar ekki að áfrýja

Magnús Einarsson, sem banaði Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sinni og móður tveggja barna, hefur ákveðið að una gæsluvarðhaldsúrskurði sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Endurskin í Eyjafirði

Í vikunni var sérstakur endurskinsmerkjadagur í grunnskólum Akureyrar og Eyjafjarðarsvæðisins. Af því tilefni veittu kennarar börnum fræðslu um notkun endurskinsmerkja.

Innlent
Fréttamynd

Vill breytingu á hegningarlögum

Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður segir sérstakt refsiákvæði um heimilisofbeldi þurfa svo hægt sé að taka á verknaðinum í heild sinni. Hann segir ákvæði hegningarlaga um líkamsmeiðingar ekki duga ein og sér.

Innlent
Fréttamynd

Brennuvargur ófundinn

Enn er enginn grunaður um að hafa kveikt í atvinnuhúsnæðinu Votmúla á Blönduósi aðfaranótt þriðjudagsins 28. september. Ummerki á vettvangi benda engu að síður til þess að kveikt hafi verið í húsinu, en eldurinn kom upp í skilrúmi milli matvælaverksmiðjunnar Vilkó og pakkhúss kaupfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Hnífurinn fannst á vettvangi

"Við teljum okkur hafa fundið vopnið," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, um rannsóknina á árás þegar maður var særður lífshættulega aðfaranótt miðvikudags. Rúmlega fertugur maður sem grunaður er um verknaðinn var í fyrradag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.

Innlent
Fréttamynd

Andlát á Kópaskeri í rannsókn

Aldraður maður lést í bílslysi á Kópaskeri laust fyrir hádegi í gær. Málið er í rannsókn lögreglunnar á Húsavík þar sem ekki er ljóst hvort maðurinn hafi verið látinn áður en óhappið átti sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Maður stunginn með hnífi í nótt

Karlmaður er hættulega særður eftir hnífsstungu á Laugavegi í nótt. Lögreglu barst tilkynning um manninn upp úr klukkan tvö í nótt og var hann rænulítill þegar að var komið. Maðurinn var fluttur á slysadeild og gekkst undir aðgerð í nótt. Líðan han ser sögð eftir atvikum. Meintur árásarmaður var handtekinn skömmu síðar og er hann í haldi lögreglu. Atvik eru óljós en meintur árásarmaður verður yfirheyrður í dag.

Innlent
Fréttamynd

Eldri hjón létust í árekstri

Niðurstaða dánardómstjóra í Stafford-héraði í Bretlandi er sú að lát eldri hjóna sem lentu í árekstri við Guðjón Þórðarson knattspyrnuþjálfara 10. apríl hafi verið af slysförum. Guðjón var ekki á nokkurn hátt sagður valdur að slysinu í úrskurðinum sem kom nú í byrjun mánaðarins.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýnir dóminn harðlega

Jafnréttisnefnd Reykjavíkur gagnrýnir harðlega nýgenginn dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli þar sem refsingu yfir karlmanni í líkamsárásarmáli gegn konu hans var frestað, þar sem konan hefði átt sök á ofbeldinu. Í ályktun frá jafnréttisnefndinni segir að að látið sé að sök konunnar liggja í dómnum þar sem hún hafi reitt mann sinn til reiði.

Innlent
Fréttamynd

Tvö ár í fangelsi fyrir bankarán

Bryngeir Sigurðsson var í gær dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að ræna Landsbanka Íslands við Gullinbrú í Reykjavík vopnaður öxi sem hann ógnaði gjaldkera og braut glerskilrúm með. Frá refsingunni dregst sá tími sem hann hefur verið í gæsluvarðhaldi.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhalds krafist

Lögreglan í Reykjavík fer í dag fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa stungið tæplega fertugan karlmanna á hol í húsi við Hverfisgötu í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Stakk mann á hol og iðrin sáust

Maður sem grunaður er um að stinga mann á fertugsaldri á hol í fyrrinótt þannig að hann særðist lífshættulega var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. nóvember næstkomandi. Þá var honum gert að sæta geðrannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Vettvangsrannsókn að ljúka

Hugsanlega verða send sýni utan til rannsóknar vegna manndrápsins í Hamraborg aðfaranótt mánudags að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns í Kópavogi. Magnús Einarsson sem varð Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sinni og móður tveggja barna þeirra, að bana hefur verið yfirheyrður einu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla óskar vitna

Þeir sem urðu vitni að árekstri á gatnamótum Listabrautar og Kringlumýrarbrautar um klukkan hálf ellefu á mánudagskvöld eru beðnir um að gefa sig fram við lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á láti Sri lokið

Lögreglan í Reykjavík lauk í dag rannsókn á láti Sri Rhamawati sem myrt var í júlí síðastliðnum. Barnsfaðir hennar og fyrrverandi sambýlismaður, Hákon Eydal, sem hefur játað að hafa orðið henni að bana og komið líkinu fyrir í gjótu í hrauninu sunnan við Hafnarfjörð, var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Innlent
Fréttamynd

Andlegur miski ráði refsingu

Gunnleifur Kjartansson, hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að það þurfi að koma á fót svipaðri aðstöðu fyrir þolendur heimilisofbeldis og Neyðarmóttaka kynferðisbrota sinnir nú.

Innlent
Fréttamynd

Héraðsdómur fjallar um kröfuna

Héraðsdómur Reykjavíkur er nú að fjalla um kröfu lögreglunnar í Reykjavík um að karlmaður verði úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna hnífstungumáls í húsi við Hverfisgötu síðustu nótt. Fórnarlambið fannst í nótt á Laugavegi, nær dauða en lífi.

Innlent
Fréttamynd

Áfram í gæsluvarðhaldi

Hákon Eydal, banamaður Sri Rahmawati, var úrskurðaður í Héraðsdómi Reykjavíkur til að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til tólfta janúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Var á milli heims og helju

Tæplega fertugur maður var um tíma á milli heims og helju á slysadeild Landspítalans eftir að hann var stunginn á hol í heimahúsi í miðborginni í nótt. Fólk sem átti leið um Laugaveginn um klukkan tvö í nótt fann manninn liggjandi á götunni, nær meðvitundarlausan, með svo mikinn og djúpan skurð á kviði að hluti innyfla lá úti.

Innlent