Innlent

Vill breytingu á hegningarlögum

Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður segir sérstakt refsiákvæði um heimilisofbeldi þurfa svo hægt sé að taka á verknaðinum í heild sinni. Hann segir ákvæði hegningarlaga um líkamsmeiðingar ekki duga ein og sér. Atli segir heimilisofbeldi mun víðtækara og meira en líkamsmeiðing þar sem líkamsmeiðingin stendur yfir í stuttan tíma. Aftur á móti sé heimilisofbeldi langvarandi ofbeldisbrot með andlegum ógnunum en stundum líkamlegu ofbeldi og aðeins þá eigi hegningarlögin við. Hann segir andlegar meiðingar oft á tíðum vera alvarlegri en líkamlegar. "Beinbrot gróa en andleg sár aldrei til fulls," segir Atli. Eins segir Atli að á kynferðisbrotum og heimilisofbeldi megi taka á í einkamálum ef sönnunarkröfum hegningarlaga er ekki fullnægt þar sem í einkamáli nægir að sýna fram á gáleysið og sennilegar afleiðingar þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×