Samgönguslys Fjögurra bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi Fjögurra bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi við N1 bensínstöðina í Kópavogi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var slysið minniháttar. Innlent 27.9.2023 17:06 Karlmaðurinn sem lést í Lækjargötu var þriggja barna faðir Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Innlent 26.9.2023 13:48 Tveir látnir í skólarútuslysi Erlent 21.9.2023 23:39 „Þetta var eins og sprenging“ Sendibílstjóri sem fékk fólksbíl aftan á sig á miklum hraða við Stekkjarbakka í Breiðholti um helgina segir það hafa verið líkt og sprengingu að fá bílinn aftan á sig. Hann segist þakka guði fyrir að bíllinn hafi lent á sínum sendibíl frekar en öðru ökutæki, vegna þess hve illa það hefði getað farið. Innlent 21.9.2023 06:01 Banaslys á Suðurlandsvegi 2021: Nýkominn með bílpróf þegar hann tók fram úr Banaslys sem varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Þingborg í Árnessýslu, þegar tveir bílar rákust saman í desember 2021, er rakið til þess að ökumaður annars bílsins hafi ekki sýnt næga aðgæslu í framúrakstri. Áreksturinn var harður og lést 89 ára karlmaður, sem var í bíl sem kom úr gagnstæðri átt, tveimur vikum eftir slysið. Innlent 20.9.2023 11:40 Keyrt á hjólreiðamann á Hringbraut Sendibíl var ekið á hjólreiðamann á Hringbraut í Reykjavík við gatnamót við Njarðargötu nú á tíunda tímanum í morgun. Innlent 20.9.2023 09:51 Minni háttar slys olli mikilli umferð Slys var í Ártúnsbrekkunni síðdegis í dag sem olli miklum töfum á umferð. Innlent 18.9.2023 17:59 Hafnaði á staur í Breiðholti Fólksbíl var ekið út af veginum við Grænastekk í Breiðholtinu í morgun og hafnaði bíllinn á ljósastaur. Götum var lokað á meðan viðbragðsaðilar voru á vettvangi. Innlent 17.9.2023 11:34 Tveir slasaðir eftir mótorhjólaslys Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag vegna mótorhjólaslyss við Sandvatn í Þingvallasveit. Innlent 16.9.2023 15:00 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. Lífið 15.9.2023 10:31 Nemendur urðu vitni að slysinu í kennslustund Nemendur Kvennaskólans í Reykjavík sem sátu í tíma í Miðbæjarskólanum urðu vitni að umferðarslysinu sem varð á Lækjargötu í gær þar sem ökumaður sendiferðabíls lést. Skólastjóri segir nemendur og starfsfólk harmi slegið vegna málsins og er nemendum boðið upp á áfallahjálp. Innlent 14.9.2023 14:02 Karlmaður lést í umferðarslysinu í Lækjargötu Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á mótum Lækjargötu og Vonarstrætis í Reykjavík á öðrum tímanum eftir hádegi í gær. Innlent 14.9.2023 10:42 Einn fluttur á sjúkrahús eftir alvarlegt slys Aðgerðum er lokið á Lækjargötu í Reykjavík, þar sem alvarlegt umferðarslys varð um klukkan 13:25 í dag. Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús. Innlent 13.9.2023 15:18 Alvarlegt umferðarslys í Lækjargötu Alvarlegt umferðarslys varð í Lækjargötu í Reykjavík um klukkan 13:25 í dag. Innlent 13.9.2023 13:36 Allir nema einn útskrifaðir eftir rútuslysið Allir nema einn af þeim aðilum sem voru fluttir á Landspítala eftir rútuslys við Blönduós síðastliðinn föstudag hafa verið útskrifaðir. Þetta staðfestir Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri á velferðarsviði Akureyrarbæjar, en þeir sem voru í rútunni voru starfsmenn bæjarins. Innlent 12.9.2023 11:13 Blöskrar framkoma hjólreiðamanns sem hjólaði dóttur hennar niður Móðir unglingsstúlku sem slasaðist eftir að hjólað var á hana, og mátti þola skammir hjólreiðamanns í kjölfarið, segir hjólreiðamanninn hafa látið dóttur hennar halda á hjóli hans, á sama tíma og hún var mikið slösuð á úlnlið. Ökumaður sem hafi verið vitni að atvikinu hafi ekkert gert til að aðstoða. Innlent 11.9.2023 22:53 Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir manndráp af gáleysi Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi á Hvalfjarðarvegi í Kjós í nóvember 2021. Karlmaðurinn var ökumaður bíls sem fór út af veginum. Þrítugur karlmaður, farþegi í bílnum, lést í slysinu. Amfetamín mældist í blóði ökumannsins. Innlent 11.9.2023 15:29 Mikil sorg fyrir norðan eftir að ekið var á sex kýr Kýr drápust í tveimur umferðarslysum á Norðurlandi um helgina, annars vegar í Hörgárdal við Jónasarlund á þjóðveginum og hins vegar í Eyjafjarðarsveit. Ein kú drapst í Hörgárdal en fjórar í Eyjafjarðarsveit og lýsir bóndi þar mikilli sorg vegna málsins. Innlent 11.9.2023 14:45 „Ömurlegur endir á góðu ferðalagi“ Enginn slasaðist alvarlega þegar rúta með rúmlega tuttugu starfsmönnum Akureyrarbæjar valt snemma í morgun skammt frá Blönduósi. Þjónustustjóri segir þetta mikið áfall fyrir fólkið en flestir voru sofandi þegar atvikið átti sér stað. Innlent 8.9.2023 22:01 Akureyringar á leið heim eftir Evrópuferð í rútunni sem valt Rúta sem valt skammt sunnan við Blönduós á sjötta tímanum í morgun var að ferja 23 Akureyringa til síns heima frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. Aðrir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Enginn lést í slysinu og ekki vitað til þess að nokkur sé í lífshættu. Innlent 8.9.2023 10:12 Þrír fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur og fjórir með sjúkraflugi Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir alvarlegt slys skammt frá Blönduósi. Nokkrir aðrir voru fluttir með sjúkrabifreiðum til Akureyrar en þar voru fjórir settir í sjúkraflug til Reykjavíkur og nokkrir lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Innlent 8.9.2023 09:04 Þrír fluttir á sjúkrahús með þyrlu Gæslunnar eftir alvarlegt slys Þyrla Landhelgisgæslunnar og aðrir viðbragðsaðilar voru kallaðir út rétt eftir klukkan fimm í morgun eftir að tilkynning barst um mjög alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum sunnan við Blönduós. Innlent 8.9.2023 06:39 Draga enga ályktun af banaslysinu á Sighvati Rannsóknarnefnd samgönguslysa dregur enga ályktun af banaslysi sem varð á línuskipinu Sighvati GK 57 norðarlega á Eldeyjarbanka norðvestan af Garðskaga þann 3. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem birt hefur verið á vef nefndarinnar. Innlent 7.9.2023 14:00 Árekstur á Kringlumýrarbraut Laust fyrir klukkan tíu varð árekstur tveggja bíla á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík. Innlent 6.9.2023 22:30 Alvarlegt bílslys í Borgarfirði Hringvegurinn er lokaður í Norðurárdal vegna alvarlegs umferðarslyss. Tveir bílar skullu saman á Vesturlandsvegi til móts við Hvammskirkju, skammt frá Bifröst. Fjórir voru í bílunum. Innlent 5.9.2023 15:32 Ók móti umferð og á aðra bíla Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að maður sem ók á móti umferð á Reykjanesbrautinni ók utan í tvo bíla. Engan sakaði alvarlega en maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Innlent 2.9.2023 11:03 Lenti saman á Sæbraut Reiðhjólaslys varð á hjólastígnum á Sæbraut í Reykjavík nú síðdegis. Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang auk lögreglubíls. Innlent 31.8.2023 17:55 Á rétt á upplýsingum varðandi slysið sem varð syni hans að bana Bandarískur faðir manns sem lést í flugslysi á Þingvallavatni í febrúar 2022 á rétt á upplýsingum um flugmann vélarinnar og fyrirtæki hans frá Samgöngustofu. Þetta úrskurðaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem vísaði málinu aftur til stofnunarinnar sem hafði áður hafnað beiðni föðurins. Innlent 30.8.2023 13:43 „Ég er heppin að vera á lífi“ Framhaldsskólakennari á Akureyri höfuðkúpu-, kinnbeins- og kjálkabrotnaði þegar hún féll af rafhlaupahjóli á dögunum undir áhrifum áfengis. Hún segist sannarlega ætla að læra af asnaskap sínum. Innlent 22.8.2023 20:00 Keyrði aftan á strætisvagn í Borgartúni Engin alvarleg slys urðu á fólki þegar maður keyrði aftan á strætisvagn í Borgartúni í dag. Slysið varð rétt fyrir klukkan 17 í dag. Innlent 15.8.2023 17:43 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 43 ›
Fjögurra bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi Fjögurra bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi við N1 bensínstöðina í Kópavogi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var slysið minniháttar. Innlent 27.9.2023 17:06
Karlmaðurinn sem lést í Lækjargötu var þriggja barna faðir Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Innlent 26.9.2023 13:48
„Þetta var eins og sprenging“ Sendibílstjóri sem fékk fólksbíl aftan á sig á miklum hraða við Stekkjarbakka í Breiðholti um helgina segir það hafa verið líkt og sprengingu að fá bílinn aftan á sig. Hann segist þakka guði fyrir að bíllinn hafi lent á sínum sendibíl frekar en öðru ökutæki, vegna þess hve illa það hefði getað farið. Innlent 21.9.2023 06:01
Banaslys á Suðurlandsvegi 2021: Nýkominn með bílpróf þegar hann tók fram úr Banaslys sem varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Þingborg í Árnessýslu, þegar tveir bílar rákust saman í desember 2021, er rakið til þess að ökumaður annars bílsins hafi ekki sýnt næga aðgæslu í framúrakstri. Áreksturinn var harður og lést 89 ára karlmaður, sem var í bíl sem kom úr gagnstæðri átt, tveimur vikum eftir slysið. Innlent 20.9.2023 11:40
Keyrt á hjólreiðamann á Hringbraut Sendibíl var ekið á hjólreiðamann á Hringbraut í Reykjavík við gatnamót við Njarðargötu nú á tíunda tímanum í morgun. Innlent 20.9.2023 09:51
Minni háttar slys olli mikilli umferð Slys var í Ártúnsbrekkunni síðdegis í dag sem olli miklum töfum á umferð. Innlent 18.9.2023 17:59
Hafnaði á staur í Breiðholti Fólksbíl var ekið út af veginum við Grænastekk í Breiðholtinu í morgun og hafnaði bíllinn á ljósastaur. Götum var lokað á meðan viðbragðsaðilar voru á vettvangi. Innlent 17.9.2023 11:34
Tveir slasaðir eftir mótorhjólaslys Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag vegna mótorhjólaslyss við Sandvatn í Þingvallasveit. Innlent 16.9.2023 15:00
„Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. Lífið 15.9.2023 10:31
Nemendur urðu vitni að slysinu í kennslustund Nemendur Kvennaskólans í Reykjavík sem sátu í tíma í Miðbæjarskólanum urðu vitni að umferðarslysinu sem varð á Lækjargötu í gær þar sem ökumaður sendiferðabíls lést. Skólastjóri segir nemendur og starfsfólk harmi slegið vegna málsins og er nemendum boðið upp á áfallahjálp. Innlent 14.9.2023 14:02
Karlmaður lést í umferðarslysinu í Lækjargötu Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á mótum Lækjargötu og Vonarstrætis í Reykjavík á öðrum tímanum eftir hádegi í gær. Innlent 14.9.2023 10:42
Einn fluttur á sjúkrahús eftir alvarlegt slys Aðgerðum er lokið á Lækjargötu í Reykjavík, þar sem alvarlegt umferðarslys varð um klukkan 13:25 í dag. Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús. Innlent 13.9.2023 15:18
Alvarlegt umferðarslys í Lækjargötu Alvarlegt umferðarslys varð í Lækjargötu í Reykjavík um klukkan 13:25 í dag. Innlent 13.9.2023 13:36
Allir nema einn útskrifaðir eftir rútuslysið Allir nema einn af þeim aðilum sem voru fluttir á Landspítala eftir rútuslys við Blönduós síðastliðinn föstudag hafa verið útskrifaðir. Þetta staðfestir Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri á velferðarsviði Akureyrarbæjar, en þeir sem voru í rútunni voru starfsmenn bæjarins. Innlent 12.9.2023 11:13
Blöskrar framkoma hjólreiðamanns sem hjólaði dóttur hennar niður Móðir unglingsstúlku sem slasaðist eftir að hjólað var á hana, og mátti þola skammir hjólreiðamanns í kjölfarið, segir hjólreiðamanninn hafa látið dóttur hennar halda á hjóli hans, á sama tíma og hún var mikið slösuð á úlnlið. Ökumaður sem hafi verið vitni að atvikinu hafi ekkert gert til að aðstoða. Innlent 11.9.2023 22:53
Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir manndráp af gáleysi Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi á Hvalfjarðarvegi í Kjós í nóvember 2021. Karlmaðurinn var ökumaður bíls sem fór út af veginum. Þrítugur karlmaður, farþegi í bílnum, lést í slysinu. Amfetamín mældist í blóði ökumannsins. Innlent 11.9.2023 15:29
Mikil sorg fyrir norðan eftir að ekið var á sex kýr Kýr drápust í tveimur umferðarslysum á Norðurlandi um helgina, annars vegar í Hörgárdal við Jónasarlund á þjóðveginum og hins vegar í Eyjafjarðarsveit. Ein kú drapst í Hörgárdal en fjórar í Eyjafjarðarsveit og lýsir bóndi þar mikilli sorg vegna málsins. Innlent 11.9.2023 14:45
„Ömurlegur endir á góðu ferðalagi“ Enginn slasaðist alvarlega þegar rúta með rúmlega tuttugu starfsmönnum Akureyrarbæjar valt snemma í morgun skammt frá Blönduósi. Þjónustustjóri segir þetta mikið áfall fyrir fólkið en flestir voru sofandi þegar atvikið átti sér stað. Innlent 8.9.2023 22:01
Akureyringar á leið heim eftir Evrópuferð í rútunni sem valt Rúta sem valt skammt sunnan við Blönduós á sjötta tímanum í morgun var að ferja 23 Akureyringa til síns heima frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. Aðrir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Enginn lést í slysinu og ekki vitað til þess að nokkur sé í lífshættu. Innlent 8.9.2023 10:12
Þrír fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur og fjórir með sjúkraflugi Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir alvarlegt slys skammt frá Blönduósi. Nokkrir aðrir voru fluttir með sjúkrabifreiðum til Akureyrar en þar voru fjórir settir í sjúkraflug til Reykjavíkur og nokkrir lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Innlent 8.9.2023 09:04
Þrír fluttir á sjúkrahús með þyrlu Gæslunnar eftir alvarlegt slys Þyrla Landhelgisgæslunnar og aðrir viðbragðsaðilar voru kallaðir út rétt eftir klukkan fimm í morgun eftir að tilkynning barst um mjög alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum sunnan við Blönduós. Innlent 8.9.2023 06:39
Draga enga ályktun af banaslysinu á Sighvati Rannsóknarnefnd samgönguslysa dregur enga ályktun af banaslysi sem varð á línuskipinu Sighvati GK 57 norðarlega á Eldeyjarbanka norðvestan af Garðskaga þann 3. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem birt hefur verið á vef nefndarinnar. Innlent 7.9.2023 14:00
Árekstur á Kringlumýrarbraut Laust fyrir klukkan tíu varð árekstur tveggja bíla á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík. Innlent 6.9.2023 22:30
Alvarlegt bílslys í Borgarfirði Hringvegurinn er lokaður í Norðurárdal vegna alvarlegs umferðarslyss. Tveir bílar skullu saman á Vesturlandsvegi til móts við Hvammskirkju, skammt frá Bifröst. Fjórir voru í bílunum. Innlent 5.9.2023 15:32
Ók móti umferð og á aðra bíla Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að maður sem ók á móti umferð á Reykjanesbrautinni ók utan í tvo bíla. Engan sakaði alvarlega en maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Innlent 2.9.2023 11:03
Lenti saman á Sæbraut Reiðhjólaslys varð á hjólastígnum á Sæbraut í Reykjavík nú síðdegis. Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang auk lögreglubíls. Innlent 31.8.2023 17:55
Á rétt á upplýsingum varðandi slysið sem varð syni hans að bana Bandarískur faðir manns sem lést í flugslysi á Þingvallavatni í febrúar 2022 á rétt á upplýsingum um flugmann vélarinnar og fyrirtæki hans frá Samgöngustofu. Þetta úrskurðaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem vísaði málinu aftur til stofnunarinnar sem hafði áður hafnað beiðni föðurins. Innlent 30.8.2023 13:43
„Ég er heppin að vera á lífi“ Framhaldsskólakennari á Akureyri höfuðkúpu-, kinnbeins- og kjálkabrotnaði þegar hún féll af rafhlaupahjóli á dögunum undir áhrifum áfengis. Hún segist sannarlega ætla að læra af asnaskap sínum. Innlent 22.8.2023 20:00
Keyrði aftan á strætisvagn í Borgartúni Engin alvarleg slys urðu á fólki þegar maður keyrði aftan á strætisvagn í Borgartúni í dag. Slysið varð rétt fyrir klukkan 17 í dag. Innlent 15.8.2023 17:43