Innlent

Bílvelta við Lögbergsbrekku

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Bílvelta varð við Lögbergsbrekku um hálf tíuleytið í dag. Brekkan er skammt frá höfuðborgarsvæðinu þegar keyrt er austur fyrir fjall.

Lárus Steindór Björnsson, hjá slökkviliðinu, segir í samtali við Vísi að einn sjúkrabíll hafi verið sendur á vettvang. Þegar fréttastofa náði tali af honum gat hann ekki sagt til um líðan ökumanna.

Sjónarvottur, sem telur sig hafa ekið hjá veltunni líklega skömmu eftir að hún varð, lýsir viðveru viðbragðsaðila á vettvangi. Þar hafi verið nokkuð um blikkandi ljós.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×