Samgönguslys

Fréttamynd

Ók á sjö kindur og drap þær

Sjö kindur drápust um helgina á Suðurlandi þegar var ekið á þær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að frá því á föstudag hafi verið skráð um 150 mál hjá embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan leitar vitna að tveggja bíla á­rekstri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að tveggja bíla árekstri sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs í Reykjavík fimmtudagskvöldið 24. október. Tilkynning um áreksturinn barst klukkan 19.42.

Innlent
Fréttamynd

Skert at­hygli þegar ekið var inn á öfugan vegar­helming

Aðdragandi banaslyss á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes í desember í fyrra var sá að Toyota Yaris bifreið var ekið yfir á öfugan vegarhelming og framan á Volvo fólksbíl úr gagnstæðri átt. 66 ára kona sem ók Toyota bifreiðinni lést af völdum árekstursins og tveir í hinum bílnum slösuðust alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Skip­verjar urðu varir við eldinn þegar þeir voru í kaffi

Eldur sem kom upp í vinnsluþilfari skipsins Jökuls ÞH 299 þann 17. júlí í fyrra, þegar skipið var statt um sextíu sjómílum norðaustur af Horni, var vegna viðgerðar þar sem verið var að rafsjóða. Glóð fór í svokallaðan burstakamb, og náði að krauma í hálftíma áður en eldurinn braust út. Á meðan voru skipverjar í kaffi.

Innlent
Fréttamynd

Á­rekstur á Eyrarbakkavegi

Tveggja bíla árekstur varð á Eyrarbakkavegi í Árnessýslu um hálfþrjúleytið í dag. Svo virðist sem engin alvarleg slys hafi orðið á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Öku­maðurinn lið­lega tví­tugur

Karlmaður fæddur árið 2003 hefur réttarstöðu sakbornings vegna banaslyssins á Sæbraut um þarsíðustu helgi. Ökumenn sem aka á gangandi vegfarendur sem látast fá alltaf réttarstöðu sakbornings á meðan á rannsókn stendur. Búast má við því að rannsókn taki langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Bana­slysið aftur til héraðssaksóknara

Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður mál vegna banaslyss sem varð á Kjalarnesi sumarið 2020. Héraðssaksóknari tók ákvörðun í júní síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Með ó­full­nægjandi hjálm þegar bana­slys varð

Banaslys sem varð á Laugarvatnsvegi sumarið 2023 orsakaðist af því að bifhjólamaður missti stjórn á bifhjólinu þegar það fór að skjálfa og skakast á veginum. Þá var hann með ófullnægjandi hjálm og boltar í stýri hjólsins voru lausir.

Innlent
Fréttamynd

Ekki í belti og undir á­hrifum þegar hann lést

Ökumaður sem lést þegar sendibifreið hafnaði utan Reykjanesbrautar við Innri-Njarðvík í nóvember árið 2023 var ekki í belti og varð að hluta undir bifreiðinni. Hann var undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést.

Innlent
Fréttamynd

Öku­manns hvítrar Teslu enn leitað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn ökumanna tveggja bíla í tengslum við rannsókn á banaslysi á Sæbraut í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 29. september. Annar ók hvítri Teslu en hinn ljósri smárútu.

Innlent
Fréttamynd

Leita tveggja vegna banaslyssins á Sæ­braut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja ökumanna vegna banaslyssins á Sæbraut um síðustu helgi. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að nauðsynlega þurfi að ná tali af þeim vegna rannsóknarinnar á slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli

Bíl var ekið á ungan dreng á leið í skólann rétt fyrir klukkan átta í morgun. Hann var fluttur á slysadeild í sjúkrabíl. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Hann var á hlaupahjóli.

Innlent