Innlent

Ekið á gangandi veg­faranda

Jón Þór Stefánsson skrifar
Reykjanesbraut við Mjódd. Myndin er úr safni.
Reykjanesbraut við Mjódd. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt umferðarslys varð við Reykjanesbraut við brúna milli Nýbýlavegs og Breiðholtsbrautar. Ekið var á gangandi vegfaranda.

Þetta staðfestir Heimir Ríkarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Að hans sögn eru viðbragðsaðilar að vinna á vettvangi. Og einverjum vegaköflum hefur verið lokað vegna þess.

Lögreglan hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:

Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut í Reykjavík skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Þar var bifreið á norðurleið ekið á gangandi vegfaranda norðan megin brúarinnar (Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi). Vegfarandinn var fluttur á slysadeild. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×