Innlent

Fjórir bílar skemmdust í á­rekstri á Granda

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Fjórir bílar urðu fyrir skemmdum.
Fjórir bílar urðu fyrir skemmdum. Vísir

Harður árekstur varð á Grandagarði í Reykjavík í dag þegar bíl var keyrt í veg fyrir annan. Bíllinn kastaðist á tvo aðra bíla og fór utan í hús. Engin slys urðu á fólki. 

Atvikið átti sér stað skömmu eftir hádegi í dag við Grandagarð 14. Guðbrandur Sigurðsson hjá umferðardeild lögreglu segir í samtali við fréttastofu að ökumaður sem ætlaði að snúa bifreið við á veginum hafi beygt í veg fyrir annan bíl. Sá bíll fór utan í hús og síðar á tvær bifreiðir.

Talsvert tjón hafi hlotist af og þurfti að kalla til dráttarbifreið til að flytja að minnsta kosti einn bíl af vettvangi. Engin slys hafi þó orðið á fólki. Guðbrandur hafði ekki upplýsingar um hvort húsið sem keyrt var utan í hafi orðið fyrir skemmdum.

Mikill viðbúnaður var á vettvangi.Vísir
Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×